Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 43

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 43
fundið gullpening í frakka, sem hann hafði að láni. Ég sagði að hann liefði tekið peninginn trausta- taki, en ég væri ekki viss um, hvort það liefði verið rétt af honum. Og þá byrjaði gamli maðurinn. Drott- inn minn, ég fékk nú að heyra það. Herra Brislver lét eins og honum væri skemmt. — Jæja, liann var það, sem þú myndir kalla einstakur maður. Sagði að þetta væri manngerð, sem hann gæti búizt við af mér að þekkja. Sagði að hann myndi auð- vitað búast við þvi af vini mín- um . . . vinnulausum slæpingj- anum eins og mér, sem væri að eltast við stúlkur, sem kæmu mér ekkert við. Og hana nú. Og hann hélt áfram á svívirðilegan hátt. Ég stóð fast á minu, bara til að reyna hann. — Myndir þú ekki taka hálfan gullpening, ef þú fyndir hann á götunni? segi ég. Alls ekki, segir liann, •—• ég myndi alls ekki gera það. Jæja, en ef þú græfir hann eins og fjársjóð? segi ég ... — Ungi maður ,segir hann, — það eru til mér meiri menn. Sjáðú Cæsar . . . hvað segir hann? Jæja, hann sló því upp. Einstök hönd, sem rekur Bibliuna í höfuðið á þér. Þannig var gamli maðurinn. Og hann hélt áfram. Hann talaði þannig um mig, að ég þoldi það ekki í lokin. Ég lofaði Jane að svara honum ekki aftur ... en það var erfitt. Ég .. . gafst upp ... t Herra Brisher reyndi með dul- arfullum andlitssvip sinum að sannfæra mig um að hann hefði haft betur í þessum samræðum, en ég vissi betur. — Ég fór út í fússi, en þó ekki fyrr en ég var viss um að ég varð að vera alveg einn um fjársjóðinn. Ég velti því fyrir mér, hvernig ég gæti náð mér niðri, þegar ég væri kominn með alla peningana. Það varð löng þögn. •— Jæja, þú trúir því varla, en alla þessa þrjá daga fékk ég aldrei tækifæri til að atliuga blessaðan fjársjóðinn . . . náði ekki einu sinni hálfri krónu . . . Það var alltaf eitthvað . . . alltaf eitthvað . . . Það er skrýtið að maður. skuli ekki taka betur eftir þvi, sagði herra Brisher, — að það er ekki nóg að finna fjár- sjóð . . . Það þarf líka að ná hon- um. Ég býst ekki við að ég liafi sofið mikið þessar nætur, alltaf að hugsa um, livernig ég ætti að ná honum . . . hvað ég ætti að gera við hann . . . og hvaða skýringar ég ætti að gefa. Mér leið bölvan- lega. Og á daginn var ég svo þög- ull, að Jane varð fyrir vonbrigð- um. — Þú ert ekki sami og áður, þegar þú varst í London, segir hún mörgum sinnum. — Ég reyndi að kenna pabba hennar um þetta og umræðum okk- ar, en blessaður vertu, hún vissi betur. Hvað gat hún annað haldið, en að ég væri kominn með aðra stúlku í kollinn. Sagði að ég væri ekki trygglyndur. Jæja, við rif- umst svolítið. En ég var alltaf að hugsa um fjársjóðinn. Mér var vist alveg sama, hvað hún sagði. — Jæja, loksins var ég búinn að gera eins konar áætlun. Mér gekk alltaf vel að gera áætlanir, en var aftur lélegri að fylgja þeim eftir. Ég hugsaði það allt út og fór svo eftir því. Fyrst ætlaði ég að fylla vasa inína með þessum hálfkrónu- peningum . . . skilurðu . . . og á eftir . . . ég skal segja þér hvernig. — Jæja, ég var orðinn þannig, að ég treysti mér ekki til að eiga við fjársjóðinn að degi til, svo að ég beið þangað til nóttina áður en ég ætlaði að fara, og þá, þegar allt var orðið liljótt, fór ég á fætur og læddist að bakdyrunum . . . ætlaði að fylla vasana. Og livað lieldur þú að ég geri i þvottaklefanum annað en að detta um eina fötu? Og pabbi hennar rýkur upp . . . með byssu í höndunum . . . hann svaf alltaf svo laust, hann pabbi hennar ... var svo tortrygginn ... og þar stóð ég og varð að gefa þá skýringu að ég hefði farið fram úr til að fá mér vatn að drekka, vatns- glasið mitt væri tómt. Það var ekki auðvelt að komast lijá umræðum um þetta atriði, skaltu trúa. — Og þú átt við að . . . byrjaði ég- — Bíddu liægur, sagði hr. Bris- her. — Ég sagði þér að ég hefði gert áætlun. Þetta kom niður á einu atriðinu, en eyðilagði ekki heildaráætlunina. Ég fór og lauk við steinhæðina næsta dag, eins og ekkert hefði í skorizt, bar steypu á steinana og sullaði á þá grænni málingu og allt saman. Ég setti græna slettu, þar sem kassinn var. Þau komu öll og sáu þetta og sögðu að það væri fallegt . . . hann var jafnvel skapbetri en áður, og allt og sumt. sem hann sagði, var: — Það er verst að þú skulir ekki altlaf geta unnið svona, segir hann, — þá fengir þú eitthvað ákveðið að gera. — Já, segi ég . . . því að ég gat ekki að þvi