Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 5

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 5
--------Þið getið bent honum vini ykkar á þetta með tómu tunnuna. — Til að verða geim- íari, þarf að vera góður strákur, taka inn lýsi á hverjum degi, reykja aldrei ofan í sig og drekka aldrei „dræ“. — Og svo eitthvað fleira, en þið skuluð sem sagt byrja á þessu, skrifa mér svo eftir svo sem ár og láta mig vita, hvernig gengur. Á ÉG ...? Póstur minn. Eg er í voða vandræðum. Eg hef stundum verið með strák, sem mér finnst soldið vænt um, og kannski elska ég hann, ég veit ekki. Hann er voða álkulegur, ég held að háls- inn á honum sé bara jafnlangur og búkurinn, og stelpurnar gera ægi- lega mikið grín af mér, þegar ég er með honum. Hann er líka nátt- úrulækningamaður og borðar bara grænmeti. Mér finnst það allt í lagi, en stelpurnar gera líka grín af því, eins og þú skilur. Mér finnst hann stundum sjálfri voða asnalegur, því að hann er svo langur og mjór, og sérstaklega lappalangur og lappa- mjór. En samt elska ég hann kannski. Ég er sautján ára og þrosk- uð eftir aldri. Hann vill trúlofast mér hvenær sem er. Hvað finnst þér? Á ég? Þótt stelpurnar geri grín að mér? Er þetta ekki mitt mál? Ein í vanda. --------Ég' hefði nú haldið, að þetta væri fyrst og fremst þitt mál. En fjári er ég hræddur um, að þú ættir að láta trúlofunina bíða um sinn, ekki sízt, ef þér „finnst hann stundum sjálfri voða asnalegur“. Mér virðist ekki nein ýkjamikil hrifning skína út úr lýsingu þinni á þess- um unga manni. — Ertu viss um, að hann sé ekki gíraffi? nú er) ekki á það að annar félags- skapur en skátar, á skála við sama veg og um ræðir. Svo er það annað: Hver heild hef- ur sína svörtu sauði. Þjóðfélagið tel- ur mörg þúsund manns og daglega læsir það svo og svo marga inni fyrir ýmis afbrot. Kristnir menn í heiminum skipta milljónum. Þeirra lög, boðorðin, segja: Þú skalt ekki mann deyða, þú skalt ekki stela, o. s. frv. og á hverri mínútu eru menn — kristnir menn — að brjóta þau. Skátafélag Reykjavíkur telur að- eins tæpt þúsund meðlimi (drengi, stúlkur hafa sér félag), en er nokk- uð undarlegt þótt einnig séu til þeir skátar sem brjóta sín eigin lög? Drengirnir verða flestir skátar um 11 ára aldur. Þá hafa þeir að mestu leyti dvalizt á heimilum sínum það sem af er ævinnar. Þegar við síðan afhendum þeim skátabúninginn, er tæplega með nokkurri sanngirni hægt að ætlast til þess að þeir séu strax, í höndum ungra skátafor- ingja, orðnir ímynd engla, þegar þeirra eigin foreldrar, sem bezt þekkja þá, hafa ekki getað alið þá sómasamlega upp á 10 árum. Þetta sér hver hugsandi maður. Ég vil endurtaka, að ég er ekki að mæla slíkri hegðun sem þessari bót, en það er því miður alltof al- gengur misskilningur að 11 ára skáti sé nær því að vera engill en venju- legur strákur. í lögum okkar segir: Skáti segir ávallt satt, Skáti er drengilegur í allri háttsemi o. s. frv. Þetta þýðir, að vilji drengur vera sannur skáti þá segir hann ávallt satt, en ekki að sá sé samstundis rækur úr hreyfingunni sem skrökvar eða brýtur rúðu. Það væri að ýta hon- um lengra út á háskabrautina. Skátalögin eru ætluð sem leiðar- vísir á lífsins braut, en ekki sem net til að veiða í hvern þann sem að- hefst eitthvað rangt. Ekki net til að veiða í ... Reykjavík, 14/4. 1963. Ágæta Vika. Ég vil strax í upphafi máls míns taka það fram að ég er skátaforingi. Ég var nefnilega að lesa í páska- blaði Vikunnar merkilega grein um skáta og innbrot. Mig langar að minnast á ýmislegt í sambandi við þessa grein, ekki þannig að ég ætli mér að þræta fyrir að þarna hafi verið skátar að verki, enda virðist það sannað mál, heldur vil ég að- eins benda á ýmislegt fleira. Ungir drengir (8—12 ára gamlir) eiga oft leið þarna um, í ævintýra- leit, oftar þarna en annars staðar af þeirri einföldu ástæðu að þetta er það sem lengst verður komist með S.V.R. og er ekki dýrt. Einnig minn- ist greinarhöfundur (hver sem það Virðingarfyllst, með skátakveðju, Baldur Ágústsson, Sveitarforingi Fjallváka, Birkibeinadeild, Skátafélags Reykjavíkur. Borgar aldrei ... Kæri Póstur. Kanntu ekki eitthvert gamalt og gott, eða, nýtt og gott ráð við þeim ára, að geta aldrei borgað skuldir? Þegar ég lána kunningja mínum eitthvað, þarf ég alltaf að minna hann á skuldina, áður en hann borgar, og mér er meinilla við að rukka menn. Hvað leggur þú til? L. --------Einfaldasta ráðið til þess að losna við slíkar rukkanir er að lána ekki — basta. fERMÍNQSRFÖTIN FÁIÐ ÞÉR HJÁ OKKUR. MJÖG FJÖLBREYTT ÚRYAL. KLÆÐSKERI SÉR UM ÞJÓNUSTUNA. S.Í.S. - AUSTURSTRÆTI

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.