Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.02.1964, Qupperneq 7

Vikan - 13.02.1964, Qupperneq 7
seta - III gireiii Elzta syninum í fjölskyld- unni var ætlað að gera það sem faðirinn hafði aldrei getað. Hann var framúr- skarandi að gáfum og at- gervi, en féll í stríðinu. Þá var röðin komin að John. ISOUIBOK Löngu áður en Joseph Kennedy valt út úr bandarískum stjórnmálum og utanríkisþjónustunni, var ákveðið að elzti sonurinn, Joseph yngri, yrði full- trúi fjölskyldunnar á vettvangi stjórn- málanna. En guðirnir ætluðu honum ekki langa lífdaga. Fjölskyldan hafði John F. Kenncdy 18 ára gamall, sumarið 1935. Þá var hann nýorðinn stúdent en hafði slegið þriðja flokks menntamaður". Meðan eldri bróðirinn Joseph var á lífi, var innan fjölskyldunnar dáð þennan erfðaprins sinn meira en nokkuð annað, elskað hann og virt, og það gerðu raunar allir, sem kynntust honum. Guðirnir urðu engin undantekning, ef marka má orðtækið fræga: Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þessi dýrkun elzta sonarins virðist ekki hafa verið tilefnislaus. Hann skaraði allstaðar fram úr, bæði í námi og íþróttum, í skyldurækni, dugnaði og hugrekki en það var einmitt þrennt hið síðastnefnda, sem óbeint leiddi til fráfalls hans, í seinni heimsstyrjöld- inni. Hann hafði fengið heimfararleyfi eftir þrotlausa þátttöku í bardögum síðustu vikna og mánaða, og var búin að koma farangri sínum fyrir í skipinu, sem átti að flytja hann til Bandaríkjanna. En þegar óskað var eftir sjálfboðaliðum til hættulegrar árásarferðar yfir Þýzkaland bauðst Joseph yngri þegar í stað til að taka þátt í henni, og boðinu var tekið. Enginn veit raunveru- lega hvað gerðist, en svo mikið er vitað, að flugvélin sprakk í loft upp, á flugi, hlaðin sprengjum. Um af- drif annarra í flugvélinni þarf ekki að spyrja. Fregninni um fráfall hins unga manns var tekið með miklum harmi. Fjölskyldan þóttist vita hvað hún hafði misst, og enn þann dag í dag má Joseph eldri vart minnast á þennan son sinn án þess að bresta í grát. Fjölskyldan ritaði síðar litla bók um endurminningar sínar frá samverunni við Joseph yngri, en auk þess rituðu í hana fjölmargir vinir og ættingjar. Bókinni var dreift aðeins innan ættarinnar og meðal beztu vina hans og kunningja. Það er ekki víst að þessi bók hefði nokkru sinni verið rituð, ef fjölskyldan hefði gert sér ljóst, að hún átti innan sinna vébanda annan Kennedy, sem myndi ganga þá framabraut á leiðarenda, er bróður hans hafði ver- ið mörkuð, — um Bandaríkjaþing upp í æðsta em- bætti Bandaríkjanna, forsetaembættið. En það er ekk- ert leyndarmál, að Joseph yngra hafði verið ætlað að framkvæma það, sem föður hans mistókst. Það hafa foreldrarnir löngu viðurkennt. Börnunum var ekki ætlað að safna fé, Joseph eldri átti nóg af gulli, þeirra hluterk var að skara fram úr í störfum í þágu lands og þjóðar, á vettvangi stjórnmála og félagsmála. John Fitzgerald Kennedy, næst elzti sonurinn, virtist frem- ur fallinn til ritstarfa og kennslu en þeirrar harðvítugu stjórnmálabaráttu, sem verðandi þingmenn og forsetar þurfa að heyja í mörg ár. Honum var því sem næst hrundið út í stjórnmálin, og þó er það ekki með öllu rétt. Hann vissi til hvers fjölskyldan hafði ætlazt af Joseph yngri, og þar sem hann var nú, eftir andlát bróður síns, orðinn elzti eftirlifandi sonurinn þá virt- ist verkefni framtíðarinnar nánast liggja í augum uppi. En faðir hans trúði tæpast eigin augum þegar hann horfði á son sinn, lítinn fyrir mann að sjá, hefja fyrstu kosningabaráttu sína í Boston fáum árum síðar með því að ganga til nokkurra harðsoðinna náunga, leggja fíngerða hönd sína í lúkur þeirra, kynna sig og biðja um atkvæði þeirra. „Ég hélt ekki að Jack þyrði þetta“, sagði faðir hans síðar. John Kennedy var þetta ljóst, svo og það, hversu illa hann var búinn undir fyrsta framboð sitt, að hann baðst stundum afsökunar vegna einhverra mistaka með þeim ummælum að hann væri „aðeins í þessu stappi vegna þess að Joe bróðir féll frá.“ Þá var John Kennedy 29 ára gamall. Saga hans sýndi oftar en einu sinni, að honum tókst flest það sem hann tók sér fyrir hendur þrátt fyrir sýnilega vanhæfni í upphafi og ýmsa byrjunarörðugleika, sem mörgum virt- ust óyfirstiganlegir. Baráttuviljann hafði aldrei skort frá því fyrsta. Á heimili Kennedy-ifjölskyldunnar var ósjaldan handa- gangur í öskjunni meðan börnin níu léku sér. Þrátt fyrir erjur, og á tímabili hörkustríð, kvaðst John Kenn- edy aðeins eiga fagrar skemmtilegar minningar frá barn- æsku sinni. Hann minntist þess þegar Honey Fitz, afi hans, fór með hann í gönguferðir um Boston og hélt eitt sinn yfir honum langa pólitíska ræðu, sex ára gömlum, einasta áheyrandanum, „til að kenna stráknum". Hann minntist heimsókna Patrick Kennedy, sem þá var fjör- gamall maður, sem þoldi ekki hávaða, svo að börnin voru á nálum. Hann minntist sleðaferða með föður sín- Framhald á bls. 31. slöku við námið. Kcnnarar töldu að liann mundi verða „kurteis talið, að John mundi hclzt leggja fyrir ritstörf og kennslu. VIKAN 7. thl. — rj

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.