gert ... — ég lagði mikið i þessa steinhæð, segi ég. Skilurðu? — Ég lagði mikið í þessa steinhæð . . . —- Ég skil, sagði ég, því að hr. Brisher liættir stundum við að ýkja svolítið í sögum sínum. — Jæja, sagði herra Brisher ... eftir allt þetta fór ég af stað til London . . . ég fór til London. Þögn. — Það er bara, ég var ekkert að fara til London, sagði hr. Bris- her með snöggri ákefð og þrýsti andliti sinu að minu. — Biddu, hvað heldurðu? — Ég fór ekki lengra en til Colc- hester . . . ekki fet lengra . . . Ég liafði skilið skófluna eftir, þar sem ég gat auðveldlega náð i liana. Ég liafði gert ráð fyrir öllu. Ég tók lítinn vagn á leigu í Colchester og þóttist ætla til Ipswicli og híða þar um nóttina. Koma svo næsta dag, og náung'inn sem leigði mér vagninn lét mig skilja eftir hjá sér peninga. Ég fór af stað. — En ég fór ekki til Ipswich. Um miðnætti var liesturinn og v.agninn kominn að mjóa veginum, sem liggur hjá bænum, þar sem Iiann bjó . . . ekki liundrað metra í burtu . . . og ég var kominn al- veg að. Það var einmitt nótt fyrir svona hluti . . . dimmt . . . aðeins of heitt. Á liimninum mátti sjá sumar-eldingar og bersýnilega þrumuveður. Og það kom . . fyrst stórir dropar, sem livein í, síðan hagl. Ég hélt áfram . . . Ég byrjaði að berja . . . mig dreymdi ekki um að gamli maðurinn lieyrði í mér. Ég liafði ekki einu sinni fyr- ir því að hafa hljótt um mig með skófluna . . . og þrumurnar . . . eldingin og haglið virtist æsa mig upp. Mér kæmi ekki á óvart að ég hafi sungið. Ég var svo upptekinn að ég alveg gleymdi þrumunum, hestinum og vagninum . . . og allt í einu sá ég í kassann . . . og ég reyndi að lyfta lionum. — Þungur? spurði ég. — Ég gat ekki bifað. honmn frekar en að fljúga. Ég var orðinn Komdu með tennurnar mínar, James, ég þarf að flauta. sjúkur. Ég hafði aldrei hugsað út í það. Ég varð alveg trylltur . . . skal ég segja þér, og ég bölvaði. Ég missti alveg glóruna . . . Mér datt ekki i hug að skipta fjár- sjóðnum . . . það sló mig ekki eina mínútu . . . og jafnvel hefði ég ekki gctað tekið peningana með mér lausa í vagninum. Ég tók i ann- an endann eins og vitlaus maður og yfir allt þetta lieyrðist ægileg- ur hávaði. Raunverulegir hrynj- andi silfurpeningar. Og rétt á eft- ir kom blossi. Elding . . . eins og hábjartur dagur. Og þarna var þá bakhurðin opin og gamli maður- inn kom hlaupandi nieð skínandi byssuna á lofti. Hann var ekki hundrað metra í burtu . . . skal ég segja þér . . . og ég var svo ringl- aður að ég vissi ekki, hvað ég gerði. Ég stanzaði ekki . . . ekki einu sinni til að láta eitthvað í vasa mina. Ég stökk yfir girðinguna eins og eldibrandur og liljóp eins og pila að vagninum, bölvandi og ragnandi. Ég var eins og . . . — Og trúir þú því að þegar ég kom þangað, sem hesturinn og vagninn áttu að vera, voru þau horfin. I burtu. Þegar ég sá það, átti ég ekki orð eftir yfir það. Ég dansaði þarna i grasinu og hopp- aði, og þegar ég hafði látið svo um stund, fór ég af stað til London . . . Það var úti um mig. . ’ ...| Hr. Brisher var þungbúinn um stund. — Mér var öllum lokið, sagði hann dapurlega. — Jæja? sagði ég. -—- Þetta er allt og sumt, sagði lir Brislier. — Fórstu ekki aftur? — Ekki aldeilis. Ég hafði feng- ið nóg af þessum skinnndi fjár- sjóði . . . að minnsta kosti í bili. Auk þess vissi ég ekki, hvað var gert við menn, sem reyndu að taka fundna fjársjóði. Ég fór þarna af stað til London og svo . . . — Og fórst aldrei aftur? — Aldrei. — Og hvað um Jane? Skrifaðir þú henni? — Þrisvar sinnum . . . ekkert svar. Við skildum i nokkurs konar fússi af þvi að hún var afbrýði- söm. Svo að ég vissi aldrei fyrir vist, hvað hún átti við. — Ég vissi ekki livað ég átti að gera. Ég vissi ekki einu sinni hvort gamli maðurinn vissi að þetta var ég. Ég reyndi aðfylgjast meðíblöð- uinum til að sjá, hvenær hann gæfi fjársjóðinn til Krúnunnar, þvi að ég efaðist ekkert um að liann myndi gera það, jafn heiðarleg- ur og hann hafði alltaf verið. — Gerði liann það? Herra Brisher gerði totu á. munninn og liallaði höfðinu hægt frá annarri liliðinni til liinnar. :— Ekki hann, sagði liann svo. — Jane var falleg stúlka, sagði hann ennfremur, — nijög falleg stúlka, sjáðu, ef hún var afbrýði- sööm, og það er ekkert að vita, nema ég liefði farið til hennar aft- ur. Ég hugsaði með mér að ef hann segði ekki frá fjársjóðnum, þá liefði ég tak á honum . . . Jæja, VIKAN 6. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.