Vikan


Vikan - 13.02.1964, Page 2

Vikan - 13.02.1964, Page 2
í fullri alvöru: heildsolubirgðir: EGGERT KRISTJÁNSSON & CO. H.F. Heim I Skalholt Skálholtsstaður liefur verið hafinn úr niðurlægingu og nú er hægt að sýna ferðamönnum höfuðstað landsins í margar ald- ir án þess að blygðast sin. Ef til vill er ekki hægt að segja, að Skálholt sé tignarlegur stað- ur frá hendi náttúrunnar, en þó hefur landslagið þar ein- hvern sérstakan þokka sem vandfundinn er annarsstaðar. Ef til vill er það vegna sögunn- ar, en mér finnst alltaf eitthvað stórt og tilkomumikið við Skál- holt og það jafnvel áður en end- urreisnin hófst. Kirkjan gnæfir yfir og ber af öðrum mannvirkj- um staðarins svo sem vera ber. Hörður Bjarnason hefur lagt sig fram við þessa kirkju og hún er að flestra dómi gott og virðu- legt verk. Hún stendur eins og minnismerki i ströngum og ein- földum linum, laus við tildur og eftirlikingar á útlendum tízku- kirkjum. í sumar voru haldnar guð- þjónustur í Skálholtskirkju um hverja helgi eftir að kirkjan var vígð. Þar var jafnan margmenni; fólk úr nærliggjandi sveitum, Reykvíkingar og lengra aðkomið fólk. Prestarnir í prófastsdæm- inu skiptust á um messur og æfður kirkjukór hafði veg og vanda af söng. Þessi kirkja virð- ist marka tímamót og hafa stuðl- að meira að kirkjulegum áhuga fólks en aðrar framkvæmdir, Sjálfsagt á staðurinn sinn þátt í því; sú helgistemming, sem nauðsynleg er við guðsþjónust- ur verður einmitt betur fundin í Skálholti en viðast annars- staðar. Samt eru menn sífellt að bolla- leggja, hvað frekar sé hægt að gera við Skálholt; staðurinn verði að hafa eitthvert prakt- iskt gildi. Biskupinn var látinn stinga eina skóflustungu fyrir lýðháskóla í grenjandi mold- roki i sumar. Enginn veit, hvort nokkur mundi fást til að sækja slíkan skóla, nú þegar margt virðist byggjast á prófum og gallhörðum einkunnum. Líklega verður þessi lýðháskóli samt byggður — svona út í bláinn. Eitt sinn var talað um búnaðar- skóla sem einhverskonar örvænt- Framhald á bls. 45.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.