Vikan


Vikan - 08.11.1962, Side 40

Vikan - 08.11.1962, Side 40
Gef mér líka! Nivea inniheldur Euce- rit — efni skylt húðfit- unni — frá því stafa hin góðu áhrif þess. Svona, svona ungfrú góð. Ekki svona mikið í einu! Sjáðu bara hvernig mamma fer að: Lítið í einu en oftar. En þú hefur rétt fyrir þér — maður byrjar aldrei of snemma á réttri húð- snyrtingu. Mamma þín hefir líka frá æsku haft þessa reglu: Nivea daglega. Gott er að til er N IV E A ! „Úff.“ Reiðbuxnaherrann gaf frá sér þetta hljóð. „Ef ég hefði vitað fyrir að þú hefðir engan farangur, hefði ég ekki þurft að borga sér í lagi undir líkkistuna.“ Ég ákvað að taka með mér far- angur í næsta skipti ég færi í ferðalag til að koma í veg fyrir að þurfa að samrekkja líkkistum. Hver getur staðizt slíkt?“ Þjónninn átti leið framhjá klef- anum. „Þjónn, náðu í handþerru.“ „Bíðið ögn.“ Þjónninn virtist staðráðinn í að beita þvermóðsku. Reiðbuxnaherrann leysti af sér hálsknýtið og afhneppti flibbanum, hengdi hvort á sinn snagann. Allir snagar klefans voru nú í hans þjón- ustu eingöngu. Hattur hans og ryk- frakki höfðu þegar lagt undir sig tvo snaga. Lestin rann af stað. Þá kom hon- um til hugar að kaupa blað: „Þjónn.“ Þjónninn kom ekki, ég gaf honum mitt blað, eyrun á mér þoldu ekki fleiri köll. Hann kleif upp í rúm- bálkinn, dró af sér stígvélin yfir höfði mér, sló meira að segja aur- inn af stígvélasólunum. Hafði handtösku í kodda stað og breiddi blaðið mitt yfir andlitið. Hann var sofnaður áður en lestin kom að Yong-ding-hliðinu. Mér létti meira en orð fá lýst. Nú komum við að Feng-tai. Áður en lestin hafði stöðvazt, gaf að heyra að ofan: „Þjónn.“ Þjónninn kom til baka, augna- brúnimar hnykluðust vonzkulega, 40 VIKAN eins og hann myndi ekki sætta sig við minna en að hafa heilt manns- líf undir. „Hvað viljið þér, he-e-erra?“ „Náðu í te.“ Þrumurnar að ofan hljómuðu fagurlega. „Eru ekki tveir fantar hérna?“ Þjónninn benti á borðkrílið. „Efri byggðirnar vantar einn fant til.“ „Allt í lagi.“ Þjónninn hörfaði út. „Þjónn.“ Augabrúnir þjónsins hnykluðust svo hressilega að ég óttaðist að hár- in myndu þá og þegar fjúka af. „Ég vil ekki te, ég vil fá einn fant af soðnu vatni.“ „Ágætt.“ „Þjónn.“ Ég var sem á glóðum um að hárin fykju af augabrúnum þjónsins. „Náðu í teppi, náðu í kodda, náðu í handþerru, náðu í . .. hann þagn- aði, eins og hann gæti ekki látið sér detta fleira í hug. „Herra, bíðið andartak. í Tientsin bætast farþegar við. Þegar við erum komnir þaðan, skal ég ábyrgjast að ná í þetta allt. Það varnar yður heldur ekki svefns." Þjónnin sagði þetta í einni runu, snéri síðan upp á sig, eins og hann ætlaði sér aldrei að koma til baka. Að vörmu spori kom soðið vatn. Reiðbuxnaherrann festi nýjan blund. Hroturnar voru ögn lægri en „þjóns“-köllin, en með jafnari hrynjandi og þrotlausari atorku, á stundum, þegar hroturnar lægði lít- ið eitt, bætti hann það upp með því að nísta saman tönnum. „Soðið vatn, herra." „Þjónn.“ „Það er einmitt hérna, soðið vatn.“ „Náðu í skeinipappír.“ „Hann er á salerninu." „Hvar er salernið?" „Það er alls staðar." „Þjónn.“ „Sjáumst síðar.“ „Þjónn, þjónn, þjónn.