Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 28

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 28
En hann hélt áfram að gylla fyr- ir þeim framtíðina, ef þeir fylgdu honum. Hann hélt líka áfrgm að hóta þeim að afhjúpa þá fýrir umheim- inum, að láta dagbloðunum í té stolnu játningarnar. En brátt varð hann alveg einangraður. Meira að segja ráðsmennirnir, sem í upphafi höfðu stutt hann, drógu sig til baka og báðu prinsessuna um að taka sig aftur í sátt. Ben varð að horfast í augu við þá staðreynd, að hann hafði tapað. Svo var það einn morgun, að hann lét allar eigur fjölskyldunnar niður í einn af barnavögnunum, sem fsraelsmenn notuðu til þess að aka trúarritunum um og selja. Hann tróð eins miklu og hann kom fyrir af eintökum af The Flying Roll og ýmsum öðrum helgiritum þeirra ofan í með hinu dótinu og hélt svo af stað, með Mary og Hettie litlu þrammandi bak við sig, og gekk suður í gegnum Detroit. Nú var hann næstum félaus og stóð því í sömu sporum og þegar hann mörgum árum áður hafði hætt við heiðvirt flakk til þess að leika hlutverk predikarans. Þetta var sú stund í lífi hans, sem hann var næst því að gefast upp. Það var orðið niðamyrkur, þegar hann kom í út- jaðra borgarinnar. Þar ýtti hann loks vagninum í skjól við nokkra runna, dró upp teppi úr farangrin- um og breiddi úr því á jörðinni. „Hvert erum við að fara?“ spurði Mary uppburðarlítil. „Drottinn mun leiða okkur,“ svar- aði hann annars hugar. „En hvað eigum við að gera?“ „Guð mun sjá fyrir okkur. Verið ekki áhyggjufullir um líf yðar, hvað þér eigið að eta eða hvað þér eigið að drekka, ekki heldur um líkama yðar, hverju þér eigið að klæðast.| | Lítið til fugla himinsins, þeir sá; a ekki né uppskera og þeir safna ekki heldur í hlöður, og yðar himneski faðir fæðir þá, eruð þér ekki miklu fremri en þeir?“ „En hvað getum við ...?“ „Ó, þegiðu og farðu að sofa!“ svaraði hann hranalega. Þótt hann væri dauðþreyttur lá hann vakandi meiri hluta nætur og hugsaði um framtíðina. Það virt- ist vera um þrjár leiðir að velja. Hann gat haldið áfram að lýsa því yfir að hann væri spámaður og reyna að ná einhverju af sundur- leitum hópi ísraelsmanna í öðrum borgum á sitt band. Hann gat rakað af sér skeggið og klippt hárið og tekið upp sína fyrri iðju sem far- andprédikari. Hann gat líka hætt öllu slíku og fengið sér venjulega atvinnu. En þegar hann minntist daganna í kústaverksmiðjunni úti- lokaði hann í skyndi síðasta kost- inn. Þegar morgnaði hafði hann tekið ákvörðun. Hann ýtti barnavagnin- um á undan sér að næstu borg, þar fékk hann Mary og Hettie eins stór- an hlaða af trúarritum og þær gátu borið og sagði þeim að ganga dyr frá dyrum og bjóða þau fram. Næst eyddi hann hálfum deginum í að skoða myndir og málverk af Kristi í trúarritunum sínum og klippti svo af hári sínu og' skeggi svo að það líktist myndunum sem mest. Hon- um hafði tekizt að safna svolitlu af peningum meðan hann dvaldi í Guðshúsinu, og nú notaði hann þá alla til þess að fá sér nýjan alfatn- að — mjallahvítan. Hann keypti hvít föt og hvítan hatt, vesti og bindi, og meira að segja hvíta skó. Hann ætlaði að halda áfram að Leika hlutverk sjöunda himneska ;endiboðans. Hann ætlaði að gera sitt ýtrasta til að njóta sælu þess aimnaríkis á jörðu, sem hann hafði arðið að horfa upp á Mike Mills sitja einan að á stuttum valdaferli bans. 8. KAFLI. Það má segja, að íbúarnir í Fost- oria, Ohio, geti minnzt þess, þegar fjórði júlí kom í febrúar. Þann vet- ur varð sprenging í stórri flugelda- verksmiðju í útjaðri borgarinnar. Allt, sem sprungið gat, fuðraði upp með stórkostlegum ljósagangi og drunum, en þegar aftur var komin kyrrð á, mátti sjá nokkra tugi kol- brunninna líka innan um rústimar. Eitt þeirra var Hettie litla Purnell, aðeins sextán ára að aldri. Faðir hennar horfði á sprenging- una frá glugga hinnar nýbyggðu kirkju fsraelssafnaðarins í Fostoria. Töluverður fjöldi safnaðarmeðlima var á þeirri stundu að hópast inn í kirkjuna til að hlusta á sérmessu, en Ben var að velta því fyrir sér, hvernig hann ætti að orða tillögur, sem hann hafði í hyggju að leggja fyrir nokkra foreldra í söfnuðinum. Nokkrar kornungar stúlkur höfðu vakið athygli hans, og honum fannst nú tími til kominn að koma á fót svipaðri stofnun og Guðshúsið hans Mike Mills hafði verið, hér í þessu nýstofnaða ríki sínu. Þegar fyrsta sprengingin rauf kyrrð vetrarmorgunsins, vaknaði Ben upp af þessum hugleiðinguml' og gekk út að glugganum. Hannt starði út yfir snæviþakta akrana meðan drunurnar og skellirnir urðu tíðari og kröftugri svo að undir tók í jörðinni undir fótum hans. Allt í einu þutu alls konar flugeldar upp úr reykjarmekkinum, og him- inninn varð að marglitu eldhafi. Þetta stóð í nokkrar mínútur, en svo varð þögn og dökkur reykjar- mökkur huldi verksmiðjuna í fjarska. Ben fór að ganga hugsandi um gólf. Það væri hægt að leggja þetta út sem einhvern fyrirboða, lýsandi boðskap, og hann velti því lengi fyrir sér, hvernig hann gæti notað það sem uppistöðu í ræðuna, sem hann ætlaði að fara að flytja. Það voru sjálfsagt flestir af síðhærðum félögum hans, sem höfðu séð þetta af tröppum kirkjunnar, sem þeir höfðu byggt fyrir hann. Þrátt fyrir mikil heilabrot komst hann ekki að neinni niðurstöðu, og hann vissi að áheyrendur hans voru setztir og biðu hans. Loks ákvað hann að halda ræðuna, sem hann var þegar búinri að semja, og þar sem hann hafði valið heppilega kafla úr gömlum helgiritum ísraelsmanna. Hann athugaði útlit sitt nákvæm- lega, greiddi rauðgyllt skeggið og langt, liðað hárið, lagfærði hvítt bindið og vestið. Svo brosti hann rólega og engilblítt og gekk inn til hjarðar sinnar. Benjamin Franklin Purnell hafði ifarið víða á þeim átta árum, sem liðin voru síðan hann hafði verið Irekinn úr Detroit-söfnuðinum. Hon- 2g — VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.