Vikan


Vikan - 13.02.1964, Side 19

Vikan - 13.02.1964, Side 19
síðu 20 | | } vinnu sína, því enginn tími hafði gefizt til að skrásetja þá, og engin tök á að gera það á staðnum. Þá hafði verið komið upp öðru tjaldi þar rétt hjá, þar sem veitt var fyrsta hjálp við meiðslum, en niður undir brú hafði ver- ið slegið upp mjög frumlegum náðhúsum á pöllum, sem náðu út í ána. Þannig var leit- azt við að menn þyrftu ekki að yfirgefa staðinn á meðan á björgun stæði, en fyrir kom þó að það var nauðsynlegt, þegar menn rennblotnuðu í ánni eða þurftu að hafa fata- skipti af öðrum nauðsynlegum ástæðum. Voru nokkrar bifreiðir stöðugt við að aka mönnum heim og aftur á staðinn, en sjúkra- bifreiðar voru til taks til að aka þeim á slysavarðstofuna, sem höfðu meitt sig svo illa, að ekki var hægt að búa um það að fullu þar efra. Frá því um hádegi var allri ónauðsynlegri umferð beint frá Miklubrautinni, allt nið- ur í miðbæ, því nauðsyn bar til að hafa þá leið opna til allskonar flutninga á vörum og efni. Voru þar lögregluþjónar, skátar og sjálf- boðaliðar við hver gatnamót, og hleyptu ann- arri umferð, yfir Miklubrautina með vissu millibili, eða inn á hana, ef menn áttu þang- að erindi. Rétt sunnan við brýmar hafði vegamála- stjóri látið steypa fjóra stóra og svera stöpla, með nokkru millibili þvert yfir farveginn, sem vonazt var til að mundu þola hraun- rennslið, og standa upp úr því. Þessa stöpla átti svo að nota sem undirstöður undir bráða- birgðabrú þarna yfir. Mótum hafði verið hrúgað upp eftir fyrirsögn verkfræðinga á staðnum, og mikið af steypujárnum sett í þau í flýti, en Steypustöðin, sem þarna er rétt hjá, hafði ekið í mótin fljótharðnandi steypu. Nú var þessu verki að mestu lokið og stöpl- arnir orðnir þriggja til fjögurra metra háir. Mótin voru látin eiga sig utan um þá, og nú varð reynslan að skera úr því, hvort þetta verk hefði verið unnið fyrir gíg eða ekki. Hitaveitan hafði komið fyrir vatnsleiðsl- um í skurði í botni ánna, eins og skýrt hefur verið frá, og jafnframt hafði Rafmagnsveit- an sett í skurðinn rafmagnskapai. Hvorugt hafði verið tengt, en var sett þarna niður upp á von og óvon, að hraunflóðið mundi renna yfir skurðinn og ekki skemma það, sem í honum var. Þá mátti tengja endana sitt hvoru megin síðar, til bráðabirgða. Mesta vinnan hafði verið lögð í að bjarga úr rafstöðvunum og þá sérstaklega spennu- breytunum, sem nauðsynlegir voru til þess að hægt væri að dreifa rafmagni til Reykja- víkur og nágrennis strax eftir að hraunið hafði runnið framhjá. Rétt austan við gamla stöðvarhúsið var heill skógur af allskonar járngrindum, þar sem hengdir voru upp postulínseinangrarar af öllum stærðum og gerðum, en á milli þeirri strengdar rafleiðslur þvers og kruss, svo að plássið leit út eins og nútíma lista- maður hefði ætlað sér að byggja þarna frum- skóg úr járni, stáli og postulíni. Fyrir neðan vírana og postulínskúlurnar, mátti greina ógnarstór ferlíki, sem stóðu þar og biðu eins og steingerðir risar. Það voru spennubreytamir. Flestir sögSust aðeins gera það I varúðarskyni, að vera tilbúnir til brottflutnings, en aðrir ætluðu að fara strax. Fimm þeirra voru stærstir, en af þeim báru tveir af vegna stærðar og þyngsla. Þrir þessara spennubreyta voru notaðir að jafnaði, sá fjórði oft, en hinn fimmti var ekki fulltengdur. Hver þessara spennubreyta kostar fjórar til fimm milljónir króna, og eru algjörlega ómissandi