Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 6

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 6
I Eldey gnæfir tignarlega upp úr hafinu, 83 metra á hæð. VIKAN GERIR UT LEIÐANGUR TIL AÐ FREISTA UPPGÖNGU í ELDEY í TIL- EFNI ÞESS AÐ NÚ ERU LIÐIN 59 ÁR FRÁ ÞVÍ ER ELDEYJAR-HJALTI KLEIF EYJUNA FYRSTUR MANNA. — FYRRI GREIN. Við ísland er eyja, sem um marga hluti er merkileg, og að tvennu leyti þekkt um víða veröld. Það var ó Eldey sem síðustu geirfugl- ar heimsins voru snúnir úr hálsliðnum og hent niður í bát árið 1844. Það voru þrír íslendingar, sem fóru þessa frægu för, og hafa margir orðið þekktir af minni árangri en það, að drepa út heila dýrategund, og vafasamt að sögur fari af samskonar afreki annars- staðar frá. Þremenningarnir skildu að vísu eftir eitt geirfuglsegg í eynni, en það var brotið þegar þeir komu að því, og ekki lifvænlegt innvortis, enda mun þeim ekki hafa þótt í því mikill fengur, og kann- ske þessvegna skilið það eftir. Síðan eru liðin 119 ár og litil von til þess nú orðið að það egg hafi orðið að fugli. Guðmundur Karlsson, blaðamaður. Óhræddur vlð að vera hátt uppi. Fyrri afrek: Gekk til prestsins 1932. Gekk í stúku 1938. (Féll aftur). Gísli Sigurðsson, ritstjóri. Gekk nauðugur. Var hafður í böndum milli Guðmundar og Snorra. Fyrri afrek: Komst yfir Illagii 1962 (í flugvél). Hellisheiði 1963 (Þrengslaveginn). Sigurður Hreiðar, blaðamaður. Fyrri afrek; Datt í Úlfarsá 1943. FéU á Landsprófi 1952. Datt ekki fram af Esjunni 8. ágúst 1952. Féll úr Lágafellshömrum 1957 með gemling í fanginu. Hann varð undir (gemlingurinn), en báðir lentu í snjóskafli. Gekk í Grábók 1958. Fór í lyftu upp á 13. hæð í Austurbrún 4, 1962. Snorri Sveinn Friðriksson, útlitsteiknari. Fyrri afrek: Gekk á Sauðárkróksnafir o. m. k. tvívegis á árunum 1940—46. Gekk á Molduxa 30. febrúar 1946. Fylgdist með uppgöngu Hillary's á Mt. Everest. Kleif upp á vinnupaUa á f jögurra hæða húsi 1949, féll niður aftur með þrjár opnar málningadósir. Hefur verið svona síðan. * > Z Kristján Magnússon, Ijósmyndari. Lokinhamrar og Látrabjarg 8. ágúst 1864. Gekk á Valhúsahæð 1960. Gekk í harndóm 1961. FéU út úr hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar 1962.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.