Vikan


Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 12

Vikan - 02.05.1963, Blaðsíða 12
Vorið var komið til London beint af himnum ofan. Kraftaverkið hafði gerzt skyndilega, óviðbúið. Milljónirnar vökn- uðu til lífsins, hlátur og gleði söng í ferskum bjænum, brúnir lyftust, allt var gott og indælt. Eggin brögðuðust vel við morgunverðarborðið, heimsvandamálin komu engum við lengur. Heimurinn var hreinn og bjartur eftir vorregnið, stúlk- urnar gengu um í skærlitum kjólum, leigubílarnir flautuðu, strætisvagnarnir skröltu áfram, blaðadrengirnir hrópuðu, og það var eins og allur hávaðinn yrði að dýrðaróði til vorsins, sigrihrósandi eins og söngur rauðbrystinga og músarrindla á f jarlægum heiðum. Eins sigrihrósandi, en ekki jafnmargbreytilegur, hugsaði Judy Cameron, meðan hún reikaði óánægð eftir götunum innan um undursamleg litbrigði borgarinnar. Þessi hávaði fór í taugarnar á henni; alltaf sama skröltið, glamrið og gauragangurinn. I sveitinni myndi fuglasöngurinn rísa og falla með skærum tónum, laufin á trjánum mynda fagurt skrúð við vind- blásinn aprílhimininn. Aprílhiminn í sveitinni . . . Judy langaði allt í einu að gráta . . . Asnalegt . . . Hún deplaði augunum ótt og títt . . . Hún fyrirleit grátandi kven- fólk. Og auk þess hafði hún máiað sig af mikilli kostgæfni um morguninn — það veitti ekki af eftir þessa andstyggðar- flenzu. Hún labbaði inn á veitingahús, settist við borð úti í horni og pantaði kaffi. Það var ekkert á við kaffi, þegar mann langaði að beygja af. Og hvaða ástæðu hafði hún eiginlega til að gráta? Hún var ung og hraust og ljómandi lagleg, hún fékk feikinóga vasapeninga og þurfti ekkert að gera nema skemmta sér, hún átti foreldra, sem allt vildu fyrir hana gera, indælan bíl og persneskan kettling. Hún átti meira að segja unnusta, sem tilbað hana, en samt var hún ekki hamingjusöm. Hún var hundleið á lífinu. Hún andvarpaði þungt, drakk kaffið siit og tók upp púðurdósina. Hún skoðaði spegilmynd sína. Ekki sem verst... lítið, fagurmótað andlit, málað af mestu list. Dökk augu undir fíngerðum brúnum, dökkt, liðað hár. Framhald á bls. 49.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.