Vikan - 13.02.1964, Page 11
LU
Hann þoldi ekki við nema
til klukkan sex; um sexleytið
æpti hann í símann og krafð-
ist þess, að innanríkisráðherr-
ann yrði vakinn, þetta er
mikilvægt máll, heyrið þér,
maður?“ Þegar hann náði
loksins samoandi bunaði hann
út úr sér eins og í hitasótt:
„Halló, herra starfsbróðir,
vilduð þér gera svo vel að
senda mér strax svona þrjá til
fjóra færustu menn yðar . . .
já, leynilögreglumenn . . .
það er nú auðskilið, að það
verða að vera þeir áreiðanleg-
ustu. Það týndist hjá mér
mikilvægt skjal . . . herra
starfsbróðir þetta er óskiljan-
legt mál . . . Já, ég ætla að
bíða eftir þeim . . . Láta allt
kyrrt í því ástandi, sem það
er í núna? Haldið þér, að svo
verði að vera? . . . Allt í lagi.
. . . Þjófnaður? Það veit ég
ekki . . . Auðvitað í algerum
trúnaði; þér segið það ekki
neinum. Þökk fyrir; og fyrir-
gefið, að . . Verið þér sælir,
herra starfsbróðir!"
Klukkan var að verða átta,
þegar það kom í Ijós, að fær-
ustu mennirnir voru meira að
segja sjö að tölu; því að sjö
menn með harða hatta komu
til ráðherrabústaðarins.
„Lítið þið nú á“, sagði ráð-
herrann, og vísaði sjö áreið-
anlegustu mönnunum inn í
vinnustofu sína, „í þessu her-
bergi skildi ég í gærkvöldi
eftir einhverskonar . . . jæja,
mjög mikilvægt bréf . . . í
gulu umslagi . . . heimilsfang-
ið ritað með fjólubláu
bleki . . .“
Einn hinn langfærustu
blístraði af þekkingu: „Sá
hefur nú snúið þessu á ann-
an endann“, sagði hann með
aðdáun sérfræðings, „bölvað
I svínið".
' „Hver?“ anzaði ráðherrann
og kom á hann.
„Þjófurinn", anzaði leyni-
lögreglumaðurinn og leit í
kringum sig með vandlæting-
arsvip á ringulreiðina í her-
| berginu.
Ráðherrann roðnaði örlít-
ið. „Nefnilega“, anzaði hann
í snatri, „ég rótaði nú dálítið
í þessu, þegar ég var að leita;
það er nefnilega svo, herr-
ar mínir, að ég . . . get alls
ekki fortekið, að þetta bréf
sé ekki hér . . . hafi dottið
eða orðið einhvers staðar á
milli . . . Svo að ég komi orð-
um að því nákvæmlega, það
getur ekki verið annars stað-
ar en í þessu herbergi. Ég
held, að . . já, ég fuliyrði
það beint, að það ætti að
rannsaka kerfisbundið þetta
herbergi. En nú er undir ykk-
ur komið, herrar mínir, að
þið gerið allt, sem í mann-
legum mætti stendur".
Það er ýmislegt sem stend-
ur í mannlegum mætti; þess
vegna lokuðu þrír langfær-
ustu mennirnir sig inni í
vinnustofunni til að rannsaka
hana skipulega; tveir yfir-
heyrðu vinnukonuna, elda-
buskuna, húsvörðinn og bíl-
stjórann; og þeir tveir, sem
eftir voru fóru til óþekkts
staðar í bænum til þess að,
eins og þeir sögðu sjálfir,
hefja leit.
Að kvöldi fyrsta dags lýstu
þrír langhæfustu mennirnir
yfir, að það væri algerlega
útilokað, að týnda bréfið gæti
verið í vinnustofu ráðherrans,
enda hefðu þeir tekið mál-
verkin úr römmunum, tekið
húsgögnin í sundur og núm-
erað hvern pappírsmiða. Tveir
höfðu komizt að því, að að-
eins vinnukona ráðherrans
hafði stigið inn fyrir dyr
vinnustofunnar, þegar hún
hafði fært ráðherranum
kvöldmat samkvæmt skipun
frú Bozena, á meðan ráðherr-
ann hafði setið á gólfinu yfir
skjölum sínum. Sökum þess
að ekki var útilokað, að hún
hefði getað farið með eitt-
hvert bréfið burtu jafnframt,
var farið að grennslast eftir.
hver væri elskhugi hennar
— það var símaþjónn, sem
var gætt, svo að lítið bar á.
Hinir voru horfnir í rann-
sóknarferð eitthvað út í busk-
ann.
Þá nótt gat ráðherrann ekki
fest blund; hann endurtók
með sjálfum sér í sífellu:
klukkan fimm kom þetta bréf
í gula umslaginu, það las ég
við skrifborðið og þaðan fór
ég ekki fyrr en um kvöldmat-
arleytið; af því leiðir, að þetta
bréf hlaut að verða eftir
þarna — og þar er það ekki.
Hann var hryggur og miður
Framhald á bls. 30.
«T>'