Vikan - 13.02.1964, Síða 28
ISLENZK
HÚSMÖÐIR
OG SVARTIR
ÞJÓNAR
Þannig er ióhannesborg í Suður Afríku á svipinn. Þar úir og grúir af skýjakljúfum og öSrum ný-
tízku byggingum, þar eru öll einkenni nútíma stórborgar. Hjónin, sem SigurSur segir frá í grein-
inni búa ekki í borginni sjálfri, heldur spölkorn utan viS hana.
afríkanska verkfræðinginn Thomas William
Robson, varð ástfangin, giftist honum og fór
til Bretlands. Náttúrlega spáðu margir illa
fyrir þessu og mörgum vina hennar hraus
hugur við því að þau skyldu ákveða að fara
til Surður-Afríku, þar sem hann ætlaði að
taka við fyrirtæki föður síns. En svo voru
aðrir — og í þeim hópi var fóstri hennar —
sem sögðu að þessi ungi útlendingur yrði
áreiðanlega gæfumaður. Og aðalatriðið væri
ekki það hvar á jörðinni maður byggi, held-
ur hitt, að verða hamingjusamur. Og það
voru þau frá fyrstu kynnum, hafa alla tíð
verið og eru enn.
Fyrstu 9 árin voru þau barnlaus. En nú
eiga þau 14 ára son, Thomas og 11 ára dótt-
ur, Ingrid Önnu. Börnin koma og heilsa
upp á okkur. Svo fara þau í háttinn. Próf
standa yfir í skólanum. Pabbi þeirra hef-
ir sagt þeim, að ef þau standi sig ekki vel
þá fái þau ekki að fara með foreldrum sín-
um í ítalíuferðina, sem ráðgert er að hefjist
með skipi frá Höfðaborg eftir rúma viku.
Af þessari ferð ætla þau ekki að missa. Þess
vegna fara þau snemma að hátta í kvöld.
Við göngum út í garðinn. Hún sýnir mér
blómin, sem hún er að rækta. Þetta er garð-
urinn hennar. Og hún er hreykin af hon-
um. Húsið reistu þau bæði í félagi. Það var
byggt í áföngum. En hún annast um garð-
inn með aðstoð þjóna sinna. Hér eru bara
örfá tré, sem fyrir voru, þegar garðurinn
var skipulagður. Hitt eru trén hennar, sem
hún hefir sjálf sett niður í moldina. Hið
28 — VIKAN 7. tW.
hæsta þeirra er nú áreiðanlega 25 metrar.
Hér eru eikartré, lauftré, tré með nöfnum,
sem ég get ekki þýtt á íslenzku. Hér eru
margar tegundir rósa, liljurnar eru búnar
að blómstra en rósirnar eru að byrja að
springa út. Hér eru blómjurtir, sem ég hélt
að hún væri löngu búin að setja niður, en
það er ekki nema hálfur mánuður síðan.
Hér vex allt svo hratt. Og nú eru þær að
flýta sér út í sumarið. Hún ræktar líka á
veturna. í júlí, en þá er hávetur, þrífast bezt
ýmsar þær jurtir, sem eru sumarblóm á
íslandi. Og við göngum hér í sumarkvöld-
inu og njótum þessara ilmríku blóma í garð-
inum hennar. Ég er svo illa að mér, að
stundum óska ég þess, þegar ég sé öll þessi
tré, allar þessar blómjurtir, að ég viti þó
ekki sé nema brot af því, sem vinur minn
Kristmann Guðmundsson kann um allan
gróður. En svo kæri ég mig kollóttan, nýt
þessa bara eins og barn og læt mig engu
skipta þó að ég sé einfeildningur.
„Mér leiddist fyrst. En nú finnst mér að
ég eigi hér heima. Hér á ég orðið svo marga
vini“, segir Sigríður. Hún minnist ekki á
hverjir þessir vinir hennar séu, en ég hef
grun um, að þeir séu engu síður héma í
garðinum hennar en utan hans. „Ég sakna
þess þó einkum þegar ég heyri íslenzku, hve
langt er héðan til fslands". En það er sjaldan,
sem hún heyrir hana. Hún nefnir að Vigfús
Guðmundsson hafi komið til sín. Og íslenzk-
ur flugmaður, sem hafði bækistöð hér í
grannríki, kom hingað stundum, En svo
kvæntist hann og hvarf á brott. Samt talar
hún íslenzkuna enn mætavel.
Hvernig hefir þeim gengið að komast
áfram? Um það þarf engum blöðum að fletta.
Hún segir að maðurinn sinn svari, þegar að
er spurt:
„Ég er þúsund-þjalasmiður“.
Og það er hann áreiðanlega. Hann stjórn-
ar verkfræðifyrirtæki, flytur vörur út og inn,
á búgarð norður i landi. Hér eiga þau þetta
hús, þrjár bifreiðar, hafa fjóra þjóna, suma
allt frá því er þau hófu búskap, aðra hafa
þau ráðið síðar. Þau greiða þjónum sínum
ekki hátt kaup, en sjá þeim fyrir fötum,
fæði, húsnæði, læknishjálp. Þó kaupið sé
ekki hátt, miðað við daglaun hvítra manna,
þá nægir það þó einum þjóni þeirra til þess
að halda uppi konum sínum þrem og börn-
um norður í landi, en þangað fer hann í
fristundum sínum til þess að leika við börn
sín og votta konunum þrem hollustu sína.
Við göngum að sundlauginni. „Við synd-
um hér daglega frá því í október og þangað
til í apríl, en á veturna er of kalt því að
við hitum ekki vatnið“.
Ég virði fyrir mér fjaðradýnuna stóru
— „trambuline". „Börnunum þykir gaman
að henni. Og fullorðna fólkinu reyndar líka.
Það voru hér gestir hjá mér í gær. Og þeir
ærsluðust í lauginni og þeyttust eins og
krakkar á fjaðradýnunni. Við skemmtum
okkur ágætlega".
Framhald á bls. 41.