Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 20
Framhaldssaga
eftir
VICKI BAUM
Evelyn hlýddi og skipti um skó.
Clara klifraði upp í rekkjuna og
settist innan um bækurnar og allt
dótið. Evelyn vonaði að fóstran
leyfði þeim að vera einum, en hún
virtist ekki hafa það í hyggju.
„Þurfið þér ekki að líta eitthvað
eftir Litlabróður?" spurði Evelyn
hikandi.
„Hann sefur,“ svaraði fóstran
stutt í spuna.
Litlibróður hafði sína eigin tíma-
áætlun — hann svaf alltaf, þegar
mann langaði til að hann vakti, en
vakti svo og orgaði, þegar aðrir
vildu sofa.
„Ég er með hósta,“ sagði Clara og
leit þangað sem brjóstsykurdósin
stóð.
Evelyn setti telpuna á hné sér
og gaf henni mola.
„Ekki fyrr en þú hefur borðað
kvöldmatinn þinn,“ sagði fóstran
ströng í bragði og þreif molann af
henni.
Clara tók þegar að gráta. Og það
var sama hvað Clara gerði — hún
lagði sig alla fram. Evelyn horfði
á hana og öfundaði hana af því hve
sárt og innilega hún gat grátið. Hún
tók annan brjóstsykurmola og stakk
í munn henni, og í sömu andrá
breyttist gráturinn í dillandi hlátur.
„Frúin eyðileggur barnið,“ mælti
fóstran móðguð og gekk út úr svefn-
herberginu. Hún skellti ekki hurð-
inni að stöfum því að hún var vel
upp alin liðsforingjadóttir. Evelyn
vafði Clöru litlu örmum og reri
með hana í fangi sér ...
Rétt fyrir sjö heyrði Evelyn að
dyrabjöllunni var hringt. Clara var
þá farin til fóstrunnar, það var far-
ið að rökkva og Evelyn hafði skrið-
ið undir sæng og reyndi að sofna
frá harmi sínum og hugarkvöl. Hún
heyrði að einhver opnaði, síðan
heyrðust raddir frammi á ganginum,
loks var útidyrunum lokað aftur
og andartaki síðar bankaði Veronika
á svefnherbergisdymar.
„Blóm til frúarinnar," sagði hún
áköf. Og svefnherbergið fylltist á
einu vetfangi mímósuilmi, en
Evelyn settist upp og kveikti á
lampanum á náttborðinu.
Þarna stóð Veronika með fangið
fullt af mimósum.
„Þakka þér fyrir,“ mælti Evelyn
lágri röddu. Hún fékk ákafan hjart-
slátt, blóðið niðaði fyrir eyrum
hennar og hún varð máttvana í
hnjánum.
„Á ég að setja blómin í vasann,
sem stendur á slaghörpunni?“
spurði Veronika.
„Nei,“ svaraði Evelyn. „Ég skal
taka við þeim.“ Hún vildi vera ein
með þessum blómum.
„Með beztu kveðjum frá Frank
Davis, París,“ stóð á meðfylgjandi
spjaldi frá blómaverzluninni. Eve-
lyn slökkti á náttlampanum, lagð-
ist út af aftur með blómvöndinn
í örmum sér.
Þetta var eins og ævintýri. Ótrú-
legasta ævintýri. Frank hafði sent
henni blóm frá París. Það tók
Evelyn langa stund að gera sér
fyllilega grein fyrir þeirri stað-
reynd, sem þýddi það, að Frank
hafði heimilisfang hennar og ætlaði
að halda sambandi við hana. Það
var því augljóst, að hann hugsaði
til hennar, og að minnsta kosti senni-
legt að hann elskaði hana. Fyrir
andartaki síðan hafði henni fundizt
líf sitt lagt í rústir, gersvipt öllum
tilgangi, allri rótfestu. Nú reis það
aftur úr rústum fyrir töframátt
mímósuilmsins, og Evelyn lagði
blómvöndinn að vanga sér.
Hingað til hafði Evelyn ekki gert
sér neinar tálvonir í sambandi við
þessi hendingarkenndu og ófull-
nægjandi kynni.. Hún hafði ekki
neina reynslu í ástum, en hugboð
hennar var því næmara. Og hún
hafði fundið það á sér, að þessi
kynni, sem voru henni allt það, er
gildi hafði í lífinu, voru honum ekki
annað en skemmtileg dægrastytt-
ing. Og þó að þessi tilfinning svipti
hana allri fótfestu og hefði nærri
hrundið henni fram af þverhnípinu,
reyndi hún að fá hann til að halda,
að þessi kynni væri henni sjálfri
ekki heldur nema dægrastytting.
