Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 40

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 40
GÓÐIR FUNDARMENN! Örlög þjóöar geta oltið á kunnáttu yðar og þekkingu í fé- lagsmálum. — Sérhver borgari lýðræðisþjóðíélags þarfn- ast staðgóðrar kunnáttu í fundarstjórn og fundarreglum. BRÉFASKÖLI SÍS býður yður námskeið í FUNDARSTJÓRN og FUNDARREGLUM, 3 bréf — kennari Eiríkur Pálsson, lögfræöingur. Námsgjald kr. 200,00. Notið tækifærið strax. Útfyllið seöilinn hér til hliðar og sendið hann til BRÉFASKÖLA SlS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Innritum allt árið — BRÉFASKÓLI SÍS Ég undirrifaður óska að gerast nemandi í: Fundarstjórn og fundarreglum Vinsamlegast sendið gegn póstkröfu. Greiðsla hjálögð kr Heimilisfang Skynsemishjónaband Framhakl af bls. 11. lega, en bar fötin vel. Hann var hár og kom það sér vel, því að hún var einn sjötíu og fimm á hæð og horfði því beint í augu hans, þegar hún var á háum hælum. Hún hélt að það hefði verið það, hve Carla var smá- vaxin, sem hafði dregið hann að henni. Hann stanzaði og brosti óstyrkur. — Er ég með blett á nefinu, eða hvað? Þú starir á mig. Hann kyssti hana laust á nefbroddinn. — Þú ert þreytuleg. Við skulum fá okkur eitt sherryglas. Hún elti hann inn í borðstofuna og talaði við hann á meðan. — Laurie, veiztu að Carla er komin hingað til bæjarins? Rödd hennar var eðlileg, fannst henni sjálfri. Hann sneri sér hægt við og rétti henni vínglasið. — Já, hún kom til þess að tala við mig í morgun. Hann tók undir handlegg hennar og leiddi hana út í garðinn. f gegnum trén — VIKAN 6. thl. gátu þau séð ljósin frá bænum, eny ljósið úr gluggunum lýsti þeim. Þetta var heitt kvöld og þau settust í garðstólana. — Ég veit ekki öll smáatriðin enn- þá, en Carla þarf á lögfræðingi að halda, eða svo virðist vera. Laurie dreypti á víninu, en leit ekki á hana. — Mér fyndist það nú tillitssam- ara að snúa sér til annars lögfræð- ings, sagði Trudie og hún var stolt af því, að engrar illkvittni gætti í rómnum. — Það var Simmons, fulltrúi föð- ur míns, sem tók á móti beiðni henn- ar, en þar sem faðir minn er fjar- verandi, verð ég að taka málið. Nú, já ... hann drakk úr glasinu ... fólk fær þá eitthvað til að tala um. Hvernig vissirðu að Carla var kom- in? — Einn af viðskiptavinunum sagði mér það. Ég held að ég fari að hátta, ég er svo þreytt. — Ég ætla bara að líta á blaðið, svo kem ég líka. f myrkrinu í svefnherberginu jjsagði Trudie allt í einu. — Jæja, þetta skiptir okkur engu ... ég meina, þótt Carla sé komin. Við erum bæði fullorðin, og kunnum að taka hlutunum. — Auðvitað ... umlaði Laurie. — Góða nótt, elskan. Trudie sá Laurie sjaldan næstu daga, rétt á morgnana og síðast á kvöldin. Hann var búinn að segja henni það fyrirfram, að hann mundi verða önnum kafinn. Hann sagði Trudie, að hann hefði talað við Cörlu, en ekki um hvað, því að hann talaði aldrei um viðskiptavini sína heima. En dagblað bæjarins var ekki eins fámált. „Þekktur íbúi bæjarins yfir- gefur milljóneraeiginmann ... stóð í fyrirsögninni. — Er þetta satt? Trudie ýtti blað- inu til Laurie. Hann hafði komið seint heim eins og venjulega, með