Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.02.1964, Qupperneq 10

Vikan - 13.02.1964, Qupperneq 10
„Bozenka", sagði ráðherr- ann við eiginkonu sína og fékk sér vænan skammt af salatinu, „síðdegis í dag fékk ég bréf, sem þú hefðir áreið- anlega áhuga á. Ég verð að bera það upp í ríkisráði. Fréttist eitthvað úr því, kæm- ist ákveðinn stjórnmálaflokk- ur að því fullkeyptu. Jæja, líttu nú á þetta“, sagði ráð- herrann og fór fyrst í vinstri brjóstvasann og svo í þann hægri. „Bíddu við, hvar hef ég látið þetta?“ muldraði ráð- herrann, stakk hendinni í vinstri brjóstvasann að nýju; svo lagði hann frá sér gaífal- inn og byrjaði að fálma í hin- um vösunum báðum höndum. Athugull áhorfandi hefði þá komizt að því, að ráðherra hefur jafn furðulega marga vasa hér og hvar og aðrir karlmenn; og að hann hefur í þeim lykla, blýanta, minnis- bækur, kvöldblöðin, veski, opinber skjol, úr, tannstöngul, hníf, greiðu, gömul bréf, vasa- klút, eldspýtur, gamla bíó- miða, lindarpenna og aðra muni til daglegra nota; og að hann muldrar meðan hann rótast um í vösum sínum. „Hvar lét ég nú þetta? Ég er nú meiri hálfvitinn, bíðum nú við“, eins og allar mannlegar verur, sem væru að rannsaka sína eigin vasa hefðu látið út úr sér. En ráðherrafrúin veitti þessum atburðum ekki mikla athygli, heldur sagði eins og aðrar eiginkonur hefðu sagt: „Viltu ekki heldur halda áfram að borða, þetta verður kalt hjá þét“. „Jæja þá“, mælti ráðherr- ann, og lét allt innihald vas- anna aftur á sinn stað, „senni- legast hef ég skilið það eftir á borðinu í vinnustofunni; þar las ég bréfið. Jæja, hugsaðu þér bara“, hóf hann aftur máls glaðklakkalega, og náði sér í steikarbita, „hugsaðu þér bara, að einhver sendir mér frumritið að bréfinu frá. — Aðeins augnablik“, sagði hann órólegur og reis upp frá borð- um. „Ég ætia bara að líta inn í vinnustofuna. Sennilega hef ég skilið það eftir á borðinu“. f sama bili var hann horfinn. Þegar hann kom ekki einu sinni aftur eftir tíu mínútur, fór frú Bozena að forvitnast Ráðherrann gat ekki fest blund. Hann endurtók í sífellu: Klukkan fimm kom þetta bréf í gula umslaginu og ég las það við skrifborðið. - Það hlýtur að vera þar einhversstaðar - - Smásaga eftii* Karl Capek Hallfreöur Örn Eirfksson þýddi úr tékknesku BBÉFÍGU um hann í vinnustofunni. Ráð- herrann sat á góifinu í miðju herberginu og ránnsakaði blað fyrir blað öll þau skjöl og bréf, sem hann hafði hvolft úr skrifborðsskúfunni. ,,Á ég að hita upp kvöld- matinn?" spurði frú Bozena allströng í máli. ..Undireins, augnablik“, mælti ráðherrann dálítið hik- andi. „Senniiega hef ég stung- ið því inn á milli þessara skjala. Það væri nú undarlegt ef ég fyndi það ekki . . . En það getur ekki verið; þetta hlýtur að vera hérna“. „Ljúktu nú samt fyrst við að borða“, ráðlagði eiginkon- an honum, „og leitaðu svo á eftir". „Undireins, undireins“, anzaði ráðherrann önugur. „Undireins og ég finn það. Þetta var í gulu umslagi. Jæja, ég er nú meira fíflið“, muldraði hann, og rannsakaði næsta skjalahlaða. „Ég las það hérna við borðið og lireyfði mig ekki héðan, fyrr en það var kallað á mig í kvöldmatinn. — Hvað hefur getað orðið af því?“ „Ég sendi þér kvöldmatinn hingað", sagði frúin og skildi við ráðherrann innan um öll skjölin sín. Svo datt á dúna- logn en úti þaut í trjám og blikuðu stjörnur. Var nærri komið miðnætti, er frú Boz- ena fór að geispa og læddist fram í vinnustofuna í njósna- för. Þar stóð ráðherrann, úfinn, jakkalaus og sveittur í miðri vinnustofunni, þar sem allt hafði verið sett á annan end- ann; á gólfinu lágu skjala- haugar, húsgögn höfðu verið dregin fram á gólfið, gólftepp- unum hent út í horn; á skrif- borðinu stóð kvöldmaturinn óhreyfður. „í guðsbænum, hvað ertu að gera hérna maður?“ hreytti frú Bozena út úr sér. „Guð almáttugur, láttu mig í friði“, anzaði ráðherrann fokvondur. Geturðu ekki án þess varið að trufla mig á fimm mínútna fresti?“ Auðvitað varð honum strax Ijóst, að hann hafði haft hana fyrir rangri sök og mælti vin- gjarnlega: „Það verður að leita að þessu kerfisbundið, skilurðu það ekki? Þumlung fyrir þumlung. Einhvers stað- ar hlýtur þetta að vera, því að hingað kom enginn inn fyrir dyr nema ég. Bara að það væri ekki svona mikið af þessum bölvuðum snepl- um!“ „Viltu ekki að ég hjálpi þér?“ spurði frú Bozena full samúðar. „Nei, nei, þú ruglar þessu bara“, anzaði ráðherrann, og veifaði handleggjunum á kafi í óumræðanlegri óreiðu. „Farðu að sofa ég kem . . .“ Klukkan þrjú um nóttina fór ráðherrnnn að sofa, og átti þungt um andardrátt. Þetta hefur ekki getað átt sér stað, sagði hann við sjálfan sig; klukkan fimm kom pósturinn með þetta bréf í gulu um- slagi; ég las það við skrifborð- ið, þar sem ég vann til klukk- an átta, klukkan átta fór ég í kvöldmat, og um fimm mín- útum síðar hljóp ég inn í vinnustofuna til að gá að því. Það gat enginn komið í þessu fimm mínútna hléi. í sama vetfangi stökk ráð- herann fram úr rúminu og þaut fram í vinnustofuna. Auðvitað voru gluggarnir opnir; en vinnustofan var á fyrstu hæð og þar að auki vissu gluggarnir út að göt- unni. — Það getur ekki verið, sagði ráðherrann við sjálfan sig, að einhver hafi skriðið inn um gluggann! En á morg- un, hugsaði hann með sér, verð ég að athuga þetta líka frá þeirri hlið. Ráðherrann unni að nýju hinum þreytta líkama sínum hvíldar í rúmi. Bíðum nú við, hugleiddi hann með sjálfum sér, einu sinni las ég það í einhverri bók, að svoleiðis bréf fari bá helzt fram hjá manni, þegar það liggur á glámbekk! Fjandinn sjálfur, að mér skyldi ekki detta þetta strax í hug! Hann hljóp að nýju inn á vinnustofuna til að gá að því, hvort það lægi ekki á glámbekk; og hann sá alls staðar skjalahlað- ana, útdregnar skúffur og óskaplega og vonleysislega óreiðu, sem var afleiðing af leitinni. Bölvandi og andvarp- andi fór ráðherrann í rúmið, en festi eklci blund. jq _ VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.