Vikan


Vikan - 13.02.1964, Page 20

Vikan - 13.02.1964, Page 20
EFTIRMÁLI VIÐ ELDGOS VIKUNNAR MDMA BUAST VID GOSI A REYKJANESI Reykjanesskagi er meir eldbrunninn en nokkur annar hluti þessa lands. Ég ætla að engin viti hversu margar eru þær eldstöðvar og því síður hversu mörg þau hraun eru, sem þar hafa brunnið frá því að jökla leysti af land- inu. Um hraunflákana á þessu svæði fær maður nokkra hugmynd ef það er at- hugað að hægðarleikur er að ganga alla leið frá Þingvallavatni út á Reykjanestá án þess að stíga nokkurn- tíma af hrauni. Fyrsta gos, sem sögur fara af á þessu svæði er það, sem átti sér stað árið 1000 og sem getið er um í Kristnisögu. Það gos var á Hellisheiði norð-austur og austur af Hveradölum og eru eld- stöðarnar vel sýnilegar hverjum þeim, sem um Hellisheiði fer. Ekki fara sög- ur af fleiri gosum á austanverðum Reykjanesskaga. Þó hefur þar gosið síðar a.m.k. tvisvar sinnum, í Eldborg nyrðri og syðri, milli Lambafells og Bláhnjúks, því hraun frá þeim gos- um hafa runnið út á hraunið frá 1000. í námunda við þær eldstöðvar hefur áður gosið oftar en einu sinni eftir ísöld, og þaðan er komið það hraun, sem næst hefur komizt höfuðborginni, en það er hraunið sem runnið hefur út í Elliðaárvog. Samkvæmt rann- sóknum Þorleifs Einarssonar er þetta hraun komið úr stórum gíg er nefnist Leitin sunnan við Ólafsskarð austan undir Bláfjöllum. Yngri hraun þekja þetta að mestu vestur að Draugshlíð- um, en þaðan er auðvelt að rekja það alla leið til sjávar. Þetta hraun hefur verið mjög þunnfljótandi og væntan- lega runnið hratt. Það er helluhraun og myndar hvergi kraga það ég veit, en í því eru gervigígir á nokkrum stöð- um og þekktastir þeirra eru Rauðhól- ar við Elliðavatn. Skammt ofan við brúna yfir Elliðaár á Suðurlandsvegi er mór undir hrauninu. Hann hefur verið aldursákvarðaður með C14 aðferð og reynzt vera 5300 -(- eða — 340 ára. Vestan við Bláfjöll eru allmargir gígir og sumir þeirra stórir. Meðal þeirra er sá sem gerður hefur verið hinn mesti ógnvaldur í VIKUNNI á undanförnum vikum. Frá eldstöðvum á þessum slóðum hafa hraun runnið norður á Sandskeið, milli Sandfells og Selfjalls og vestan við Selfjall, milli þess og Heiðmerk- ur. Á síðast nefnda svæðinu ber hraun þetta nafnið Hólmshraun. Þarna er þó um a.m.k. 5 mismunandi hraunstrauma að ræða, og verða þeir nefndir Hólms- hraun I—V hér. Hólmshraun I er þá þeirra elzt og V yngst. Ekki hafa þessi hraun ennþá verið rakin til einstakra eldstöðva, og er raunar óvisst hvort það er mögulegt, a.m.k. með öll þeirra. Af þessum slóðum hafa þau samt kom- ið. Engar sagnir eru til um gos á þess- um slóðum. Hólmshraun I hefur runn- ið út á Leitahraunið rétt austan við Gvendarbrunna og langleiðina yfir það þar skammt fyrir austan. Hólmshraun II hefur einnig runnið út á það austan við Lækjarbotna og myndar hina áber- andi, háu hraunsbrún ofan við gamla Lögbergsbæinn aðeins norðan við Suð- urlandsveginn. Af þessu er ljóst að Hólmshraunin öll eru yngri en Leita- hraunið, en um aldur þess var áður getið. Samkvæmt því sem hér hefur verið sagt hafa orðið a.m.k. 9 eldgos á aust- anverðum Reykjanesskaga á síðastliðn- um 5300 árum. Auk þess er Nesjahraun í Grafningi, en það er samkvæmt rannsóknum Kristjáns Sæmundssonar 1880 + eða + 65 ára, C14 ald- ursákvörðun. Þar með eru gos- in orðin 10. Milli Selfjalls og Helgafells virðist ennfremur vera nokkuð á annan tug mismunandi hrauna, sem öll eru runnin eftir ís- öld, eru þá ekki talin með áðurnefnd fimm Hólmshraun né heldur hraun það sem komið er úr Búrfellsgígnum, og sem nefnt er ýmsum nöfnum, svo sem Hafnarfjarðarhraun, Garðahraun, Gálgahraun o.s.frv., en sem ég mun nefna Búrfellshraun. Á þessu hrauni stendur meginhluti Hafnarfjarðarbæj- ar. Ekki skal nú haldið lengra vestur skagann að sinni, en aðeins geta þess að fjöldi hrauna og eldstöðva eru þar, 5én Jónsson jarðfræðingur. „Það er óhætt að slá því föstu að alls engar líkur eru til E^ess að eldgosum sé að fullu og öllu hætt á Reykjanes- skaga. Það verður þvert á móti að teljast í fyllsta máta líklegt, að gos muni enn verða þar... “ 20 — VIKAN 7. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.