Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 36

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 36
Hún borðaði af beztu lyst og tal- aði mikið að hætti ungra leik- stjarna, og, það sem hafði mest truflandi áhrif á Wesley, á sama hátt og mamma hennar. „Hún talar mjög oft um þig. Hún hefur alltaf gert það. En alls ekki fyrir framan pabba. Þess vegna datt mér í hug, að þú hefðir verið einn af fylgisveinum hennar.“ „Það fer eftir því, hvað þú átt við með fylgissveinn.“ „Ég meina elskhugi hennar." ,Nei, það var ég aldrei.“ „Ó, fjandinn hirði það allt,“ sagði hún með munninn fullan af mat. „Þú borðar alveg eins og hún,“ sagði Wesley. „Var hún góð leikkona?" „Svo fannst mér að minnsta kosti.“ „Hún segir það einnig sjálf. En í eina skiptið sem ég hefi séð hana var í gamalli mynd í sjónvarpinu. Mér kom hún afskaplega tilgerðar- lega fyrir sjónir, en hún hafði lítið hlutverk, lék hálfgerða skækju.“ „Það hefur líklega verið leikritið „Skyline“.“ „Já, alveg rétt,“ sagði hún. „Ég skrifaði það.“ „Jæja,“ sagði hún hrifin. „Jú, það var ágætis leikrit.“ „Þá hefur það batnað með aldr- inum. Það var mjög lítið varið í það, þegar ég skrifaði það.“ Vanessa hló. Það var sami hlát- urinn aftur. Þau fengu sér kaffi í setusalnum á eftir. Hún hallaði sér áfram og sagði með ákafa: „Að lokum varð ég þreytt á að skeggræða um þetta og bara hlusta, svo ég tók mínar eigin ákvarðanir, sem voru að bíða þar til ég yrði tuttugu og eins árs en að vinna, læra og æfa mig í millitímanum og láta þau ekki vita neitt um það. Ég fór í framburðar- og talæfing- ar, danskennslu og lærði á píanó; ég hafði þrjá leiktíma á viku, — en það sem meira er, mér hefur tekizt að verða góð í mínu fagi.“ „Til hvers ertu svo um borð hér? “ „Til þess að hafa uppi á þér.“ Hann lét kaffibollann frá sér: „Mér?“ „Þegar ég las í Variety, — sem ég les vikulega — rakst ég á, að þú ætlaðir að taka þér far með þessu skipi strax að frumsýningunni lok- inni. Nú vildi svo vel til, að ég átti tuttugu og eins árs afmæli daginn áður en skipið lagði úr höfn svo ég ákvað einnig að taka mér far. En þú ert auðvitað ástæðan fyrir veru minni hér um borð. Það var eins og þetta ætti að vera svona og væri ákveðið af æðri máttarvöldum." „Veit mamma þín hvar þú ert?“ „Já.“ „Og hvað hefur þú svo hugsað þér?“ Vanessa brosti og yppti öxlum nákvæmlega eins og mamma hennar var vön að gera. „Ég held mér líkaði betur við ef þú værir ekki svona voðalega lík henni mömmu þinni,“ sagði Wesley. „Nei, það er algjör misskilningur hjá þér.“ Wesley reyndi það sem hann gat til að verða ekki yfir sig ástfanginn. Þau gengu fram og aftur um þilfarið og töluðu saman. Þau hlustuðu á hvort annað til skiptis. Hann sagði henni frá stríðinu. Honum fannst undarlegt að hún skyldi vera fædd á þeim tímum, en hann bandaði hugsuninni frá sér. Klukkan hálf sex gekk hún með hann á afvikinn stað á dekkinu og benti honum á tvo frátekna sólstóla. Hérna er ég vön að leggja mig um þetta leyti, heldurðu að þú gætir það ekki líka?“ „Ég læt mér nægja að horfa á þig.“ „Góði reyndu að fá þér blund,“ bað hún, „það er gott fyrir þig.