Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 42

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 42
Fjársjóður hr. Brishers. Framhald af bls. 17. sitt eigið hús .. . fengu það hjá byggingafélaginu .. . ódýrt af því að náunginn, sem átti það áður, var þjófur ... í fangelsi ... Og þau höfðu nokkuð af landi með .. og nokkra kofa og tekjur af því . .. góðir kofar . .. þeir voru hlýir og góðir . .. Ég skal segja þér, ég var áfram ... Og húsgögnin ... þau átlu pianó .. . Jane .. . lnin hét Jane .. . var vön að leika á það á sunnudögum, og hún lék mjög vel. Það var varla nokkur sá sálm- ur í bókinni, sem hún gat ekki spilað. ■— Mörg kvöldin vorum við þar að syngja sálma, ég og hún og allt hitt ágœtisfólkið úr fjölskyldunni. —- Pabbi hennar var mjög fram- takssamur í kirkjunni. Þú hefðir átt að sjá hann á sunnudögum, þegar hann tók fram í fyrir prest- inum, til að kynna sálmana. Hann hafði gull-lituð gleraugu, man ég, og var vanur að líta upp yfir þau, þegar hann söng af einlœgni .. . Honum tókst alltaf vel upp, þegar hann söng af einlægni til Guðs. .. Og þegar hann fór út af laginu, fylgdi helmingurinn af fólkinu á eftir. .. alltaf. Hann var þannig maður... —■ Og að ganga á eftir honum, jægar hann var í fallegu svörtu fötunuin sinum . .. h ’tturinn hans var með börðutn. . . þá varð mnð- tir verulega hreykinn af að fá hann fyrir tengdapabba. Og þeg- ar sumsrið kom, fór ég þangað til að dvelja þar í hálfnn mánuð. — Jæja, ég skal scgja þér, að þetta lá ekki beint fyrir, sagði herra Brisher. — Við vildum gift- ast, ég og hún Jane, og koma okk- ur fyrir. En hann sagði, að ég yrði að fá mér örugga stöðu fyrst. Og þar með, þá var komin þar hindr- un á veg okkar. Og þess vegna, þegar ég fór þangað, þá vildi ég endilega sýna þeim að ég væri dug- legnr og til einhvers nýtur. Sýna að ég gæti gert næstum livað sem væri. Skilyrðu? Ég samsinnti honum með hlut- tekningu. — Við endann á garðin- um þeirra var allt í óreiðu. Ég segi því við hann: Hvers vegna hefur þú ekki steinbeð þarna? Og ég segi við hann: Það myndi vera fallegt. — Of mikill kostnaður, segir hann. — Ekki eyrir, segi ég. — Ég er snillingur i að búa til steinbeð. Ég skal búa það til fvrir þig. Þú skilur sko, ég hafði hjálpað mömmu að búa til steinbeð á svæðinu á bak við ölstofuna, svo ég vissi, hvernig átti að gera það. Láttu mig gera það, segi ég. Ég er i fríi. en ég er þannig gerður. Ég hata eð gera ekki neitt, segi ég. Ég skol gera þetta fyrir þig. Og i stuttu máli . . . hann sagði að ég mætti það. — og þannig rakst ég fjársjóð- inn. ■ - Hvaða fjársjóð? spurði ég. - - Nú hvað, sagði Brisher, — ^2 — VIKAV 6. tbl. fjársjóðinn, sem ég er að segja þér frá . . sem varð til þess að ég gift- ist ekki. — Hvað . . . fjársjóður . . . upp- grafinn? —• Já . . . grafin auðæfi . . . fjársjóðsfundur. Kom upp úr jörð- inni . . Eins og ég var að' segja . . . raunverulegur fjársjóður. IJann lcit á mig með óvenjulegum virðingar- skorti. — Ilann var ekki dýpra en eitt fet . . . ekki efsti hhiti hans, sagði liann. — Ég hcf varla orðið eins ákafur og þegar ég kom niður á hann. — Haltu áfram. sagði ég. ■—- Ég skil þetta ekki. — Hvað? Strax og ég hitti i kassann, vissi ég að þetta var fjár- sjóður. Einhvers konar eðlisávis- un sagði mér það. Það var eins og eitthvað kallaði innra með mér: Nú er þetta þitt tækifæri. Ég var heppinn að þckkja reglurnar um fjársjóðafundi, annars hefði ég far- ið að hrópa og kalla. Þú veizt . .? — Ríkið hirðir það, sagði ég, allt nema svona einn hundraðs- hluta. Það er skemmtilegt. Haltu áfram. Hvað gerðir þú? -—■ Ég mokaði ofan af lokinu á kassanum. Það var enginn í garð- inum eða í kring. Jane var að hjálpa mömmu sinni inni í hús- inu. Ég var æstur, get ég sagt þér. Égg reyndi lásinn og harði síðan á lamirnar.. — Það opnaðist . . Silfurpening- ar . . fullt? Skínandi. Ég titraði, þegar ég sá þá. Og einmitt þá . . . ég var heppinn að götusóparinn var ekki á ferð á bak við húsið. Ég ' fékk næstum hjartaslag, þegar mér skildist hvílíkur bjáni ég var að hafa þetta svona á glámbekk. Og einmitt þá heyrði ég að náung- inn í næsta húsi . . . hann v;ar líka í leyfi . . . ég heyrði liann vökva garðinn sinn. Ef hann aðeins hefði litið yfir girðinguna. — Hvað gerðir þú? — Ég sparkaði lokinu á aftur og mokaði yfir i einum hvelli, hélt