Vikan


Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 07.02.1963, Blaðsíða 47
að koma og sækja líkið .. Andlit rauðskeggjaða spámanns- ins varð enn algjörlega svipbrigða- laust, engin hreyfing kom upp um minnsta vott af geðshræringu. „Ég hef sagt yður tvisvar, að ég á enga dóttur," sagði hann. „Ég vil benda yður á, að þér eruð staddur á helgum stað, kirkju Krists. Það vill svo til að messa stendur yfir, svo að þér hafið ekkert fleira við mig að segja ...“ Það tók lögregluþjóninn nokkrar mínútur að skilja, að einhver undar- leg ástæða, sem virtist vera tengd að einhverju leyti þessari kirkju, var fyrir því, að þessi hvítklæddi prestur neitaði að sækja lik dóttur sinnar. En þá fylltist hann skyndi- lega reiði yfir þessari fáránlegu hegðun. „Það er vissara fyrir yður að fara og sækja líkið, og það strax! sagði hann hótandi. Eftir að hann var farinn sneri Ben sér að söfnuðinum. „Hún efaðist," sagði hann sorg- mæddri röddu. „Hún óhlýðnaðist mér og gerði gys að opinberunum mínum á æðri stöðum. Hún efaðist, og þetta er hegningin. Eins og skrif- að stendur í ritningunni, henni var kastað lifandi í eldsdíkið. Þannig mun fara fyrir öllum sem óvirða heilagan boðskap." Þannig notaði Ben Purnell dauða dóttur sinnar sem stökkbretti til frekari áhrifa, og hann tók að messa á ný. Sprengingin í flugeldaverk- smiðjunni varð því ekki til þess, að vekja tortryggni og efa, heldur fékk hann nú meira vald en áður, því að öllum fannst að það þyrfti meira en mannlegan styrk til að geta tekið slíkum tíðindum með jafnaðargeði. Það var augljóst, að maðurinn var spámaður eða jafnvel guðleg vera. En aðrir íbúar Fostoria litu öðr- um augum á atburðinn. Þeir urðu reiðir og hneykslaðir og stóðu fyrir því að greftrunin færi fram á veg- um hins opinbera og útförin var einhver sú veglegasta, sem sézt hafði í borginni. Allar kirkjur borg- arinnar stóðu fyrir blómasöfnun og grafarinn gaf alla sína þjónustu og dýra líkkistu. Það var ógrynni manns við jarðarförina og þegar henni var lokið söfnuðust menn í smáhópa á götunum. Þegar leið á daginn urðu reiði- hrópin æ háværari og hóparnir stækkuðu. Lögreglustjórinn bað í skyndi um liðsstyrk frá næstu bæj- um, en borgarbúar lögðu leið sína að Húsi Davíðs. Ben Purnell faldi sig með Mary og Coy litla í bak- herbergi 0g hlustaði á brothljóð glugganna í kirkjunni sinni. Hann læddist út að bakdyrunum til þess að leita að útgönguleið, en þar beið fólkið líka. Það mátti sjá flöktandi geisla blysanna, sem flest- ir voru með, allt í kringum húsið. Hann var umkringdur og fastur í gildrunni 0g átti ekki einu sinni Guð, sem hann gæti snúið sér til í bæn. Aftur hafði hann teflt djarfan leik — og aftur hafði hann tapað. í sama mund og mannfjöldinn hafði brotið upp framdyrnar, heyrð- ust hvell köll margra manna yfir- gnæfa reiðiöskur fjöldans. Þar voru komnir lögreglumenn, sem höfðu fengið það hættulega hlutverk að tvístra hópnum og koma fólkinu burt. Himneska sendibðanum fannst tíminn aldrei ætla að líða, meðan var verið að koma fólkinu burtu. En loks fór hópurinn að mjakast heim á leið, en lögreglustjórinn vissi mætavel, að þótt hann hefði sigrað í fyrstu lotu, væri það eng- inn fullnaðarsigur. „Það væri bezt fyrir yður að flytja burt úr borginni," sagði hann við Ben Purnell, eftir að hafa beðið lengi eftir því, að hann þyrði að koma fram. „Þess fyrr, því betra. Það er ekki víst að okkur takizt að ráða við þá næst. Ég er heldur ekki ekert lík flótta hans frá Detroit átta árum fyrr. í stað þess að hrökklast burt með barnavagn einan farkosta, ferðaðist hann nú á fyrsta farrými með lest, meðan trúbræður hans þjónuðu honum á alla lund. Nú var hann með fulla vasa af peningum og sæmilega trygga framtíð. En það var ekki hægt að komast fram hjá því, að veran í Fostoria hafði verið önnur mistök hans á ævinni, og nú var hann orðinn fjörutíu og tveggja ára gamall. Meðan lestin brunaði norður til Michigan, velti hann fyr- ir sér mistökum sínum og annarra, sem hann hafði orðið vitni að á þessum tíma, og reyndi að gera sér ljósa orsök þeirra. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að alvarlegustu mistök Mike Mills hefðu ekki verið þau, að hann hafði leyft erfiðri og afbrýðisamri konu viss um að við kærum okkur um það. Það eru margir af okkar mönn- um, sem. mundu fremur kjósa að fylgja þeim.