“ Þau vöfðu sig í teppinu, hölluðu sér aftur á bak og héldust í hendur. Nokkrum mínútum seinna var hún sofnuð. Hann hugsaði með sjálfum sér, að þetta væri í fyrsta sinn sem hann væri einn síðan hann reis úr yfirliðinu. Brosandi tók hann til við að hugsa um áhrifin, sem hann hafði orðið fyrir. Hann minnti sjálfan sig á, að hann yrði að gæta sín. Stúlkan var, þegar allt kom til alls, eingöngu barn ennþá. Auk þess var hún dóttir vinar hans. En hvað hún var ung, hugsaði hann, og horfði á sofandi andlitið. Hann ímyndaði sér að hún væri Rebekka og hann væri orðinn ungur aftur og sofnaði út frá þeirri hugsun. Hann vaknaði við, að Vanessa var að horfa á hann. „Góðan daginn,“ sagði hann. „Þú lítur betur út en þú gerðir áður,“ sagði hún, „ég meina en fyrir mörgum árum.“ „Hvernig veizt þú það?“ „Ég hefi séð fullt af myndum í minningabókum mömmu. Þú veizt, fyrrverandi leikkonur hafa alltaf svoleiðis bækur. Það eru fleiri myndir af þér í þeim en af henni.“ „Hvað er klukkan?" spurði hann. „Hálf átta eftir skipstíma. Eigum við ekki að fá okkur að borða?“ Hún bauð honum upp á búrg- undarvín í káetu sinni, sem hún framreiddi einmitt nákvæmlega eins og honum líkaði bezt. Hann var undrandi við og hún lét hann vita, að hún hefði veitt honum eftirtekt fyrsta kvöldið um borð. Hún skipti um föt fyrir kvöld- verðinn meðan hann beið eins og ekkert hefði í skorizt. Eftir tutt- ugu mínútur var hún tilbúin. Síðan héldu þau yfir í káetu hans og hún beið meðan hann skipti um föt. Hann var ekki alveg eins fljótur og hún. Þau fengu sér hanastél á undan matnum. „Ég minnist þess, þegar þú fæddist," sagði hann. „Tilkynn- ingin um fæðinguna var í The New York Times. Mér geðjaðist alls ekki að tilkomu þinni á neinn hátt.“ „En þú hefur breytt um skoðun, er það ekki?“ „Ég hefi enga skoðun, — þar ligg- ur hundurinn grafinn, þess vegna er ég svona vinsæll sem leikrita- höfundur. Þetta er ekkert nema í- myndunarafl, reynsla og sviti. En engar skoðanir." „Vitleysa. „Dagurinn eftir eilífð- ina“ var skrifað af manni, sem vissi hvað hann vildi.“ „Það gekk ekki lengur en þrjár vikur.“ „Það suðaði í tvö ár í hausnum á mér.“ „Þakka þér fyrir,“ sagði hann blíðlega. Þau fengu sér að borða í mið- degisverðarsalnum. „Mikið er það skrítið, að þú skulir aldrei hafa hitt pabba,“ sagði Vanessa. „Hvernig lítur hann út?“ „Laglegur — og þrekvaxinn. Þeg- ar hann horfir á mig, finnst mér hann hugsa: „Hvernig í ósköpun- um skyldi nú standa á því, að ég á þetta bam.“ Wesley sá, hversu auðvelt hún átti með, að breyta sér úr einni persónu yfir í aðra. „Jæja, sagði hann það,“ sagði hann. „Þú ættir að sjá þessa ungu menn, sem hann er alltaf að reyna að kynna mig fyrir, unga framkvæmda- stjóra og alls kyns legáta. Finnst þér maturinn ekki himneskur hér um borð?“ „Jú, hann er það sannarlega. Segðu mér nú eitthvað meira um Rebekku.“ „Ég veit satt að segja ekki mikið um hana. Hún er dálítið leyndar- dómsfullur pérsónuleiki." „Er hún hamingjusöm?" Framhald á bls. 44 gg — VIKAN 18. tbL

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.