Vikan


Vikan - 13.02.1964, Síða 23

Vikan - 13.02.1964, Síða 23
Luteyn hefðu einnig verið handsamaðir í sömu járnbraut- arstöð. Brezki flugherinn hafði gert nokkrar árásir, sem leiddu til mikilla ráðstafana til að handsama flugáhafnir, sem svifu til jarðar í fallhlífum. En Neave og félaga hans tókst að sleppa úr lögreglustöðinni, meðan verð- ir þeirra gættu sín ekki rétt sem snöggvast. Þjóðverjar höfðu því verið viðbúnir, þegar Hyde- Thompson kom til Ulm, en hann hefði heldur ekki getað gert sér neina von um að sleppa, þegar grunur var á annað borð fallinn á hann. Ohapp Hyde-Thompson kenndi okkur sitt af hverju, sem kom í góðar þarfir síðar. Við urðum að gjalda reynslu okkar dýru verði! Upp frá þessu áttu í mesta lagi tveir flóttamenn að fara sömu leið. SVIKARINN. Eins og ég hefi þegar getið, var ég ekki alls kostar ánægð- ur með hlemminn á flót.tagat- inu í leikhúsbyggingunni. Þegar Þjóðverjar voru farnir að róast eftir um það bil viku frá flótta fjórmenninganna, fór ég við ann- an mann á laun inn í leikhúsið og málaði hlemminn enn einu sinni. Ég vissi nefnilega, að ef enn yrði strokið úr fangabúðunum, mundu Þjóðverjar margfalda ná- kvæmni sína og kapp við að finna leiðina, sem menn færu. Þegar málningin var þornuð, fórum við til að athuga, hvernig liturinn kæmi heim við umhverf- ið, og við þessa heimsókn í leik- húsið hafði ég óljósan grun um, að fvlgzt væri með ferðum okk- ar. Ég var gætnari en nokkru sinni, þegar ég fór inn í leikhús- ið og hvarf síðan undir leiksvið- ið, en það var einkennileg til- viljun, að þýzkur snuðrari skyldi einmitt koma þarna í sama mund. Ég heyrði hann tala við einhvern (líklega fanga) í grennd við leiksviðið. Næstu tveir fangar voru reiðu- búnir til flótta næsta sunnudag, þegar við komumst að því, að daginn áður höfðu Þjóðverjar farið inn undir leiksviðið og fundið hlemminn minn. Þetta var sérstaklega grunsamlegt af þeim sökum, að engin ummerki Framhald á bls. 48. FI0TTINN FRÁ C010ITZ 8. hiluti Eftir Patrlck Reid Teikning Baltasar VIKAN 7. tbl. 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.