Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 20

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 20
Gpænmeflshlaup Sfldarréttir BERGÞÓRA SKRIFAR GRÆNMEXISHLAUP. 8 blöð matarlím, 1 bolli sjóðandi vatn, % bolli kalt vatn, 1 matsk. smáskorinn laukur, V2 tsk. salt, 1 matsk. edik, % bolli fínrifið hvítkál, % bolli rifnar gulrætur, % bolli smáskorið selleri, 1 matsk. smáskorið rautt piparhulstur. Leysið matarlímið upp í dálitlu vatni og setjið það út í sjóðandi vatnið, bætið kalda vatninu í og hrærið vel. Setjið laukinn, saltið og edikið saman við og hrærið. Látið skálina inn í ísskáp og látið standa þar til hlaupið er aðeins farið að stífna, eða u. þ. b. 1 klst. Rífið hvítkálið og gulræturnar á rifjárni, saxið selleríið og pipar- hulstrið og bætið því í hlaupið. Sett í vott ílangt form og látið stífna í a. m. k. 3 tíma, bezt er að búa þetta til daginn áður en á að nota það. Skreytt með græn- meti áður en það er borið fram. KRYDDSÍLD í SÚRUM RJÓMA. 2 kryddsíldarflök, 2 dl þykkur rjómi, 1 matsk. safi úr sítrónu, 2 matsk. fínsöxuð púrra, 2 harðsoðnar eggjarauður. Síldarflökin eru skorin í stykki á ská og lögð á fat. Rjóminn stífþeyttur og sítrónu- safanum blandað í og lagður yfir síldarbitana, en ekki látinn þekja þá alveg. Eggja- rauðurnar hakkaðar og stráð á miðjan rjómann eftir endilöngu, en sitt hvoru megin við rjómalengjuna er söxuðum púrrunum stráð. SÍLDAR- OG KJÖTSALAT. 1 síldarflak, 100 gr soðið eða steikt kjöt, 125 gr sultuð rauðbeða, 200 gr soðnar kartöflur, 1 súrsuð gúrka, 1 epli, % tsk. pipar, 100 gr sykur, 1 dl edik og sósa úr: 1 harðsoðin eggjarauða, 1 hrá eggjarauða, 1 matsk. sykur, svolítill pipar, 1 tsk. sinnep, 1 dl rjómi, 1 matsk. söxuð púrra. Síld, kjöt, rauðbeður, kartöflur, gúrka og epli eru skorin í jafnstóra ferhyrnda bita. Sykur, edik og pipar er sett í pott og suðan látin koma upp, en þegar það er kalt er því hellt yfir bitana og skálin sett í kæliskáp og látin standa þar í nokkra klukkutíma. Hráar og harðsoðnar eggjarauðurnar eru hrærðar með kryddinu og bætt í skálina og látið standa enn um stund. Síðast er stífþeyttum rjómanum bætt í og saxaðri púrrunni stráð yfir. SÍLDARAUGU. Söltuð síld er afvötnuð og lögð í edik í 3 klukkustundir. Skorin í smáa ferhyrnda bita. Laukur og steinselja eru hökkuð smátt og óseytt rúgbrauð skorið í kringlóttar sneiðar og smurt þykkt með smjöri. Síldin sett í hrúgu á sneiðarnar, en hola gerð í miðju og ofan í hana látin hrá eggjarauða. Söxuðum lauk og steinselju raðað utan með. HUMARSALAT. 1 pakki humar, 200 gr majones, safi úr sítrónu, 2—3 matsk. tómatsósa, grænn ávaxtalitur, % punds dós spergill, 2 sítrónur. Majones bragðbætt með sítrónusafanum og litað grænt. Gott er að nudda salat- Framhald á bls. 33. Æ, TRÚLOFUN Á UNGA ALDRI — Einhver takmörk verða þó að vera fyrir öllu, sagði móðirin reið. Það er frá- leitt að vera að tala um trúlofun, fyrir þá, sem ekki eru nema fimmtán ára. — Sextán í næsta mánuði, hreytti stúlkan út úr sér —• en svo fór hún að gráta. Þær höfðu komið til min til þess að tala um þetta. Það er ekki hægt að neita því, að mörg hamingjusöm hjónabönd hafa byrjað með slíkum samböndum á unga aldri. En ég er sammála þessari móður og ég get vel skilið það, að foreldrar séu áhyggjufullir þegar börnin þeirra eru í þessum hugleið- ingum. Það er ekki heppilegt að æskufólk bindi sig of snemma. Slíkar barnatrúlof- anir eiga ekki að takast alvarlega af öðr- um, þannig að unga stúlkan sé þar með útilokuð frá því að umgangast aðra pilta. Foreldrunum ber skylda til að reyna að halda sem lengst í æsku barna sinna og gera sitt til að hemla, ef þau fara að þroskast of ört. En nú á dögum er það oft erfiðleikurrí' bundið að hemla, því að það er orðinn siður, að ungt fólk fari að vera snemma saman, eins og það er kall- að. En það er alvarlegra ef kynhvötin fær yfirhöndina í sambandi unglinganna, þó að þau kannski „gangi ekki of langt“. En með því bindast líkamarnir böndum, sem geta orðið þvingandi þegar sálrænn þroski eykst. Líkami fimmtán ára barna getur verið fullþroska, þótt sálin eigi þar enn langt í land. Bezt er að unglingarnir geti verið fé- lagar áður en þau bindast fastari bönd- um. Fullorðna fólkið á að sjá þeim fyrir skilyrðum til félagsskapar og frjálslegrar samveru, þar sem ástin getur þróazt á eðli- legan hátt. í því sambandi er þrennt nauðsynlegt. í fyrsta lagi er það frjálsræði. Það þýðir ekki að ætla að beita aga í þessu sam- bandi. En grundvöllurinn undir slíku frjálsræði verður að vera gagnkvæmur trúnaður foreldra og barna. Æskan verð- ur að hætta að fara á bak við foreldrana — ef unga fólkið er ekki hreinskilið heima, getur trúnaðartraust aldrei skap- azt. í öðru lagi verður að vera samheldni og vinátta meðal unga fólksins sjálfs. Kapphlaupið um það, hver verður fyrstur til að ná sér í kærasta eða vin verður að hætta. Það er nógur tími til að binda sig! í þriðja lagi verður æskan að hafa eitt- hvað fyrir stafni og eiga einhver áhuga- mál, svo að ástin verði ekki eina umræðu- efnið og áhugamálið. Þegar unga fólkið getur hitzt við íþróttaiðkanir og í félags- Framhald á bls. 37. VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.