Vikan - 13.02.1964, Side 16
Brennur hraun við Bláfjöll - V. hluti - Eftir GK.
Niðri viS elliðaárstöSina voru menn að Ijúka við að setja síðasta
spennubreytinn á vagninn, þegar þeir sáu ógnandi hraunleðjuna
renna í áttina til sín ....
Það var unnið stanzlaust að því að hlaða varnargarð fyrir ofan
Elliðaárstöðina, þótt fæstir hefðu trú á að það tækist.
Jarðskjálftar vinna mikið tjón í Reykjavík, og
eldgos hefst við Bláfjöll, cn hraunið rennur til
borgarinnar.
Gvendarbrunnar fyllast, þegar hraunið hefur
runnið niður eftir byggðinni í Lækjarbotnum. Síð-
an fyllist Elliðavatn og hraunið veltur niður farveg
ánna, — til Reykjavíkur.
Styrmir hafði farið á stjá snemma um
morguninn, og byrjað á því að lesa dag-
blöðin.
Fyrirsagnirnar voru með stærsta letri,
sem til var, þvert yfir forsíður.
Eldgos við Reykjavík Hraun rennur
til Reykjavíkur Náttúruhamfarir — Eld-
ur við Drottningu Höfuðborgin í hættu!
Þannig voru efstu fyrirsagnir, en fyrir neð-
an, í undirfyrirsögnum, var lýst með nokkr-
um orðum, hvað komið hefði fyrir, og hvaða
upplýsingar blaðið hafði að flytja:
Jarðskjálftarnir í fyrrinótt fyrirboði eld-
goss við Bláfjöll . . . hraunið rennur til
Reykjavíkur . . . Hellisheiðarvegur Iokað-
ur . . . mannvirki við Elliðaár í hættu . . .
dauðsföll og slys . . . neyðarástand yfirvof-
andi . . . ótti grípur um sig.
Rætt við borgarstjóra . . . samtal við Þór-
arin Sigurðsson . . . „Reynum að bjarga“,
segir rafmagnsstjóri . . . „Við treystum á
þegnskap og stililingu borgarbúa“, sagði lög-
reglustjóri í viðtali — o. s. frv.
Blöðin höfðu ekki getað stillt sig um að
slá upp sölufyrirsögnum, enda var þetta
mesta æsifregn aldarinnar, og skylt að gera
henni góð skil. í greinum blaðanna var samt
dregið úr hættunni og reynt að ræða skyn-
samlega og með rósemi um atburðina, skýrt
frá staðreyndum og áætlað samkvæmt upp-
lýsingum frá kunnugum mönnum, hvaða
afleiðingar þetta kynni að hafa fyrir bæjar-
búa. Leiðarar blaðanna hvöttu fólk til að
vera rólegt og varast að gera nokkuð það,
sem mundi auka á hræðslu fjöldans. „íbú-
ar Reykjavíkur þurfa ekkert að óttast“, var
sagt á einum stað, „nema nokkra erfiðleika
um stundarsakir. Hraunið getur ekki runn-
ið nær bænum en að Elliðaárósum, og það
versta, sem getur komið fyrir, er að bærinn
verði rafmagnslaus í nokkra daga. Afköst
Hitaveitunnar kunna að minnka um tíma,
og drykkjarvatn þarf e.t.v. að flytja til bæj-
arins, en enginn mun líða skort, því aðfærslu-
leiðir um Reykjanes, á sjó og í lofti verða
ávallt opnar, og ráðstafanir hafa þegar ver-
ið gerðar til að útvega helztu nauðsynjar,
ef til hins versta kemur. Enginn hefur
minnstu ástæðu til að óttast um líf sitt,
heilsu eða eignir, ef skynsemi fær að ráða.
I öðru blaði var gerð nánari grein fyrir
því, hvaða afleiðingar það mundi hafa, ef
rafmagnið færi alveg af bænum í lengri
tíma.
„Það eru flestir hlutir hér í bæ“, var þar
sagt, „sem ganga fyrir rafmagni nú orðið.
16
VIKAN 7. tbl.