Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 21

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 21
„ Þ Ó R A “ . Það getur verið þægilegt að vera búin að sauma sér buxur og skyrtu áður en ferðalög og sumarleyfi fcyrja. „Terrylín“-buxurnar fást í 2 litum, 1 gráum, 2 grænum og kosta kr. 332.00. Skyrtublússan er úr poplíni og er til í 1. hvítu, 2. gulu, 3. rauðu. Euxurnar eru til í no. 38, 40, 42, 44. Þær kosta kr. 128.00. Rennilás og tvinni kostar kr. 18.45 auka og tvinni og tölur í blússuna kr. 8.10 auka. Sniðaþjónusta Vikunnar sníður fyrir þig og merkir fyrir saumum og föllum og sendir til þín í póstkröfu ásamt saumatilsögn. Efnis- sýnishorn færðu send heim gegn frímerktu umslagi með nafninu þínu á. Útfyllið pöntunarseðilinn með upplýsingum um stærð og lit og sendið til Sniðaþjónustu Vikunnar ásamt kr. 100,00. Allar frekari upplýsingar eru gefnar í síma 37103 á þriðjudögum og föstudögum milli kl. 2—1. Seðillinn er á bls. 39. SNIÐAÞJÖNUSTA VIKUNNAR HVAÐ AMAR AÐ? Kemur það fyrir, að þið slökkvið ljósið, leggizt í þægilegar svefn- stellingar — og verðið svo allt í einu glaðvakandi? Reynið þá að finna orsökina. Gætið þess að hafa hvorki of kalt eða of heitt í herberginu, og gerið það sem unnt er, til þess að útiloka truflandi hávaða. Það er hollt og þægilegt að sofa við opinn glugga, svo framarlega að það sé ekki of kalt úti —- það er erfitt að sofna, ef manni er of kalt. Dýna, sem er bæld í miðju er óþægileg og getur orsakað bak- verk. Það er hægt að bæta úr því til bráðabirgða með því að leggja kodda undir dældina, en bezt er að leggja %“ krossviðar- plötu undir dýnuna eða kaupa nýja og óbælda dýnu. Er sængin hæfilega þykk? Það er mjög misjafnt hve þykkt og heitt fólk vill hafa ofan á sér, sumum líður betur dúðuðum og heitum í rúminu, en aðrir vilja sofa undir léttu og ekki of heitu. Borðið ekki þunga máltíð rétt fyrir svefninn — en það er jafn erfitt að sofna með alveg tóman maga eins og of fullan. SLAPPIÐ AF UM STUND. Gefið ykkur tíma til að slappa af áður en þið farið í rúmið. Mörgum reynist vel að drekka heita mjólk eða veikt te, og smá göngutúr fyrir háttatíma getur líka komið að góðu gagni. Það er oft eins og augun lokizt af sjálfu sér, ef lesið er um stund eftir að komið er í rúmið — en það má ekki vera of spenn- andi, heldur eitthvað, sem þið getið lagt frá ykkur án þess að ljúka við það. Volgt bað verður oft til þess, að fólk verður syfjað og rólegt, en það má ekki vera of heitt, því að það örvar blóðrásina um of os verkar æsandi. Þegar þið eruð háttaðar, ættuð þið að reyna að slappa af — lið fyrir lið. Lokið augunum og reynið að sjá fyrir ykkur og finna, hvernig annar handleggurinn verður fyrst máttlaus, síðan hinn, svo fæturnir og síðast allur líkaminn. Reynið að hugsa ekki um neitt annað en hve syfjaðar þið séuð — og þá kemur svefn- inn fyrr en varir. TAKIÐ ÞAÐ RÓLEGA. Gamalt fólk þarf minni svefn en ungt fólk. Yfirleitt tekur það því ekki að gera sér miklar áhyggjur, þótt maður liggi vakandi í nokkra tíma öðru hverju. Náttúran sér venjulega fyrir því, að vinna það upp síðar — og því meira, sem hugsað er um svefn- leysið, þess minna sefur fólk! VIKAN 18. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.