Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 47

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 47
TakiS upp hina nýju aðferð og látið prenta alls- konar aSgöngumiSa, kontrolnúmer, tilkynningar, kvittanir o. fl. á rúllupappír. Höfum fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmiskonar afgreiðslu- box. Leitið upplýsinga. HILNIR hf Skipholti 33. — Sími 35320. mál, og aS efsti maðurinn gangi svo frá járnfleinunum, að þeir séu ör- uggir. Þeir, sem á eftir 'koma geta þá verið öruggir, jafnvel þótt þeir missi fóta, því þeir eru ávallt festir í fleininn og geta þvi ekki lirapað lengra en slakinn á linunni segir til um. Svipað er að segja um efsta manninn, að öð>ru leyti en því að slakinn á línunni hjá honum er ávalt meiri, en hún er fest í næsta flein fyrir neðan hann. Hann getur því hrapað sem svarar tveim mann- hæðum, — en sem betur fer kom ekki til þess i þetta sinn. Á syllunni fyrir neðan „Stöð 11“ fóru erfiðleikarnir fyrst að byrja fyrir alvöru. Þessi sylla er nokkuð breið, svo að auðvelt ætti að vera að fóta sig á henni, en þar hafa tugir súlnahjóna aðsetur og á syllunni er þykkt lag af fuglsdriti, sem ógern- ingur er að fóta sig i. Til þess að ná öruggri fótfestu, þarf maður að krafsa dritið i burtu með höndun- um, en það er sums staðar allt að 30 cm. þykkt. Ekki bætir það úr skák, að þarna er töluvert um lausagrjót, og ef ekki er stigið varlega, á maður á hættu að losa um steina, sem hend- ast niður eftir lóðréttu bjarginu, og setur þá, sem eru fyrir neðan, f lífshættu. Þetta reyndum við einnig sjálfír. Það var rétt um tvöleytið, þenn- an eftirminnilega dag, að það var næstum því farið illa fyrir okkur. Við vorum skríðandi eins og snigl- ar eftir berginu, ég hafði aðeins lok- ið við að festa járnflein í rauf millf kletta, og Gísli, sem var næstur fyrir neðan mig, var búinn að festa sig í næsta flein fyrir neðan, þannig að slaki var enginn á línunni hjá hon- um. Snorri — næstur fyrir neðan Gísla — ætlaði að fara að fikra sig upp að næsta fleini, hafði brugðið línunni í lykkjuna og tók af henni slakann um leið og hann leitaði fyrir sér með fætinum að fótfestu. Skyndi- lega heyrði ég óp fyrir neðan mig, og igerði mér ljóst að eitthvað væri áð', svo ég greip báðum höndum um fleininn fyrir ofan, og hélt mér þar dauðahaldi. En ég fann engan rykk á línunni, sem gæfi til kynna að einhver félaga minna hefði hrapað, en einhverskonar urr frá Gísla gaf til kynna að eitthvað væri i ólagi hjá honum. Þegar ég leit niður, sá ég að hann 'klemmdi sig upp að veggnum og hélt báðum höndum í linuna, en fyrir neðan liann dingluðu þeir báðir í linunni, Snorri og Sigurður. Snorri horfði upp til okkar, og var sýni- lega að reyna að ná fótfestu aftur, en Sigurður hékk máttlaus i línunni neðst. Snorri kalláði til okkar að smásteinn hefði lirapað undan skóm hans, og dottið ofan á hausinn á Sigurði, sem sennilega hefði rotazt við höggið. Nú voru góð ráð dýr. Ekki gat Sigurður hangið svona ■áfram í línunni, auk þess að við vissum ek'ki hve mikið hann væri meiddur. Það var ekki um annað að ræða en að Snorri reyndi að fikra sig aftur niður til hans, og vita liv.að hann gæti gert. Við gengum fyrst örugglega frá okkar festingum með annari lín- unni — við höfðum tvöfalda línu — en hinni smeygðum við um járn- fleinana, ég og Gísli, en Snorri festi hana utan um sig, og leysti sig við hina, sem var gerð föst, enda hékk Sigurður nú í henni. Síðan 'gáfum við eftir smátt og smátt, meðan Snorri fikraði sig neð- ar, þar til hann var kominn niður til Sigurðar. Hann kallaði til okkar að Sigurður væri meðvitundarlaus, og hefði sennilega fengið steininn í höfuðið, en áverki var enginn sýni- legur, og hvergi blæddi úr honum. Hann reyndi að koma Sigurði til meðvitundar aftur, en þegar það tókst ekki, tók hann upp einn net- pokann eða „hengikojuna" sem við höfðum allir meðferðis, mjakaði Sig- urði í hana, gekk örugglega frá fest- ingum á endunum, — og hengdi hana í næsta járnflein. Þar að auki var línan, sem bundin var utan um Sig- urð, einnig fest tryggilega í flein- inn. Það var örstutt upp í næstu syllu, og okkur fannst öruggast að komast þangað til að hugsa málið og undirbúa okkur undir að koma Sig- urði annað hvort upp, — eða niður aftur „Stöð 11“ er, eins og áður er sagt, kór, sem gengur inn í bergið. Þar er sæmilegt pláss til að fóta sig, setjast niður, og hugsa málið. Við vorum varla búnir að koma okkur vel fyrir, þegar við heyrðum Sigurð hrópa til okkar að neðan. Hann liafði rankað við sér. Hann sagðist vera dálítið ruglaður i koll- inum, en mundi líklega jafna sig eftir smástund. Við kölluðum til hans og spurðum hvort við ættum að koma niður til hans, en hann taldi það óþarfa, hann mundi kom- ast upp til ofckar eftir smástund, þegar honum hefði gefizt timi til að jafna sig. Það reyndist orð að sönnu, hann skreið úr pokanum eftir nokkrar mínútur, og fikraði sig síðan örugiglega upp til okkar. Hann sagði að sér hefði brugðið ónotalega, þegar hann vaknaði í pokanum, hangandi á króknum, og sá okkur hvergi, en hann hefði samt áttað sig fljótlega. Við tókum okkur nú góða hvild, höluðum upp til olckar bakpokann með vistunum, fengum okkur mat- arbita og vatn oð drekka áður en við legðum i siðasta áfangann. Frá „Stöð 11“ eru aðeins um 15— 20 metrar upp á eyna. Að vísu er mest af því lóðréttur veggur, en efstu 7 metrarnir eru farnir inni i kleif, sem gengur inn i eyna. Þar er áð mörgu leyti hægara um vik, því þar getur maður notað þá klif— uraðferð, sem á erlendu máli er nefnd „chimney-climbing" eða reyk- háfsklifur. Þá spyrnir maður baki i annan vegginn, en fótum í hinn, og getur þannig fikrað sig nokkuð greitt upp eftir kleifinni. Þetta er að visu mjög þreytandi klifurað- ferð, en tiltölulega fljótleg. Þá losn- ar maður við að reka fleina í vegg- inn, og verður að treysta á viðspyrn- VIKAN 18. tbl. 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.