Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 5
m
ur skipsins? Hvað er svona kopp-
ur að gera raeð svona „hættuleg-
an og dýrmætan farm“? Hvaðan
koma þeir? Hvern andsk ... eru
þeir að gera til Kóreu? Af
hverju sprakk svo allt draslið?
Og hvar er sagan?
Þú virðist alveg hafa misst
þolinmæðina, Addi minn. Þú
byrjar svona þokkalega, þrátt
fyrir smágalla, en síðan, þegar
þú ætlar að fara að segja söguna,
þá missir þú hreint alveg móð-
inn, lystina og listina, og þú
sekkur sjálifur með dallinum á
bólakaf.
Jæja, þú hefur þó í það minnsta
fengið þetta birt, og láttu það
nægja í bili.
Sýður upp úr ...
Viltu segja mér, kæri Póstur,
hvernig stendur á því að verkfræð-
ingar, hitasérfræðingar og alls kon-
ar tæknisjení nota nú orðið alltaf
orðið ,,varmi“ yfir heitt vatn? Mér
finnst þetta vægast sagt mjög
smekklaust af menntuðum mönnum
að vera að klína ijótu útlenzku orði
inn í íslenzkuna, sérstaklega þegar
nóg er til af íslenzkum orðum yfir
þetta hugtak, eða vegna hvers má
ekki nota t. d.: Hiti, ylur, hlýja,
velgja (þótt það sé að vísu ekki
fallegt orð — og vafalaust kannt
þú einhver fleiri, Póstur.
Heitvondur.
Svar: Hefur þú nokkum tíma
stungið þér inn í vermihús til
að verma þig á köldum vetrar-
degi? Ef svo er, þá veiztu að
sambandið vermi- er dregið af
orðinu varmi, og það hefur þótt
góð islcnzka hingað til. Annars
skal ég viðurkenna það, að ég
mundi heldur nota orðin, sem þú
bentir á, og ég get líka bætt
nokkrum við, eins og t. d. snarp-
heitur, ylvolgur, hlýlegur, hálf-
volgur, hlandvolgur ... o. s. frv.
Smíðatól ...
Vegna hvers talar maður um
| „timburmenn" daginn eftir ... þú
veizt!?
Svar: Timburmenn er það kall-
að þegar maður hefur dynjandi
höfuðverk eftir fyllirí. Manni
finnst eins og fimm hundruð tré-
smiðir séu að smíða tunnur —
í akkorði. Sama orðið er notað
á dönsku og norsku, Svíar kalla
það „kopparslagare", en Eng-
lendingar m. a. „hot coppers".
Stækkunin ...
Kæra Vika.
Hvernig stendur á því, að þótt þið
séuð alltaf að stækka þetta blað
ykkar, þá er maður alltaf jafn-
lengi að lesa það? Það er einhvern
veginn eins og efni blaðsins verði
ekkert meira, þótt síðurnar verði
fleiri.
Dox.
—• —• —- Þú ert bara orðinn
svona fljótur að lesa. Lesmál
blaðsins jókst um 75% við síð-
ustu stækkun.
Tréæta ...
Fyrir nokkru síðan kom vinkona
mín í heimsókn, og hafði með sér
litlu dóttur sína. Þær komu inn í
stofu til mín og við sátum saman
nokkra stund og spjölluðum saman.
Dóttirin litla réðist strax á nýtt,
pólerað maghonýborð, sem var í
stofunni, og fór að naga á því horn-
in, en ég leyfði mér að segja henni
vingjarnlega að þetta mætti hún
ekki gera, því hún mundi skemma
borðið.
Þá tók vinkona mín í höndina á
henni og leiddi hana á brott um leið
og hún sagði: „Komdu Dísa mín.
Það er víst of fínt fyrir okkur
hérna.“
Hvor var ókurteis í þessu tilfelli?
Svar: Fyrst og fremst vinkona
• þín, og svo auðvitað dóttirin.
U - frændi...
Hvað þýðir U-ið fyrir framan
U Nu, U Thant o. s. frv.?
Svar: U þýðir lierra (raunar
þýðir það líka frændi) og er not-
að við fullorðið fólk, sem hefur
komizt eitthvað áfram í lífinu
fram yfir aðra.
Heildsala ...
Vika mín.
Geturðu sagt okkur tveimur fá-
fróðum, hvort ekki þarf neitt sér-
stakt leyfi til að reka heildsölu.
Annar segir, að þetta geti hver
sem er, en ég segi, að til þess þurfi
sérstakt leyfi.
Tveir.
--------Það ku reyndar þurfa,
en það bendir vissulega fæst til
þess að svo sé.
NÝJUNG FRÁ
ORLAN E
P A R í S
Á meðfylgjandi mynd gefur að líta ný rannsóknatæki frá hinu
heimsfræga snyrtivörufyrirtæki ORLANE, París. Eru þau sér-
staklega smíðuð í þeim tilgangi að efnagreina húðina, svo hægt
sé að leiðbeina íólki um val á þeim fegrunarvörum, sem bezt eiga
við hverja húðtegund.
ORLANE hefur í þessum tilgangi sérhæft tugi af starfsliði sínu
í meðferð og notkun þessarra tækja, sem síðan eru sendir um
allan heim, til leiðbeiningar og hjálpar því fólki, sem annt er um
að halda fegurð sinni og ungu útliti.
Okkur er því sönn ánægja að tilkynna komu fegrunarsérfræð-
ingsins Mademoiselle LEROY til landsins í byrjun marzmánaðar.
Mun hún hafa með sér áðurnefnd tæki og verða til viðtals og leið-
beininga því fólki, sem óskar í verzlunum þeim, sem umboð hafa
fyrir ORLANE-snyrtivörur. Þess skal sérstaklega getið, að þjón-
usta þessi er viðskiptavinum algjörlega að kostnaðarlausu og tekur
meðalrannsókn á húðinni aðeins 2—3 mínútur.
Mademoiselle LEROY mun verða til viðtals á eftirtöldum
stöðum og tímum:
I verzl. OCULUS, Austurstræti, dagana 4. — 5. — 6. marz.
f verzl. STELLA, Bankastræti, dagana 7. - 8. — 9. marz.
I verzl. REGNBOGINN, Bankastr., dagana 11. — 12. — 13. marz.
I verzl. TÍBRÁ, Laugavegi, dagana 14. — 15. — 16. marz.
Einnig munum við leggja áherzlu á að viðskiptavinir vorir út
um land fái notið þessarar sérstöku þjónustu, og biðjum þá vinsam-
legast að snúa sér til umboðsmanna vorra á eftirtöldum stöðum
og láta skrifa sig niður, ef óskað er eftir rannsókn og leiðbein-
ingum. Mun sérfræðingur vor verða á ferðinni út um land dagana
18.—23. marz og verður auglýst um það nákvæmara síðar.
Umboðsmenn vorir út um land eru:
Akureyrar Apótek, Akureyri, Verzlunin Straumur, fsafirði,
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi, Kaupfélag Árnesinga, Sel-
fossi, Silfurbúðin, Vestmannaeyjum.
Við viljum biðja þá viðskiptavini vora, s»m ætla að notfæra
sér þjónustu þessa, að láta skrifa sig niður hjá umboðsmönnum
vorum, sem fyrst svo unnt verði að skipuleggja þessa þjónustu
sem bezt, (illum t.il hagsbóta.
O RLANE
P A R í S
VIKAN 6. tbl. — J