til þess að breyta rafstraumnum austan úr Sogi í hæfilega spennu, sem notuð er í Reykjavík og annars staðar á svæði rafveitunnar. Hver spennubreytir inniheldur 10—12 tonn af sérstakri olíu, sem er ófáan- leg hér á landi, og verður að flytja hana sérstaklega inn til þessara nota; enda er hún mjög dýr. Án olíunnar eru þeir ónothæfir. Á jörðinni — innan í þessum frumskógi járns og postulíns — voru járnbrautarspor, sem lágu að spennubreytunum, en þeir stóðu á þess- um sporum á litlum hjólum. Járnbrautarsporin voru síðan tengd við eitt aðalspor, sem lá inn í stórt steinhús þarna rétt hjá, en í rjáfri þessa húss var fastur krani, sem var eina verkfærið á landinu, sem gat tekið þessi ferlíki upp. Þegar spennubreytunum var komið þarna fyrir, þá voru þeir fluttir á geysistórum vagni inn í húsið, þar tók kraninn þá upp og lagði þá niður á sporið, og svo voru þeir dregnir eftir sporinu á þann stað, sem ákveðinn hafði verið. Til þess að losa þá aftur, þurfti að viðhafa sömu aðferðina •— í öfugri röð. Það hafði þegar í upphafi verið ákveðið, að reyna að bjarga þrem spennubreytum undan hrauninu. Þeir höfðu því strax verið teknir úr sambandi, en sá fjórði sá ennþá fyrir rafmagni þangað í bæinn, sem nauðsynlegast var. Þá hafði strax verið tekið til við að losa olíuna af öllum þrem ferlíkjunum í einu, og olían jafnóðum sett á stóra tank- bíla, því án hennar var ekki hægt að vera. Það hafði tekið rúma fimm klukkutíma að losa olíuna af fyrsta spennubreytinum, því að olían var dýrmæt og mátti ekki fara til spillis. Síðan var hann aftengdur og losaður frá öllum vírum og fest- ingum, en síðan var hann dreginn stuttan spöl eftir teinunum að aðal- sporinu, en þar þurfti að beygja í 90 gráðu horn. Til þess var nauðsyn- legt að lyfta þessu ferlíki upp með vökvalyftum, losa hjólin undan því og snúa þeim við í rétta átt. Hjólin voru fjögur, og tók um klukku- tíma að breyta hverju hjóli. Svo var ferlíkið dregið eftir aðalspor- inu þangað til kom að annari vinkilbeygju, og þá þurfti að endurtaka breytinguna á hjólunum. Loks var spennubreytinum svo ýtt inn í húsið, undir kranann, og festur þar í krók. Kraninn var geysistór og sterkur, en ekki að sama skapi nýtízkulegur, og gekk fyrir handafli. Niður úr krananum héngu fjórar stálkeðjur, og voru fimm menn settir við hverja þeirra. Svo toguðu þeir og toguðu af öllu afli, og krókurinn á krananum hækkaði sig svo hægt og rólega, að varla var hægt að merkja það með augunum. En sem betur fór var vagninn ekki hár ,svo að ekki þurfti að hífa risann hátt í loft upp, svo að hægt væri að aka vagninum undir hann. En það hafði tekið um tuttugu klukkutíma að koma fyrsta spennu- breytinum í burtu og á áfangastað uppi á Ártúnshæðinni. En á meðan hafði annar flokkur unnið að því að losa þann næsta, svo að hann var kominn upp í kranann og tilbúinn til flutnings, þegar vagninn kom til baka, svo að liægt var að aka beint undir hann og koma honum fyrir á vagninum. Þess vegna var það, að tekizt hafði að bjarga tveim spennubreytum rétt fyrir hádegið daginn eftir — um það bil er hraunflóðið tók að renna ofan í árnar uppi við Elliðavatn. Reynslan hafði sýnt, að það tók um klukkutíma að koma þessum fer- líkjum fyrir á vagninum, og margir voru því þeirrar skoðunar, að það þýddi ekki að reyna að koma fleiri spennubreytum Framhald á bls. 36. VIKAN 7. tbl. — 29

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.