Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 25

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 25
Hann afi olckar á ])að til aS fella mörg og höfug tár yfir þeim menn- ingarinnar afturkipp, sem oröið hef- ur, síðan hann var upp á sitt bezta. En gallinn er bara sá, að afi hans afa okkar felldi líklega nákvæmlega jafnmörg tár og í sama tilefni; og vera kann, að ekki sé hægt að lá afa hans afa okkar allt þetta táraflóð, en þessi barlómur í honum afa okkar er svo gjörsamlega tilefnislaust tízkufyrirbrigði, að ég veit svei mér ekki hverju það stappar næst. Hann gleymir þvi, karlinn, að síðasta kyn- slóð hefur líldega framkallað stór- brotnasta menningarfjörkipp sög- unnar: kokkteilboðið. Þegar þetta cr haft í huga, held ég, að okkur sé bezt að láta nöldrið í honum afa okkar sem vind um eyru þjóta og leyfa honum að rausa í þeirri sælu trú, að heimurinn sé að fara til hel- vitis. '| ] 11 ' Líklega fer ekki lijá því, að þér, lesandi sæll, verði einhvern tíma boðið á eina slíka menningarsam- kundu. En þegar boðskortið birtist, máttu fyrir alla muni ekki halda, að þú sért orðinn eitthvert númer; langsennilegast er, að þér hafi verið boðið af einskærri tilviljun eða til að forðast móðganir og fonnimelsi. Ef þú ert ekki þegar þaulæfður í því að stunda slíka menningariðju sem kokkteildrykkja er, fer ekki lijá því, að þú verðir að taka nolckrar menn- ingaræfingar, áður en á hólminn kemur. Mestu kúnstnerar í kokkteil- drykkju láta skera sér sérstök kokk- teilklæði, en það eru, eins og ég segi, ekki nema kúnstnerar, og þú ert tæpast einn af þeim. Kokkteil- klæði eru í engu frábrugðin öðrum klæðum nema því, að það er ógern- ingur að komast í þau, þau eru svo þröng, og gildir þetta jafnt um klæði kvenna, sem karla. En ef þessum téðu kúnstnerum tekst að komast í klæðin, er blátt bann við þvi að setjast niður, enda ekki til þess ætl- azt á slikum samkomum, þar ligg- ur hundurinn grafinn. Kokkteil- kúnstnerar hafa ennfremur fimm- aurabrandara á reiðum höndum, og er hollast að æfa þá fyrirfram. Það ber að skjóta slíkum hnyttiyrðum inn í, þegar menningarsamræðurn- ar eru orðnar fólki ofviða. Kúnstin við það' að halda uppi menningar- legum samræðum í kokkteilparlyjum er sú að segja einhver ósköp, sem þýða ekki neitt en virðast þó þýða cinhver ósköp. Ef þú skyldir nú verða uppiskroppa með menningar- legt orðagjálfur og fimmaurabrand- ara, er ágætt að brosa tvíræðu háðs- brosi, hnykla brýnnar, setja svolít- inn stút á varirnar og þykjast vera að sjúga eilthvað, sem situr fast milli framtannanna: Þetta er afskap- lega áhrifaríkt menningartákn. En þetta er aðeins ein tegund af kokk- teilbrosum, því að ætlazt er til að þú sért skælbrosandi allan tímann, en allt of langt mál væri að telja upp allar þær tegundir kokkteil- brosa, sem þegar eru á skrá. Þegar inn kcmur í menningarhöll- ina, þar sem athöfnin fer fram, GEGNUM SKRÁARGATID KOKKTEILPARTY EFTIR HUXA streymir húsfreyjan eða húsbóndinn á móti þér með aldeilis yfirþyrm- andi móttökubrosi, og á meðan á athöfninni stendur eru þau skötulijú sístrcymandi um veizlusalina, segj- andi eitthvað, sem enginn heyrir hvað er, en öllum finnst alveg af- slcaplega fyndið og menningarlegt. Þú skalt passa þig að segja aldrei „ha?