Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 49

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 49
uppgerð ein, og greip það þá ónota- lega. Samkvæmt erfðaskrá hins látna gengu allar eignir hans og auður til eiginkonu hans. Ekki fækkaði heimsóknum yfirsetukonunnar á kaupmannsheimilið að honum látn- um; mátti nú kalla að maddama Fazeka og ekkjan væru óaðskiljan- legar, og brátt þóttust borgarbúar komast að raun um, að það væri ekki kaupmannsekkjan, heldur yf- irsetukonan, sem öllu réði um rekst- ur fyrirtækja hins látna og hefði umsjón með öllu því, er áður var hans. Á þessu fengu einkum skuldu- nautar verzlunarinnar að keiina; allar skuldir voru innheimtar misk- unnarlaust og hart eftir gengið, og öllu starfsfólki verzlunarinnar stjórnað af harðýðgi og strangleika. Og nú gerðist það, að orðrómur- inn komst á kreik — kaupmaðurinn hefði ekki dáið eðlilegum dauðdaga. Hvers vegna hafði ekki læknir ver- ið sóttur til hans? Hvers vegna var yfirsetukonan látin ein um að hjúkra honum og annast hann? Það var meira að segja haft eftir vinnu- konunum, að þeim hefði ekki verið með öllu grunlaust um að yfirsetu- konan mundi hafa laumað ein- hverju, miður hollu, saman við lyf hans. Dag nokkurn barst svo lögreglu- stjóra umdæmisins nafnlaust bréf, þar sem því var beinlínis haldið fram, að maddama Fazeka hefði myrt kaupmanninn — byrlað hon- um eitur. Það er að vísu ekki ný bóla að lögregluyfirvöldum berist nafnlaust bréf, venjulega eru þau skrifuð af geðbiluðu fólki, sem vill koma fram hefndum við einhverja, sem það hyggur sér fjandsamlega. Það var því ekkert einkennilegt við það, þótt lögreglustjórinn fleygði þessu nafnlausa bréfi í pappírskörf- una eftir lauslega athugun, og hefð- ist ekki frekar að í málinu. Hann óraði að sjálfsögðu ekki fyrir því, hversu furðulega hluti rannsókn þess mundi hafa leitt í ljós. Eftir um það bil eitt ár lézt ann- ar auðugur maður í borginni — og nú hlaut orðrómurinn byr undir báða vængi, því að þetta dauðsfall þótti ekki heldur hafa orðið með eðlilegum hætti. Maddama Fazeka var einnig góðvinur þeirrar fjöl- skyldu og hafði um langt skeið ver- ið heimagangur í húsi hins látna, og enn virtist jarðarfarargestum sem hún hefði náð einhverju dular- fullu valdi yfir ekkjunni. Kom loks að því ,að grunur þessi var ekki lengur hafður í lágmæli, og orð- rómurinn barst jafnvel yfirsetukon- unni til eyrna. Hún lét raunar sem hún heyrði hann ekki — en eftir nokkra daga gerðist það, að sá sem mest hafði um þetta rætt og þótzt manna vissastur um sök maddömu Fazeka, lézt skyndilega. Og það dugði henni. Eftir það þorði ekki nokkur lifandi maður í borginni á þessi mál að minnast, það var ekki að vita hver yrði þá næstur í gröfina. Þannig liðu ár og dagar. Lög- reglustjóra umdæmisins bárust að vísu öðru hverju nafnlaus bréf, þar sem athygli hans var beint að dular- fullum dauðsföllum, sem sífellt fór fjölgandi í borginni, og maddömu Fazeku um kennt — og það ekki á neinu rósamáli. Einu sinni eða tvisv- ar hóf lögreglan og einhverja eftir- grennslan, og þó helzt til mála- mynda, enda bar það engan árang- ur, því að enginn þóttist vita neitt eða hafa nokkuð heyrt, og svo var frekari rannsókn látin niður falla. Lögreglan virðist ekki hafa vitað neitt um það, að maddama Fazeka hafði bundið tungu hvers manns í borginni ógn og skelfingu með at- ferli sínu. Árið 1929 fundu fiskimenn nokkr- ir lík á reki í mynni fljótsins Tiza. Þeir gerðu lögreglunni viðvart, og þegar læknisskoðun þótti leiða í ljós að ekki hefði verið um drukkn- un að ræða, var lík konunnar kruf- ið. Krufningin leiddi í ljós að konan hafði látizt af blásýrueitrun. Þegar svo lögreglan fór á stúfana, komst hún að raun um að konan myrta hafði verið náin vinkona yfirsetukonunnar, maddömu Fazeku, og þá fór lögreglustjórinn að ranka við sér. Nú minntist