En nú gerbreyttu blómin þessu
viðhorfi fyrirvaralaust. Þetta var í
fyrsta skipti, sem henni bárust blóm,
í fyrsta skipti á ævinni, sem nokk-
ur hafði álitið hana þess verða að
senda henni mímósur. Hún hafði
ekki einu sinni hugmynd um að
unnt væri að koma slíkri blóma-
sendingu í kring símleiðis, þó að
sendandinn væri staddur í París en
viðtakandinn í Berlín. En það ger-
breytti öllu, að Frank skyldi fara
þannig að. Evelyn leit á þessa
blómasendingu sem eitt af þeim
undrum og kraftaverkum, sem ást-
in ein fær afrekað.
Þegar landsyfirréttardómarinn
kom heim, hafði Evelyn tekið blóm-
vöndinn sundur og skipt honum í
vasa hingað og þangað í íbúðinni,
svo að blómin vektu síður athygii.
En landsyfirréttardómarinn tók ekki
einu sinni eftir því að það stóðu
mímósur í öllum blómavösum og
angan þeirra fyllti íbúðina. Hann
var slituppgefinn og fór beina leið
inn í baðherbergið til að skola
kverkarnar.
„Ég hef fengið hæsi,“ sagði hann.
„Hafðu innöndunartækið tilbúið á
eftir.“
Innöndunartækið var mikið not-
að áhald þar á heimilinu. Lands-
yfirréttardómarinn átti vanda til að
fá hæsi; annað hvort af reykingum,
taugaspennu eða ofnæmi fyrir
veðrabreytingum. Þetta var honum
í rauninni alvarlegt vandamál, því
að hann þurfti mjög að beita rödd-
inni í sambandi við réttarhöldin.
Hás dómari stóð höllum fæti gagn-
vart sakborningi, sem gat beitt
rödd sinni til hins ýtrasta. Evelyn
fór sjálf fram í eldhúsið og fyllti
geymi innöndunartækisins heitu
vatni og furunálaolíu í réttum hlut-
föllum. Henni þótti innilega vænt
um eiginmann sinn og hafði ríka
og einlæga samúð með honum, þeg-
ar hún sá hve þreyttur hann var.
Og þegar hún kom með innöndunar-
tækið, settist hún á stólarminn,
hallaði sér að honum og strauk blíð-
lega enni hans.
„Hvernig ganga réttarhöldin? “
spurði hún.
Sjálfri hafði.henni liðið hræðilega
illa lengstan hluta dagsins, en nú,
eftir að henni bárust blómin, var
lífið henni eins og Ijúfur leikur og
hamingjan vafði umhverfið ylhlýj-
um bjarma í öllum regnbogans lit-
um. Hún elskaði allt og alla og þráði
að vera öllum góð.
„Þau ganga hægt og seint,“ svar
aði eiginmaður hennar, loks þegar
hún hafði gleymt spurningu sinni.
Þau sátu gegnt hvort öðru við
borðið, snæddu hrærð egg og reykta
síld og röbbuðu saman eins og
hjónum er títt. Veðrið var alls ekki
hlýtt, miðað við það að nú var kom-
ið fram í maí. Mjólkurverðið hafði
lækkað nokkuð, en það var ekki
góðs viti hagfræðilega séð, sagði
landsyfirréttardómarinn, enda jókst
atvinnuleysið nú stöðugt.
Evelyn spurði hvort miikð at-
vinnuleysi væri í París; það var
skárra en ekkert að geta leitt talið
að París, fyrst hún gat ekki talað
um Frank sjálfan við neinn. Lands-
yfirréttardómarinn vonaði innilega
að Frakkar ættu einnig við sín
vandræði að stríða. Evelyn lét ann-
an skammt á diskinn hans. Hún bar
einstaka umhyggju fyrir honum í
dag. Svo var forsjóninni og Vero-
niku vinnukonu fyrir að þakka, að
það voru til ávextir; landsyfirrétt-
ardómarinn brosti og hrósaði eigin-
konu sinni, þegar hún afhýddi epli
handa honum. Hana langaði til að
minnast eitthvað á kaliforniskar
appelsínur, en þorði það ekki.
„Mig langaði til að biðja Marí-
önnu að líta inn í kvöld,“ sagði
Evelyn. „En síminn hennar var
stöðugt á tali, svo ég náði ekki sam-
bandi við hana.“
„Það var leiðinlegt,“ var Kurt að
orði.
Evelyn kveikti á sprittlampanum
undir innöndunartækinu, þótt hún
væri alltaf hrædd um að hann kynni
að springa þá og þegar. Hún leit
með samúð á mann sinn, þegar
hann setti upp í sig slöngustútinn
og fór að anda að sér gufunni af
furunálaolíunni. Svo lokaði hún
hurðinni og gekk inn í barnaher-
bergið þar sem Litlibróðir lá uppi
á borði meðan fóstran skipti á hon-
um, en Clara sat uppi í rúmi sínu,
og var nú þæg og hljóð.
„Rauðhetta," sagði Clara skipandi
við móður sína um leið og hún kom
inn. ,,Rauðhetta,“ endurtók hún
með vaxandi ofsa, þegar hún sá
2Q — VIKAN 6. tbL