Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 37

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 37
VIKU klúbburinn Klúbbblað fyrir börn og unglinga. Ritstjóri: Jón Pálsson. Liðugur snáði Negrastrákurinn Tomrai er fæddur loftfimleikamaður, þ. e. a. s. með þinni aðstoð. Gerðu hann úr stífum pappa, eða þunnum krossviði. Teiknaðu skrokkinn, handleggi og fætur, í gegn um kalkipappír. Skrokk og handleggi málar þú brúnt, en túrban og buxur, með skrautlegum litum. Tengdu fætur og handleggi við skrokkinn, með sterku bandi í gegn um götin og gerðu hnút beggja vegna (mynd A). Gerðu svo stoðirnar tvær (ca. 25 cm langar) með slá á milli. Efst á stoðunum eru tvö göt, snúra dregin í gegn um þau og bæði götin á handleggjunum (mynd B). Taktu svo um stoðirnar neðst og þrýstu þeim ýmist saman eða slak- aðu á og Tommi gerir hinar furðulegustu listir, afturábak og áfram, eða stendur á höfði. KLÚBBARNIR III LÖG OG REGLUR ITRUNAÐI Við segjum oft: „Ég sá það með mínum eigin augum,“ en getum við alltaf treyst augum okkar — eða eyrum? Erum við ekki, stundum helzt til fljót að láta uppi álit okkar á einu eða öðru, sem við —- á andartaki — sáum eða heyrð- um? Lítum snöggvast á riðaða jóla- pokann hérna (hann varð að deilu- efni um síðustu jól), fijótt á litið virðist hvíta lengjan greinilega stærri en sú svarta. En ef við beit- um athygli okkar og rólegri íhugun, kemur annað í ljós. Jólapokinn er gerður úr tveim, nákvæmlega jafn- stórum lengjum. Þetta er gott að hafa í huga, þeg- ar við segjum álit okkar á hlut- unum. Stundum hafa menn séð eftir því ævilangt, að segja í FLJÓT- RÆÐI: „Ég sá það, með mínum eigin augum.“ TVÖ NÝ FRÍMERKI í£3 Tvö ný frímerki koma út 20. febrúar n. k. Tilefnið er: Þjóðminjasafn íslands er 100 ára, stofnað 24. febrúar 1863. Sigurður Guðmundsson málari (1833—1874) var frumkvöðull að stofnun safnsins og forstöðumaður þess, fyrstu 11 árin. Hann var mikill hugsjóna- maður, en starf hans í þágu safnsins og fornfræðinnar mun lengst halda nafni hans á lofti. Myndin á 4 kr. merkinu er gerð eftir málverki (sjálfs- mynd) Sigurðar. — Á 5,50 merkinu er sýndur hluti af myndskurði kirkju- hurðarinnar frá Valþjófsstað; Riddarinn vegur drekann og frelsar ljónið úr klóm hans. — Þetta listaverk, frá því um 1200, er nú í Þjóðminja- safni íslands. 1. gr. Klúbburinn heitir 2. gr. Meðlimir geta orðið, ungl- ingar ...... til ...... ára. (í 3. gr. skal skýra frá viðfangs- efnum klúbbsins og tilgangi. Ef t. d. er um frímerkjaklúbb að ræða, gæti greinin verið á þessa leið): 3. gr. Tilgangur klúbbsins er: Að kenna á fundum undirstöðuat- riði frímerkjasöfnunar, uppsetningu safna og annað sem söfnurum má að gagni verða. Að aðstoða meðlimi, við útvegun merkja, við frímerkjaskipti, — og annast sameiginleg innkaup t. d. á nauðsynlegum tækjum, fyrsta dags merkjum o. fl. Að kaupa frímerkjaverðlista og tímarit um frímerki, til afnota á fundum og til útlána. (Ef um al- mennan tómstundaklúbb er að ræða, með tilgreindum vetrar- eða sumarverkefnum, gæti framhald 3. gr. verið á þessa leið): Að veita fræðslu um þau áhuga- mál, sem klúbburinn vinnur að. Að skapa sem bezt skilyrði til starfa á fundum, eða í sérstökum föndurflokkum og útvega leiðbein- endur ef með þarf. Að kaupa tæki og annað, til af- nota í klúbbnum, sem einstökum meðlimum er ofviða að kaupa. 4. gr. Klúbburinn heldur ..... fundi í mánuði, á........dögum. 5. gr. Stjórn skipa minnzt 3 menn: Formaður, er stjórnar fundum. Rit- ari, er skráir fundargerðir og gerir skrá yfir alla meðlimi. Gjaldkeri, er skrásetur allar tekjur og gjöld, 1. tekur á móti félagsgjöldum, sem skulu vera kr............á mánuði og greiðir reikninga, sem formaður hefur áritað. 6. gr. Aðalfund skal halda í ..........mánuði, ár hvert. Verkefni aðalfundar: 1. Skýrsla formanns, um störf á iiðnu ári. 2. Skýrsla gjaldkera, borin undir atkvæði. 3. Kosin ný stjórn. 4. Lagabreytingar, ef með þarf. 5. Önnur mál. Aðalfund skal boða skriflega, með viku fyrirvara. Einfaldur meiri- hluti ræður úrslitum mála. Fundarreglur: Formaður setur fund, en getur skipað fundarstjóra. 2. Ritari les síðustu fundargerð og hún borin undir atkvæði. 3. Á umræðufundi skal ræðumaður biðja formann um orðið og skal einn tala í einu. 4. Ef tillaga kemur fram, skal ræða hana. Að því loknu biður for- maður þá, sem eru henni sam- þykkir að rétta upp hönd og síð- an þá sem á móti kunna að vera. 5. Nefndir, sem eiga að starfa milli funda, eru ýmist kosnar, að fengnum tillögum, eða formað- ur skipar í þær. 6. Meðlimir skulu mæta vel á fundum og stuðla að árangurs- ríku samstarfi, með prúðmann- legri framkomu og löghlýðni. f næsta blaði: Félagsskírteini, félagsmerki o. fl. VIKAN 6. tbl. — 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.