Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 32

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 32
KLEOPATRA sólgleraugu eru komin til landsins. ★ Á vörusýningunni síðustu í Frankfurt voru sýndar ýmsar gerðir af sólgleraugum. ★ Kleopatra sólgleraugun (sjá mynd) vöktu einna mesta athygli og voru almennt talin Evrópu-stíll 1963. ..'r' ■- 7' - i ;• -> *r *f ** y .7* :• y -j Kleopatra sólgleraugu eru framleidd af V.-þýzka firmanu ECHTENIA. ECHTENIA de luxe models (plagué). EINKAUMBOÐ : H. A. TCIINIUS ■ Heildverzlun Stjörnuspáin gildir frá fimmtudegi til fimmtudags. Hrútsmcrkið (21. marz—20. apríl): Þessa vikuna er einhver persóna í þinni umsjá, sem þú þarft að leiSbeina ‘mikið. Þó þú sért þessu óvanur, geðjast þér vel að þessu og ferst þetta vel úr hendi. Ekki er ólíklegt að þú munir á einhvern hátt hagn- ast af þessu síðar meir. ONautsmerkið (21. apríl—21. maí): Þessi vika verður skemmtileg og færðu mörg tæki- færi til að njóta lifsins i ríkum mæli. Gerðu ekki of miklar kröfur til umhverfis þíns, því þá má vera að það skyggi eitthvað á ánægjuna. Laugardagur og sunnudagur eru þeir dagar sem áhrifaríkastir verða. Tvíburamerkið (23. maí—21. júní): Einkalífið verður skemmtilegt og ánægjuríkt. Þú hef- ur stundum mjög góð áhrif á fólk og getur verið mjög heillandi i framkomu. Þeir sem fæddir eru milli 15—20 fá tækifæri til að bæta afkomu sína eitthvað. Gættu þess að vera ekki of eigingjarn. Krabbamerkið (22. júní—23. júlí): Kunningjafólk þitt er að gefa þig upp á bátinn vegna ógestrisni þinnar og vegna þess, hve þú virðist hafa lítinn tíma aflögu fyrir það og sekkur þér niður í vinnuna. Snúðu nú við blaðinu og heimsæktu þetta fóik eða bjóddu því heim, það er mikil upplyfting fyrir þig. Ljónsmerkið (24. júlí—24. ágúst): Gk Þú hefur verið orðhvass og fælt frá þér fólk, sem ™ stendur þér ofar í mannfélagsstiganum en vill þó f halda kunnnigsskap við þig. Viltu nú ekki reyna að jafna þetta og varast allan æsing og fullyrðingar. Líklegt er að þér berist smágjöf. @Mcyjarmerkið (24. ágúst—23. sept.): Þú hefur þann eiginleika að vera mjög þolinmóður og nákvæmur, og munu þessir hæfileikar þínir bera mikinn ávöxt. Þessi vika verður fremur tíðindalítil en þó muntu umgangast venju fremur margt fólk. Þú hefur unnið mikið undanfarið og skaltu því hvíla þig vel og eyða kvöldunum heima. Vogarmerkið (24. sept.—23. október): Þú verður beðinn að gerast milligöngumaður í einka- máli vinar þíns og annarrar persónu. Þessi vika verð- ur venju fremur rómantísk og fyrir þá sem eru í til- hugalífinu getur hún orðið hreinasta paradis. Líklega verðurðu ekki heima hjá þér á föstudagskvöld. m Drekamerkið (24. október—23. nóvember): Þér er ráðlegt að gæta skaps þíns, vertu ekki of þverlyndur og varastu einstrengingshátt. Á vegi þin- um verður manneskja sem þú þarft að leysa eitthvert verkefni með og ert dálitið óöruggur með sjálfan þig, því þessi persóna kann hér betur til verka en þú. Bogmannsmerkið (23. nóv.—21. des.): Þú situr mikið heima þessa viku og vinnur að ein- hverju smáverkefni sem gefur þér arð í aðra hönd. . ffif Það verður óvenjulítið um gestagang og muntu því fá nógan tíma og næði til að vinna sem bezt að þessu. Þó er ekki ólíklegt að þú farir í leikhús um helgina. Geitarmerkið (22. des.—20. jan.): Vertu ekki svona eirðarlaus, þín bíður verkefni sem þú verður þó að hafa dálítið fyrir sjálfur og leggja V tj svolítið á þig til að komast yfir. Tveir vinir þínir af hinu kyninu eru að bræða eitthvað með sér, sem sannarlega mun koma þér á óvart. Vatnsberamcrkið (21. janúar—19. febrúar): Hæverskt eðli þarfnast uppörvunar, bæði manninum sjálfum til góðs og einnig til blessunar öllum, sem kynnast honum. Vandaðu því vel til kunningja þinna og snúðu við þeim baki, ef þeir gera sig líklega til þess að nota þig sér til hagnaðar á einhvern hátt. Fiskamerkið (20. febrúar—20. marz): ©Lukkan brosir við þér þessa viku og þú munt að öllum líkindum eignast marga nýja kunningja, sem þú kynnist á heimili vina þinna. Unga fólkið er undir áhrifum ástarguðsins og hann mun koma talsvert við sögu margra um næstu helgi. Þú fréttir af óheppni vinar þíns. 32 VIKAN 18. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.