Vikan - 13.02.1964, Síða 24
Um sama leyti sat Ralph inni
í skrifstofunni hjá Simoni til að
tala við hann undir fjögur augu.
Hann virtist órór og daufur í
dálkinn þegar Simon sneri sér
formálalaust að efninu:
- — Ég hef beðið þig um að
finna mig, Ralph, því að mér
líkar ekki hvernig gengur. Eitt-
hvað er öðruvísi en það á að
vera. Heimilið ætti að vera tekið
til starfa fyrir mörgum vikum.
Er það svo að skilja að þú hafir
misst allan áhuga fyrir málinu,
eða eitthvað hafi strandað hjá
þér. Ef svo er þá er ég fús til að
ræða þann möguleika að ég taki
við eigninni siálfur og reki þar
sjúkrastofu og hvíldarheimili
jafnframt.
Ralph brosti.
- - Þér mun hafa verið eitt-
hvað þvílíkt í huga þegar þú
lagðir peninga í fyrirtækið, er
ekki svo?
Mér fannst þessi húseign
afar hentug, og mér datt í hug,
að við gætum samræmt áhuga-
mál okkar beggja. Ég mundi ekki
hafa iagt svona mikið fé fram,
ef ég hefði ekki verið trúaður
á möguleikana.
-— Nei, vitanlega ekki, sagði
Ralph og hristi ösku — sem eng-
in var — af vindlingnum.
Simoni brá við er hann leit
betur á Ralph. Andlitið var sjúk-
legt og fölt og augun flöktandi.
- - Segðu mér af hverju þess-
ar seinkanir stafa.
— Blátt áfram af því að ég
keypti ekki eignina, svaraði
Ralph kuldalega.
— Hvað ertu að segja? hróp-
aði Simon. — dftlarðu að segja
mér að . . .
— Ég ætla að segja þér að þú
getur látið tukthúsa mig hvenær
sem þú vilt, sagði Ralph og setti
í sig hroka. — Þú skoðaðir eign-
ina með mér, en hver sem vili
getur skoðað eign án þess að
kaupa hana. Og líka er hægt að
draga kauptilboðið til baka, þeg-
ar áskilin frestur til greiðslu á
andvirðinu er liðinn. Áhugi minn
á eigninni var horfinn um
leið og ég hafði fengið þig til
þess að leggja fram þessi þrjú
þúsund pund.
— En þetta eru fjársvik, mað-
ur! Simon var orðinn fölur, en
hann vildi ekki trúa fyrr en í
síðustu lög, að svona hrapp-
mennska væri hugsanleg.
— Ég er hræddur um það,
andvarpaði Ralph.
Simon starði á hann,
Og þú þorir að koma hing-
að og játa þetta viðstöðulaust!
Kanntu ekki að skammast þín?
— Ég sé ekki hvaða gagn væri
í að neita staðreyndum, þegar
þú þyrftir ekki annað en hringja
í símann og fá upplýsingar um
þær. Lakast er að húseignin var
seld og nýju eigendurnir eru
fluttir í hana fyrir þrem eða
fjórum dögum. Þar með var ég
úr leik - - og verð að gefast upp
skilyrðislaust.
Simon leit á hann með fyrir-
litningu.
—- Þú hefur svikið þrjú þús-
und pund út úr mér, og ef þú
heldur að ég láti þig sleppa bóta-
laust . . .
— En mér bráðlá á pening-
unum. Það stóð nefnilega svo-
leiðis á . . . en það er ekki til
neins að sitja hér og útskýra . . .
- - Þú skalt ekki halda að þú
sleppir klandurslaust úr þessu,
Ralph Mason, sagði Simon. - -
Og hvað um Jcck Hamden. Hann
lagði lika fram peninga.
- - Já, fimm hundruð pund . . .
Og þau fóru vitanlega . . .
Simon settist þunglega á skrif-
borðsstólinn. — Þetta er óskiljan-
legt, sagði hann. — Ég get í
rauninni ekki trúað því.
Ralph brosti.
— Þú varst mjög auðtrúa —-
og svo áhugasamur um líknar-
starfsemi. Ég vissi að þú mund-
ir bíta á öngulinn hjá mér. Og
áætlunin ar svo sem ekki slor-
leg. En því miður lenti ég í okr-
araklóm og nú er svo illa kom-
ið, að ég er orðinn gjaldþrota. Ég
hafði ekki um neitt að velja, og
í rauninni engu að tapa. Og úr
því að ég átti að lenda i tukt-
húsinu á annað borð, fannst mér
skárra að láta hengja mig fyrir
sauð en fyrir lamb, ef þú vilt
afsaka að ég nota samlíkinguna.
Simon starði á Mason. — Ég
verð að játa að þú hefur leikið
hlutverk þitt snildarlega, sagði
hann napur.
- - Já, ég hef líka fengizt dá-
litið við leiklist, sagði Mason. —
Það er bara gallinn að ég er svo
úthaldslítill. Mér finnst grasið
alltaf fallegra fyrir handan girð-
inguna, en mín megin . . . En,
heyrðu nú, Simon, ef þú lætur
setja mig inn, slepp ég varla með
minna en tvö ár, býst ég við. En
hvað hefurðu upp úr því sjálf-
ur? Ekki færðu peningana þína
til baka.
— Ég vinn það að sjá þig for-
svaranlega geymdan þar sem þú
24 — VIKAN 7. tbl.