“ Ekkert svar. „Úrr .... örr .... úrr .... örr,“ hann var enn fallinn í svefn. Þetta var farið að verða kátbros- legt. Við vorum komnir til Tientsín. Nokkrir farþegar bættust við. Reið- buxnaherrann brá blundi, hellti í einum teyg ofan í sig úr fantinum, sló aurinn af stígvélasólunum yfir höfðinu af mér. Smokkaði þeim á fæturna og venti sér út um dyrnar, boraði vísifingri upp í nefið. Virti fyrir sér umhverfið. „Þjónn.“ Þjónninn var einmitt í þessum svif- um að skjótast framhjá dyrunum. „Náðu í brekánið.' „Kemur að augabragði.“ Reiðbuxnaherrann fór út, hímdi á miðjum gangi, að því er vitist sérstaklega í þeim tilgangi að tefja fyrir farþegum og öðrum gang- endum. Skyndilega fór hann að bora upp í nasir sér af endurnýj- uðum þrótti, gekk síðan leiðar sinn- ar. Fór úr lestinni, skoðaði skó- gerðir og fatanúmer, eh keypti ekki neitt. Snaraðist aftur inn í lestina, heilsaði upp á klefafélaga sína, sagði: „Tientsin, aha?“ Ég svaraði engu. „Bezt að spyrja þjón- inn,“ sagði hann, eins og við sjálf- an sig, og ný þruma reið yfir af: „Þjónn ...“ Ég sá eftir að ég skyldi ekki hafa svarað og flýtti mér að segja: „Það er Tientsin, alveg ör- ugglega." „Alltaf vissara að spyrja þjóninn: Þjónn.“ Ég glotti, gat ekki að mér gert. Rétt þegar lestin var komin af stað, kom þjónninn með brekánið, kodda og handþerru fyrir Reið- buxnaherrann. Hann notaði þerr- una til að ræsta til fullnustu fram- úr nösum og hlustum, nuddaði sig síðan að minnsta kosti einn stund- arfjórðung í framan með henni, notaði hana síðan til að dusta rykið af handtöskunni. Frá Laozhan að Zongzhan, á ein- um fimm mínútum, taldi ég að hann kallaði 40—50 sinnum á þjón- inn. Þjónninn kom aðeins einu sinni. Erindið var að spyrja hvert lestin væri að fara. Þjónninn kvaðst ekki vita það. Reiðbuxnaherrann Allir á hættu, suður gefur. A 8-2 y k-8 4 A-K-D-8-4 A D-10-9-5 A V ♦ * 10-7-6-4-3 G-10-9-7 10-6-5 G A-K-D-G-9 D-5-3 9-7-3 K-4 A 5 y A-6-4-2 4 G-2 * A-8-7-6-3-2 Suður 1 lauf 4 lauf pass Vestur pass 4 spaðar pass Norður 2 grönd 5 lauf Austur 3 spaðar pass Útspil spaðafjarki. Þetta spil skeði í pyndingaklefa — sumir kalla það fjölskyldubridge —- en fyrir margan sérfræðinginn er fjölskyldubridge hreinasta kval- ræði. Klukkan var eitt um nótt og einn spilaranna langaði til þess að fara að sofa; hann hafði reyndar langað til þess áður en spila- mennskan hófst. Suður opnaði á einu laufi, norður sagði tvö grönd og austur þrjá spaða. Þessi sögn var byggð á þeirri forsendu að það væri ekki íþrótta- mannslegt að horfa á andstæðing- ana vaða upp í tóma vitleysu án aðvörunar. Af hverju maður þarf að vera að vara andstæðingana við, er mér óskiljanlegt. Suður sagði fjögur lauf, vestur hækkaði í fjóra spaða og nú skeði það ótrúlega: Norður sagði fimm lauf, og henti þar með 1100 út um gluggann. Nú sögðu allir pass. Spaða var spilað út, suður tromp- aði annan spaða, fór inn á tígul og spilaði laufadrottningu út. Aust- ur lagði á og suður lætur fjarkann, þá lætur suður tvistinn. Láti aust- ur háspil, lætur suður ásinn. Sé austur með eyðu í laufi, tekur suð- ur á ásinn og spilar á drottninguna í borði. „Spilaði ég ekki vel, makker?" sagði suður. „Jú,“ sagði ég og fór í rúmið. *

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.