hann allra nafnlausu bréfanna, sem bent höfðu á yfirsetukonuna sem morðingja; hann yfirheyrði hana gaumgæfilega, en hún harðneitaði að hún hefði nokkra vitneskju um þetta morð eða önnur. Ekki var heldur unnt að koma með neinar sannanir gegn henni á þessu stigi málsins, en nú brá hins vegar svo við, að margir gerðust til þess að veita lögreglunni ýmsar athyglisverðar upplýsingar; það var eins og fólk fyndi það á sér, að ógnarvald Fazeka væri nú brotið á bak aftur og óttaðist hana ekki lenguc. Að öllum þeim upp- lýsingum fengnum, úrskurðaði lög- reglustjórinn, að kaupmaðurinn skyldi grafinn upp og leifar hans rannsakaðar, en hann hafði þá legið í hartnær tíu ár í gróf sinni. Sú rannsókn staðfesti það, sem orðrómurinn hafði haldið fram; kaupmaðurinn hafði látizt af eitur- byrlun, og mátti enn finna greini- lega blásýruverkan í beinunum. Raunar þurfti þeirrar rannsóknar ekki við; lögreglan fann óvefengj- anlegasta sönnunargagnið um leið og hún opnaði líkkistu hans. Mad- dama Fazeka hafð einfaldlega falið flöskuna undan blásýrunni í lík- kistunni. Það var að sjálfsögðu sá felustaður, þar sem þess sönnunar- gagns mundi sízt og síðast leitað. Og hvernig í ósköpunum átti yfir- setukonunni að geta komið það til hugar, að lögreglan færi að grafa upp kistuna og snuðra í henni að tíu árum liðnum. Lögregluþjónarnir voru tafarlaust sendir út af örkinni með handtöku- skipunina, en maddama Fazeka, sem mun hafa fengið einhverja nasasjón af uppgreftinum, og þá vitanlega gengið út frá því sem gefnu að flask- an hlyti að finnast í líkkistunni, hafði orðið lögreglunni fyrrri til. Hún lá dauð í híbýlum sínum þegar að var komið. Kg!Su cfeaUMufélnN Draumspnkur maður ræður drauma fyrir lesendur Vikunnar. Kæri Draumráðandi. Mig langar til að biðja þig að ráða fyrir mig draum sem mig dreymdi fyrir nokkru. Mér fannst ég vera stödd í stiganum heima hjá mér, en ég bý í fjölbýlishúsi. Mér fannst strákur sem ég er mjög hrif- in af, vera staddur þarna líka. Mér fannst ég vera með fléttur, ekki mjög langar, og með öryggishjálm á höfðinu. Á pallinum fyrir ofan mig fannst mér presturinn, sem fermdi mig standa, og hjálparmaður hans, sem ég þekki mjög vel. Svo finnst mér presturinn koma og rétta mér hálfa ölflösku með röri í, en ég var á báðum áttum hvort ég ætti að drekka það, því að ég vissi ekki hvort hann hefði verið að gefa mér þetta eða biðja mig að geyma það, því að hann sagði ekki neitt. Svo fannst mér hjálparmaðurinn koma til stráksins og rétta honum fulla ölflösku með röri í. Þá vakn- aði ég. Með fyrirfram þökk. S. Svar til S.: Ýmislegt er athyglisvert í þessum draumi. T. d. athöfn sú er presturinn framkvæmdi, er hann rétti ykkur ölflöskurnar. Eftir því mætti ætla að' eitthvað talsvert myndi verða á milli ykkar og þar sem prestur kemur við sögu, þá mætti ætla að það gæti orðið varanlegt samneyti og samband. Hins vegar er mjög athyglisvert einnig, að hann skyldi ekki mæla nein orð meðan á athöfn þessari stóð, en það gæti bent til þess að hann hafi ekki viljað hafa áhrif á gerðir ykkar eða aðrir og frum- kvæðið lægi í hendi þinni. Hjálmurinn á höfði þér bendir til öryggis. Kæri draumráðandi. Mig dreymdi að ég fékk sendingu, sem í var lampi, en ég tók hann ekki upp. Það voru boð með að þetta væri frá enskri konu og ætti það að vera fyrir það sem ég hefði verið syni hennar, sem var hér her- maður 1940, (En ég kynntist hon- um lítið, var hrædd við ástandið) og að hann hefði farizt í stríðinu. Hvernig ræður þú þennan draum? Með fyrirfram þökk. Sóley. Svar til Sóleyjar: Draumur þessi bendir til að þér muni bjóðast gott atvinnulegt tækifæri, seni þú hins vegar not- færir þér ekki. Lampinn í þessu tilfelli er tákn atvinnutilboðs eða einhvers sérstaklega hagstæðs tækifæris, sem svo virðist að þú M VIKAN 6. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.