“ Ben 'hafði safnaðarfund strax morguninn eftir, og tilkynnti þar nýjustu -vitrun sína. Drottinn hafði boðað honum, að ísraelsmenn ættu að flytja búferlum í skyndi — til Benton Harbor, smáborgar við vötn- in í Michigan. Þetta vakti enga furðu fsraels- manna í Fostoria, því að það var kunnugt, að margir trúbræður þeirra, þar á meðal margir úr ríki Michael Mills í Detroit, áttu núna heima í Benton Harbor. Tveir bræð- ur að nafni Baushke höfðu staðið í bréf askriftum við Ben Purnell undarifarið. Þeir áttu stóra vagna- smiðjju í Benton Harbor. Þeir trúðu því að Ben væri sjöundi sendiboð- inp, og höfðu boðið honum að koma til Benton Harbor. Nú sendi hann þf;im skeyti þess efnis að hann væri á leið þangað. Mary og Coy fóru auðvitað með honum, sömuleiðis Cora og Silas Mooney og þrír aðrir af trúustu fylgismönnum hans. Aðrir í söfnuð- inum fullvissuðu hann um hollustu sína, létu hann hafa eins mikla pen- inga og þeir gátu safnað saman og lofuðu að koma strax og þeir hefðu selt eignir sínar og gengið frá mál- um sínum. Brottför hans frá Fostoria var sinni að dvelja hjá sér, þó að í raun- inni hefði verið ennþá óskynsam- legra en að taka á móti ungum og metnaðargjörnum manni, eins og Ben sjálfum, inn í söfnuðinn. Nei, aðal skyssa hans var sú, að hann hafði stofnað riki sitt inni í stórri borg, umkringdur óvinveittum ná- búum. Það voru sömu mistök og hann hafði sjálfur gert í Fostoria. Hann hafði staðsett kirkjuna inni í borg, þar sem allir höfðu horn í síðu hans, nema söfnuðurinn. Þetta hafði hann lært af reynsl- unni. Staðurinn var aðalatriðið. Hann þurfti að vera nógu nálægt borg, þannig að meðlimimir gætu stundað atvinnu í borginni, en nógu langt utan við hana til að enginn gæti fylgzt með lífi þeirra. Strax og Ben Purnell kom til Benton Harbor hagaði hann sér samkvæmt þessari nýju uppgötvun sinni. „Við vonum að þér falli vel litla borgin okkar,“ sögðu Baushke- bræðurnir. Ben kom þeim á óvart með því að hrista höfuðið með vandlætingu. „Mér er þegar ljóst, að hér er syndin alls ráðandi. Göturnar eru fullar af trúleysingjum og glæpamönnum. Það illa þrífst hér á hverju götu- horni.“ „Nei, nei,“ mótmæltu þeir hon- um. „Þetta er indæl borg.“ En sjöundi sendiboðinn var ó- sveigjanlegur. „Við verðum að leita til hinnar óspilltu náttúru. Við verð- um að leita um engi og skóga og finna ósnertan blett fyrir söfnuð- • „ U mn. í býtið næsta morgun fór hann með Baushke-bræðrunum í einum af fínustu vögnunum þeirra út fyrir borgina. í förinni var fasteignasali. Þegar þeir komu að landi, sem virt- ist uppfylla þau skilyrði, sem Ben hafði hugsað sér, studdi sjöundi sendiboðinn skyndilega fingrum annarrar handar á enni sér. „Við erum komnir nógu langt!“ kallaði hann. „Þetta er rétti stað- urinn!“ Hann var ekki fyrr kominn aftur til Benton Harbor en hann boðaði fund, þar sem hann sagði að mjög áríðandi tilkynning yrði birt. „Mér hefur verið leyft að boða ykkur, að þúsund ára ríkið sé í nánd. Það hefst árið nítján hundr- uð og sex!“ tilkynnti hann síðhærð- um áheyrendum sínum. Þeir tóku þessu með miklum fagnaðarlátum, því að þeir höfðu lengi beðið eftir umbun sinni og hegningu annarra. „Já, tími friðar og allsnægta nálg- ast,“ tónaði ‘hann hljómfagurri röddu. „En mikið er ógert og tíminn er stuttur til undirbúnings." Hann krafðist þess, að allir létu hvern eyri af hendi, sem þeir gætu með nokkru móti aflað, og heimt- aði að þeir seldu allt nema brýnustu nauðsynjar. Allir peningar áttu að afhendast honum, svo að hann gæti keypt þetta land utan við borgina og byggt þeim samastað, sem væri samboðinn helgiathöfnum til undir- búnings hinnar miklu stundar. Þessi krafa mætti furðulega lít- illi mótspyrnu. ísraelsmenn voru of önnum kafnir við að hlakka til þess, að sjá allra aðra en sjálfa sig glatast, til þess að vera með áhyggj- ur af eigin peningum, og það þótt þeir rynnu allir til bláókunnugs manns. Baushka bræðurnir lögðu fram meira en hundrað þúsund, og margar stórar gjafir fylgdu í kjöl- far þess, fyrir utan stöðugan straum smærri framlaga. Þegar landið hafði verið keypt og byrjað var að byggja tvær stórar byggingar þar, tilkynnti Ben, að hann ætlaði sjálfur í trúboðsferð til Ástralíu. Hann ætlaði að boða þeim, sem eftir væru af meðlimum Jezreel-kirkju sjötta ríkisins, komu þúsund ára ríkisins og gefa þeim tækifæri til að sameinast söfnuðin- um í Benton Harbor áður en reikn- isskilin færu fram. Hann sendi einn- ig nokkra trúbræður sína til Kanada og Englands í sömu erindagjörðum. Svo bætti Benjamin Franklin Purnell — fjölkvænismaður, sjöundi sendiboðinn, Shiloh, yngri bróðir Krists, leiðtogi ísraelsmanna — nýrri nafnbót við fyrri titla sína. Hann lýsti því opinberlega yfir, að héðan í frá héti hann Benjamin konungur, konungur sjöunda ríkis- ins, konungur Húss Davíðs, ísraels manna, hinnar nýju kirkju og líkama Krists. Framhald í næsta blaði. VIKAN 6. tbl. — 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.