svo áfram að moka i svona metersfjarlægð . . alveg eins og vitlaus. Og andlitið . . . ég var ekki í rónni, fyrr en ég hafði falið það aftur. Ég skal segja þér, að ég var i rauninni hræddur við þessa heppni mína. Ég hugsaði aðeins um það, að ég yrði að halda þessu leyndu, það var allt og sumt. — Fjársjóður! sagði ég stöðugt við sjálfan mig. —■ Fjársjóður! Hundr- uð punda, mörg liundruð punda . . . mörg hundruð . . . Ég hvislaði þessu eins og við sjálfan mig og hamaðist allt livað af tók. Mér fannst eins og alls staðar hlyti að skína í kassann . . . eins og þegar fæturnir á manni koma fram und- an sænginni . . . og ég mokaði allri •moldinni, sem ég hafði mokað upp áður, ofan á kassann. Ég var kófsveittur. — Og í þessu kemur pahhi henn- ar þrammandi. Hann sagði eklcert við mig, stóð bara fyrir aftan mig og horfði, en Jane sagði mér seinna, að liann hafi sagt, þegar hann kom inn: — Þessi æringi þinn, Jane . . . liann kallaði mig alltaf æringja, einhvern veginn . . . — hann veit, hvernig það er að erfiða, eftir allt saman. Jane sagði að hann hafi verið djúpt snortinn. Hann var það. — Hve langur var kassinn? spurði ég snögglega. —• Ilve langur? sagði Iierra Brislier. — Já, langur . . . að lengdinni? — Ó! Um það bil svona . . . eitt- hvað svona. Og herra Brisher mældi cins og meðalstóra fata- kistu. — Kúfullur af silfurpeningum . . . hálfkrónupeningar, liugsa ég. — Hvað! hrópaði ég, — það þýðir . . . hundruð punda. — Þúsundir, sagði herra Brisher eins og hálf hryggur. — Ég reikn- aði það út. — En hvernig komust þeir þang- að? — Allt og sumt, sem ég veit, er hvað ég fann. Það, sem ég hugsaði á þessari stundu, var þetta: Ná- unginn, sem átti húsið á undan pabba liennar hefur sannarlega verið ófyrirleitinn þjófur. Það, sem kallað væri útsmoginn glæpamað- ur. Hr. Brisher velli fyrir sér, hvort frásögn hans væri í einhverju á- fátt og sagði svo til útskýringar: — Ég veit ekki, livort ég sagði þér að það liefði verið þjófur, sem átti hús pabba hennar áður. Ég vissi, að hann hafði rænt póstlest einu sinni . . . ég vissi það. Mér fannst —- Það er sennilegt, sagði ég. — En hvað gerðir þú? -—• Ég svitnaði, sagði hr. .Brisher, — það rann af mér. Allan morg- uninn var ég þarna og þóttist vera að gera steinhæðina . . . velti fyrir mér hvað ég ætti að gera. Ég hefði sagt pabba hennar það, kannski, ég bara efaðist um heiðarleik hans. . . . ég var hræddur um að hann tæki jictta af mér og segði yfir- völdunum frá þvi . . . auk þess . . . ef tillit var tekið til þess að ég ætlaði að giftast inn í fjölskyld- una, þá væri skemmtilegra að það kæmi þannig frá mér. Stæði traust- ari fótum, cf svo mætti segja. — Jæja, það voru þrír dagar eftir af friinu mínu, ég þurfti ekk- ert að hraða mér, svo ég mokaði vel yfir kassann og liélt áfram að grafa. Ég vclti fyrir mér, livernig ég gæti verið öruggur um jiað. En égi gat ]iað ekki. — Ég hhgsaði, sagði hr. Brisher. — og ég hugsaði. Einu sinni varð ég verulega vantrúaður á nð ég hefði nokkuð séð, og ég mokaði af kassanum aftur . . . rétt þegar mamma hennar kom út til nð hengja út þvott, sem hún var mcð. Þá var það ekki hægt. Á cftir var ég að hugsa um, hvort ég ætti að reyna aftur, cn þá kom Jane og sagði mér að maturinn væri tilbú- inn. — Þú þarft þess með, sagði hún, — eftir allan þennan mokst- ur. — Ég var snnnarlega ekki með sjálfum mér við matinn, var að hugsa um hvort náunginn í næsta húsi væri nú ekki kominn yfir girðinguna og væri nú að fylla vasana sína. En liegar á leið dag- inn, varð óg rólegri . .. ég áleit að kassinn hefði verið þarna það lengi, að liann hlyti að verða það áfram ... og ég reyndi að leiða talið að því, hvað gamla mannin- um fyndist um fjársjóði. Herra Brisher þagnaði og varð liálf skemmt við endurminning- una. — Gamli maðurinn var alveg einstakur, sagði hann —- alveg ein- stakur. — Hvað? sagði ég, — var hann — Það var þannig, útsskýrði hr. Brislier og lagði hönd sína vin- gjarnlega á öxl mér og andaði i andlit mér til að róa mig. — Bara til að reyna hann, sagði ég hon- um sögu af strák, sem ég sagðist þekkja . . . tilbúningur auðvitað, eins og þú skilur . . . og hann hefði e Þessa mynd kalla ég „Leti“. Ég lét konuna aldeilis fá að heyra það í gærkveldi. Ég heimtaði nýjan uppþvotta- klút ...

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.