Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 46

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 46
Clara .. . Það er eitthvert ólag á baðvatnsleiðslunni . .. Við verðum að koma ryksugunni í viðgerð ... Og svo var það þvottakonan. Síðan frú Rupp var sagt upp starfinu, þar sem hún reyndist ófróm, voru alltaf vandræði með þvottakonurnar. Það leit út fyrir að hún hefði verið ein um það, að blanda ekki klór í þvottavatnið, til að spara sér erfiði — en nú hafði hún játað á sig, að hún hefði blandað rottueitri í súp- una, og landsyfirréttardómarinn mundi dæma hana seka um morð .. . Síminn hringdi fjórum sinnum þennan dag. Fyrst var það vinur Veroniku. Veronika átti fínan herra fyrir vin, sem vann í skrifstofu, og hringdi til hennar, þegar hann hafði ekkert sérstakt fyrir stafni. Næst var það landsyfirréttardómarinn, sem tilkynnti að réttarhöldin mundu dragast nokkuð fram á kvöldið — og rödd hans var hás. í þriðja skiptið var það bálreið frú, sem hafði fengið skakkt númer. Og í hvert skipti, sem síminn hringdi, varð Evelyn gripin svo sterkri eftirvæntingu, að hún mundi hafa svarað sjálf, ef hún hefði þorað að brjóta þannig í bág við allar siðareglur á heimilinu. Það var tekið að rökkva, þegar síminn hringdi í fjórða skiptið. Veronika strunzaði fram ganginn til að svara. Evelyn brosti að sjálfri sér. „Það tala víst einar þrjár mann- eskjur í einu, og ég skil ekki stakt orð ...“ kallaði Veronika, bersýni- lega móðguð. Hjarta Evelyn hætti að slá ... bókstaflega hætti að slá nokkur andartök. „Ég skal koma,“ heyrði hún sjálfa sig segja og síðan gekk hún, hálfmeðvitundarlaus, fram ganginn. Hún mætti fóstrunni. „Clara verð- ur að fá nýja sokka,“ sagði hún. Evelyn svaraði henni ekki, en tók talnemann. Fóstran nam staðar hjá henni og svipur hennar sýndi að hún krafðist svars og að hún hafði ekki í hyggju að hreyfa sig, fyrr en hún hafði fengið það, og Evelyn beðið hana afsökunar. Það var há og hvell kvenmanns- rödd, sem talaði á frönsku. Svo tók þýzk símastúlka við, tilkynnti hranalega að það væri hraðsamtal frá París við frú Droste; spurði því næst hvort hún væri við. „Já,“ stundi Evelyn og varð svo máttvana í hnjánum, að hún varð að fá sér sæti. „Halló ...“ var kallað karlmanns- röddu, sem Evelyn þekki ekki fyrst í stað sem rödd Franks. Hún leit biðjandi augum á fóstruna, sem hreyfði sig ekki úr sporunum. En svo var eins og hún minntist þess allt í einu, að það sæmdi henni ekki sem liðsforingjadóttir að standa á hleri, enda þótt hún ætti kröfu á því, stöðu sinnar vegna, að henni væri tafarlaust svarað, þegar hún spurði einhvers. „Er það Frank?“ hvíslaði Evelyn. „Evelyn?“ kallaði Frank. „Já,“ svaraði hún á þýzku. „Ertu ein?“ spurði hann. Hann talaði á frönsku, og það vakti með henni þann grun, að ef til vill væri þetta allt einhver fáránlegur mis- skilningur. En svo brosti hún að þessum grun; hún hafði gaman af að tala frönsku og átti auðveldara með hana en enskuna. „Nei ... bíddu við ... Jú ...“ svaraði hún, því að fóstran hvarf í sömu svifum inn um dyrnar á barnaherberginu og lokaði þeim á eftir sér. Og síðan heyrði hún hann segja í símann einmitt allt það, sem hún hafði gert sér í hugarlund í sínum fjarstæðukendustu draumum. Það lét henni í eyrum eins og ástarsöng- ur. Hún hefði aldrei trúað því, að Frank ætti það til að tala þannig. Og þegar hann tók sér málhvíld, gerði hún aðeins að hlusta, en sagði ekki neitt. „Fékkstu blómin frá mér?“ „Já,“ svaraði hún. „Þakka þér fyrir.“ „Elskarðu mig, Evelyn?" spurði hann. Henni fannst svo óþarft af honum að spyrja, að hún svaraði ekki. Nú tók hann enn til máls, hún skyldi ekki fyrstu orðin, en svo varð henni ljóst til hvers hann ætlaðist af henni. Hún kólnaði upp; varð svo mikið um það, sem hann fór fram á við hana, að hún megnaði ekki að koma upp neinu orði. Ég verð að taka á öllu, sem ég á til, svo að ekki líði yfir mig, hugsaði hún. Frank talaði enn. Rödd hans hljómaði í eyrum hennar. Þetta var svo ótrúlegt, en þó um leið svo sjálf- sagt. „Ég kem,“ sagði hún. „Ég kem,“ endurtók hún. Svo skildi hún ekki hvað hann sagði, því að franska símastúlkan blandaði sér í samtalið, og ótal raddir blönduðust allt í einu í einn hrærigraut í hlustum henn- ar. Loks sá hún að þýðingarlaust var að bíða lengur og lagði talnem- ann á. Hún hélt rakleitt inn í svefnher- bergið; þar var orðið myrkt og nokkra hríð sat hún á rekkju sinni og hugsaði málið. Svo gekk hún aftur fram á ganginn, tók símann og hringdi til Maríönnu. „Þú verður að koma á stundinni, Maríanna," sagði hún um leið og Maríanna svaraði. „Er kviknað í húsinu, eða hvað?