“ — það gæti komið öllu í upp- nám. Það þarf víst ekki að taka það fram, að þú ferð ekki i kolckteil- partý nema þú sért þaulæfð fylli- bytta. Bindindispostular i slíkum samkundum gætu orðið einu gest- irnir með viti, þegar selskapinu lýk- ur, og eins og gefur að skilja, er það alveg óhæft. Mannþröngin í slikum samkund- um á að vera svo ofboðsleg, að hún geri jafnvel síldum í tunnu skömm til. Þcss vegna getur oft verið mikl- um erfiðleikum bundið að sporð- renna því, sem neðst er i glasinu, en það kemur sjaldnast til, þvi að yfirleitt eru glösin fyllt jafnóðum — þar til skyndilega, að þjónustupí- urnar liverfa gjörsamlega af sjónar- sviðinu, og það táknar: ekki meira brennivin, ekki tala um. í þessu mannhafi ertu svo kynntur fyrir milljón manns, og cf þú manst eitt nafn eflir atganginn, ertu eitthvað einkennilcgur. í næsta kokkteilpartý, sem þér er svo boðið í, áttu því að þekkja annan hvern mann og vel það, sem þú gerir auðvitað ekki, en þá er kúnstin einfaldlega sú að hnykkja aftur höfðinu, lyfta brúnum og brosa gaman-að-sjá-þig-aftur brosi til allra, sem þú kemst í met- ersfjarlægð við. Þér veröur þá svar- að í sömu mynt, ekki vegna þess að viökomandi kannast við þig aftur, heldur vegna þess að hann er kokk- teilkúnstner. Hávaðinn á slikum samkundum eykst í jöfnu hlutfalli við það alkó- hólmagn, sem innhyrt er, og undir lokin væri hann orðinn óbærilegur, ef þér væri þá ekki orðið sama um allt. Það er ekki nóg með að þjónustu- píurnar gangi um með alkóhól, held- ur er þér líka boðið upp á næsta furðulega næringu: kokkteilsnittur. Þetta eru agnarsmáar brauðsneiðar með einhverju torkennilegu gumsi ofan á, og i þeim er lítill prjónn. Það er sosum gott og blessaö að þú reynir að næla þér i eina slika snittu með því að taka í þennan umrædda prjón; en það er bara ekki hægt. Hvers vegna er þá þessi prjónn? Ja, hann á bara að vera þarna, hvað er þetta! Örfáir kokkteillcúnstnerar eru orðnir það leiknir, að þeir geta nælt sér í slikar snittur með aðstoð prjónsins, en það eru ekki nema sér- fræðingar, sem koma snittunni lengra en ofan á skyrtubrjóstið, eða jafnvel eitthvert annað brjóst, ef mjög þröngt er á þingi. Ein- faldast er, eins og gefur að skilja, að taka um sjálfa snittuna og sporðrenna henni, en það dettur auðvitað engum i hug fyrr en eft- ir margendurtekin smáhneyksli. Þegar fjör fer að færast i leik- inn, fer konan, sem þér fannst svo prúðmannleg og elskuleg, þegar inn kóm, að færast svo- lítið i aukana. Hún verður hávær og segir svo tvíræða brandara, að fólkið i kringum hana finnur skyndilega til ómótstæðilegrar hvatar til þess að ræskja sig og ræskja. Og undir lokin halda lienni engin bönd. Hún fer að hlæja hrossalega, og gott ef hún missir ekki út úr sér efri góm- inn í einni hviðunni. Auðvitað er blátt bann við að þú takir eftir öllu þessu, en kúnstin er sú, að láta sem ekkert sé. Færustu kokkteilkúnstnerar kunna að lát- ast ekki taka eftir slíku, en með einhverju sjötta skilningarviti leggja þeir allt á minnið, þannig að þeir geti sagt frá hneykslinu i minnstu smáatriðum daginn eftir. Framhald á bls. 49. vikan 18. tw. — 25

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.