Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 48

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 48
CjUepnsagan; LIYNDARDÓHUR (RAFARINNAR Hvar leynir eiturbyrlarinn ör- uggustu sönnuninni fyrir afbroti sínu — eiturflöskunni? Glæpa- annálarnir sýna og sanna að margir þeirra hafa sýnt hina mestu hug- vitsemi hvað það snertir, en engum þeirra hefur þó ef til vill dottið í hug jafn vandfundinn felustaður og ungversku eiturbyrlunni, maddömu Fazeka í smáborginni Nagyrev. En samt sem áður fannst þessi felu- staður þó — að vísu ekki fyrr en að mörgum árum liðnum — og þar með sannanirnar fyrir hinni hræði- legu sök hennar. Rættist þar sem oftar hið fornkveðna, að glæpur borgar sig aldrei. Þegar skotdrunurnar í fyrri heimsstyrjöldinni þrumuðu sem hæst, bar svo við að auðugur kaup- maður í Nagyrev andaðist úr sótt. Hafði hann tekið sóttina þá fyrir nokkrum vikum, mjög hæga í fyrstu, svo enginn hugði að væri um annað en meinlausan kvilla að ræða, en þyngdi smám saman. Eiginkona kaupmannsins fékk yfirsetukonuna í borginni, maddömu Fazeka, til þess að hjúkra honum í veikindunum, en yfirsetukonan hafði verið tíður gestur á heimili kaupmannshjón- anna frá því er hún tók við embætti sínu og settist að í borginni — eink- um virtist kaupmannsfrúin hafa mikið dálæti og álit á henni. Þótti borgarbúum það þó með ólíkind- um, þar sem yfirsetukonan var hrjúf og harðýðgisleg í framkomu allri, og gersneidd öllum kvenlegum yndisþokka. Fór þar og saman fram- koman og útlitið, því að hún var stórvaxin og stórskorin, andlitið breitt og mikil kinnbeinin, ennið lágt, augun tinnudökk og óþægilega starandi. Andlát kaupmannsins kom borg- arbúum yfirleitt mjög á óvart, enda þótt frétzt hefði að hann væri krank- ur nokkuð, en hvað um það, hann var látinn, og greftraður síðan, þegar hann hafði staðið uppi í nokkra daga — en ekki höfðu aðrir séð líkið en eiginkona hins látna og Fazeka, yfirsetukonan. Erfis- drykkjan var hin rausnarlegasta eins og vænta mátti, þegar svo auð- ug fjölskylda og mikilsmetin átti hlut að máli; voru ekki eingöngu boðnir til hennar allir vinir og venzlamenn, heldur allir borgarbú- ar. Engu að síður var eitthvað ó- hugnanlegt við þessa jarðarför, um- fram það sem gerist og gengur við jarðarfarir almennt; hin skuggalega og fráhrindandi yfirsetukona hélt sig stöðugt við hlið hinni syrgjandi kaupmannsfrú, og kom ekki aðeins í veg fyrir að jarðarfarargestirnir yfirleitt gætu náð af h'enni tali, heldur sá hún og svo um að nánustu fjölskylduvinir og ættingjar hins látna áttu þess engan kost að ræða við hana. Einhverra hluta ' vegna höfðu jarðarfarargestir það einnig á tilfinningunni, að grátur kaup- mannsfrúarinnar við gröfina væri Púðiim §em nuddar eðan þér hvílist JOMI NUDD-PÚÐINN NUDDAR MEÐ TITRINGI, SEM NÆR í GEGNUM FÖTIN OG INN í yÖÐVAYEFINA. JOMI-PÚÐINN VINNUR GEGN ÞREYTU OG KÖLDUM FÓTUM. J O MI - púðinn er klæddur plasti með rennilás, þannig að það má taka af og þvo. JOMI NUDD-PÚÐINN ER ÓMISSANDI FYRIR KONUR SEM KARLA. JOMI-NUDDTÆKIÐ nuddar einnig með titringi. Tækinu fylgja sex mismunandi stykki til nudds auk faliegrar tösku. NOTIÐ JOME NUDDTÆKIÐ TIL AÐ AUKA FEGURÐ YÐAR OG VELLÍÐAN. FIMM ÁRA ÁBYRGÐ. Borgarfell hf. Laugavegi 18. - Sími 11372. — VIKAN 6. tbl. ATH.: JOMI HÁFJALLASÓLIN KEM- UR í ÞESSUM MÁNUÐI, ÓDÝR OG FYRIRFERÐAR- LÍTIL.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.