“ spurði Maríanna. „Komdu heldur í kvikmyndahús með mér.“ „Nei, þú verður að koma tafar- laust.“ „Hvað er að? Þú ert vonandi ekki veik?“ spurði Maríanna með á- hyggjuhreim. „Nei, en þú verður að koma ...“ Það varð andartaks þögn. „Ég verð komin eftir hálftíma . . .“ Maríanna brást aldrei trausti manns. Evelyn gekk aftur inn í svefnherbergið, settist á rekkjuna og beið. Hún hafði ekki kveikt, þegar Maríanna kom inn, og það var ekki önnur birta í herberginu en frá götul j óskerunum. „Hefur liðið yfir þig?“ spurði Maríanna. „Heyrðu mig,“ sagði Evelyn. „Þú verður að hjálpa mér. Ég treysti á þig ...“ „Þetta lætur í eyrum líkt og til- vitnun í Schiller. Hvers vegna ertu allt í einu orðin svo hátíðleg í orða- vali?“ spurði Maríanna glettnislega. En hún settist samt við hlið Evelyn á rekkjustokkinn og lagði arminn um herðar henni. „Það er um líf mitt eða dauða að tefla,“ mælti Evelyn. „Annars mundi mér ekki heldur koma til hugar að ætlast til slíks af þér ...“ Hún talaði skýrt, en eilítið hærra en hún átti vanda til. Á tuttugu mínútum hafði hún hugsað þetta allt og skipulagt. Maríanna skemmti sér konunglega. Hún titraði bókstaf- lega af hlátri. „Ég verð að fara, og Kurt má ekki komast að því,“ sagði Evelyn. Maríanna hætti að hlæja. Þetta var þá meiri alvara, en hana hafði grunað. „Fara? Ein? Og hvert?“ spurði hún lágt. „Já. Þú verður að bjóða mér með þér til Geltow, og við verðum að fara þangað strax í kvöld. Það er að segja — Kurt verður að halda, að ég fari þangað með þér. Skilurðu mig?“ „Já,“ svaraði Maríanna eftir and- artaks þögn. „Jú, ég skal gera það. Og ég skal sjá svo um að hann fái ekki grun um neitt annað.“ Og svo bætti hún við. „En hvert ætlarðu þá í raun og veru?“ „Ég ætla að skreppa til Parísar," mælti Evelyn hikandi. „Ég ek þér þá á stöðina kl. 22:45,“ sagði Maríanna. „Hefurðu svefn- klefa?“ Evelyn hafði aldrei ferðazt ein síns liðs. Hún leit þakkaraugum á Maríönnu, sem alls staðar var með á nótunum og alltaf vissi ráð. „Þú vilt víst ekki segja mér hvern þú ætlar að hitta í París?“ spurði Maríanna. „Nei, vina mín . ..“ „En ég má reyna að geta ...“ Evelyn yppti öxlum. Og allt í einu vafði Maríanna hana örmum og kyssti hana á ennið. „Það hefur gengið þetta langt ...“ mælti hún lágt. Framhald í næsta blaði. Konungur kvennabúrsins Framhald af bls. 29. lega að dyrum. Allir litu fram og Ben flýtti sér fram kirkjugólfið. „Herra Purnell?“ Lögregluþjónn í einkennisbúningi stóð við dyrnar, stór maður, sem ók sér vandræða- lega þegar hann sá alla þessa síð- skeggjuðu og hárprúðu menn. „Já,“ svaraði Ben stuttur í spuna. „Hvað viljið þér?“ „Þér hafið sjálfsagt séð spreng- inguna. Það fórust nokkrir menn — já, dóttir yðar var ein af þeim.“ Ben Purnell stóð grafkyrr og án svipbrigða og reyndi af öllum mætti að hugsa. Þegar hann horfði á sprenginguna, hafði hann verið með hugann allan við ræðuna og hafði steingleymt Hettie. Hann heyrði Mary veina upp bak við sig og þeg- ar hann sneri sér við, sá hann þegna sína stara á sig með undrunarsvip. Allt í einu vissi hann hvað var að. Hann hafði lofað öllum eilífu lífi, sem trúðu á hann. Hvenær sem fsraelsmaður hafði dáið á þessum slóðum, hafði hann afneitað honum og sagt að hinn dáni hefði efazt um spámanninn og óhlýðnazt hon- um. Einn af mörgum einkennileg- um siðum, sem hann hafði komið á í söfnuðinum, var sá, að engin útfararathöfn fór fram. Það lá því í augum uppi, að söfnuðurinn furð- aði sig á því, að dóttir sjálfs spá- mannsins skyldi deyja. Þarna var hann kominn í laglega klípu, en hann sneri sér snöggt við og horfði á lögreglumanninn. „Þér þurfið að koma og sækja líkið,“ sagði lögregluþjónninn sam- úðarfullur. Ben hristi höfuðið og engin svip- brigði sáust á andliti hans. „Lík dóttur yðar,“ endurtók hann undrandi. Ben dró andann djúpt. „Ég á enga dóttur!" tilkynnti hann skýrt og kuldalega. „Dóttir yðar, Hettie.“ Maðurinn varð enn vandræðalegri. „Hettie Purnell." „Ég á enga dóttur," sagði Ben aftur ákveðinn. „Skiljið þér mig ekki? Dóttir yð- ar fórst, hún er dáin. Nú verðið þér — VIKAN 6. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.