fulla skjalatösku undir hendinni. Hann leit ekki á blaðið, heldur_ beint á hana og blá augu hans vor' sviplaus.Eina táknið um geðshrær ingu var æðin, sem barðist undir brúnni húðinni á gagnaugunum. — Er hún að skilja við Philip? ■—- Þetta sorpblað getur sjálfsagt frætt þig meira um það en ég. Það hafði aldrei komið fyrir áður, að Laurie talaði í þessum tón til henn- ar og það reif hana út úr sinnu- leysinu. — Laurie ... hún gekk til hans, en þegar hún sá svip hans, stanzaði hún. Hún hafði ætlað að spyrja hann, hvort þetta breytti nokkru þeirra á milli, en hætti við það, því að augsýnilega breytti þetta ein- hverju fyrir hann. Hann hlaut að elska Cörlu ennþá. En hún sjálf? Nú mundi Philip einnig verða frjáls. En þá rann sann- leikurinn upp fyrir henni, og henni varð svo mikið um það, að hún hafði næstum veinað upp. Hún elsk- a3i manninn sinn. Trudie hljóp upp í herbergið sitt. Þó að hjónabandið hefði verið byggt á gagnkvæmri vináttu og félagsskap, var það ekki platoniskt. Þau fundu huggun hvort í annars örmum. En eitt höfðu þau verið sammála um — þau ætluðu ekki að eignast barn, ekki fyrr en skuggar fortíðarinnar væru að fullu horfnir. — Mér finnst skilnaður ekki koma til greina þar sem börn eru, hafði Laurie sagt, og Trudie var honum sammála. Þegar Trudie lá þarna í rúminu án þess að geta sofnað, vissi hún að sú ánægja, sem hún áður hafði fundið til, var horfin. Hún elskaði Laurie, en hann elskaði Cörlu, og hún mundi aldrei framar geta orðið hamingjusöm í faðmi hans. Laurie fann, að hún dró sig frá honum og hann sneri sér við bitur og særður. En næsta morgun kom hann glað- legur út úr baðherberginu, og Trud- ie reyndi að brosa meðan þau töluðu um hitt og þetta eins og venjulega. En þau litu ekki hvort á annað, og hann virtist vera feginn að kom- ast af stað. Það vildi svo til, að þekktur tízku- frömuður var staddur í bænum á sama tíma og Trudie ætlaði að hafa sýningu á nýrri hártízku, svo að þáð var ákveðið, að þau héldu sýningu saman til styrktar líknarstofnunum. Þau höfðu tekið á leigu stærsta sal bæjarins og fremsta kona bæjarins hafði lofað að vera viðstödd opnun- ina. Trudie fékk með þessu gilda af- sökun fyrir að koma ekki heim fyrr en eftir háttatíma, og Laurie flutti inn í gestaherbergið til þess að trufla hana ekki. Sviðið var tilbúið, hugs- aði hún, fyrir síðasta þátt hjóna- bandsins. Hún var önnum kafin frá morgni til kvölds og skrifstofan var full af teikningum. Hún kallaði nýju hár- greiðslurnar sínar „Golden Glory“ og litirnir voru allt frá dökkkastan- íubrúnu upp í ljósasta gulllit. Kjóll- inn„ sem hún ætlaði sjálf að bera við opnunina, var úr ferskjulituðu flaueli og var teiknaður af tízku- kónginum, sem hélt sýninguna með henni. Kjóllinn dró vel fram háan og grannan vöxt hennar og gullna húð. Salurinn var fullur af háværum konum í fallegum og áberandi föt- um. Allar helztu konur bæjarins voru viðstaddar, og þegar Trudie gekk upp að gylta borðinu og tók hátalarann, var klappað. Hún litað- iist um í salnum og brosti til nokk- urra viðskiptavina sinna. — Við höfum þá ánægju, að sýna ykkur

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.