Vikan


Vikan - 13.02.1964, Síða 29

Vikan - 13.02.1964, Síða 29
UNDIR FJÖGUR AUGU Vel þekktur sölumaður í Reykjavík sagði mér eftir- farandi sögu um daginn: Sonur hans, sem er 8 ára, tók á inóti honum úti í bílskúr einn daginn, þegar hann var að koma úr söluferð, og Sp.gði: — Pabbi ef þú vilt gefa inér hundraðkall, skal ég segja þér hvað maðurinn í fiskbúðinni sagði við mömmu í gær. Sölumaðurinn var að taka töskurnar sínar út úr bíln- um og svaraði önugur: — Pú færð enga peninga. Mig varðar ekkert um það. Svo fór hann að fá bakþanka, og þegar hann var til- búinn til að fara inn, sneri hann sér að stráknum og sagði: — Hér hefurðu 25 kall. Hvað sagði fisksalinn þá? Strákurinn tók við peningnum, stakk honum vandlega í vasa sinn og svaraði: —• Er það ekki ýsa eins og venjulega? fcÉTristín Magnúsdóttir frá Mosfelli liafði eins og margir fleiri, áhuga á því að kirkjan þar yrði endurreist, eða að þar yrði byggð kapella. Reri hún að því öllmn árum. Eitt sinn liitti hún Halldór Kiljan Laxness og fór að ræða þetta áhugamál sitt við hann, og spurði m. a. hvort hann vildi ekki leggja sitt til að þar kæmist upp kapella. „Það er alveg sjálfsagt, Kristín min,“ sagði Halldór, „hún þarf ekkert endilega að vera hol að innan. . . . U-ha???“ Strákurinn lcom í heimsókn til verkstæ?5isfor- mannsins, og borðaði kvöldverð hjá lijóminum. Verkstæðisformaðurinn spurði strákinn hvaðan hann væri, og hann sagði, Reykjavik. „Já, þar bjó ég fyrir fimmtán árum siðan, þeg- ar ég kynntist Gunnu, konunni minni,“ sagði verkstæðisformaðurinn. Morguninn eftir kom dóttirin öskureið til lians og sagði. „Það er luiggulegt livað þú lætur fóik halda um mann. Ég var búin að segja iionum að ég væri sextán. Nú heldur hann náttúrulega að ég sé óskilgetin.... “ .Tói Hasi var í skemmtiferð í Hamborg. Pað leið að brottfarartima um kvöldið, en ekki koin Jói. Svo hringdi hánn á iliótelið til fararstjórans, sagð- ist ekki geta 'komizt, en mundi hitta hópinn í Höfn daginn eftir. „Hvað?“ hrópaðí fararstjórinn. „Ertu vitlaus, maður? Þú verður að koma eins og skot.“ „Ómögulegt," svaraði Jói. „Við erum tuttugu saman hérna 1 partii, og ef ég fer þá er allt búið.“ „Af hverju er það búið, þótt þú farir?“ „Það eru nítján stelpur," svaraði Jói hinn ánægðasti. Nú eru menn alveg hættir að tala um sterkan bjór. Það er lík?. a.llt í lagi. Ég heíi engan áhuga fyrir því lengur að sterkur bjór verði framleiddur til sölu hér. Málin eru á þægilegu stigi eins og er, því maður getur alltaf krækt sér í sterkan bjór ef maður kærir sig um. Það er svo miklu magni smylgað inn í landið, og þaö er á allra vitorði. Það er eins víst, að ef hann yrði frnmleiddur hér heima, þá yrði hann skattlagður svo ofsalcgá, að hann yrði miklu dýrari en hann er nú. Ein- kennilegust skammsýnin og glopruhátturinn í ráðamönn- um að vilja ekki nota sér þessa tekjulind. En úr því að þessi dáyndisvökvi er orðinn svona algeng- ur, eins cg raun ber vitni, þá er kannske ekki úr vegi að gefp. mönnum nokkur ráð eða heilræði um það, hvernig eigi a.ð drekka bjór, svo vel fari og bezt þyki. Þessi fróð- I?ikur er ekki frá mér sjálfum, heldur fann ég hann í erlendu blaði, og þar sem sýnilega er fyrst og fremst átt við öósa- eða flöskubjór, hlýtur það að eiga vel við okkur hér heima. Það ber að varast — segir þar — að kæla bjórinn of mikið. Helzt má ekki kæla hann niður fyrir 4—5 stig, því ar.n? s missir ha.nn bragð, ilm og líf, og getur jafn- vel farið svo að liann eyðileggist alveg og að eggjahvítu- samböndin klofni, scm sést ef hann verður gruggugur eða þokukenndur. Þá má hella honum í vaskinn. Það er NAUÐSYNLEGT að glösin séu TANDURHREIN. Það má enginn blettur eða ský vera í þeim. Minnsti sápublettur, fituský, eða grunur um varalit, „drepur“ bjórinn við snertingu. Ef hugur fylgir máli og þú vilt umgangast þinn bjór með ástúð og hlýju, þá skaltu þvo glösin með örlítilli sápuupplausn, og skola þau svo vel og vandlega, þar til þau glitra og gljá eins og gimsteinn. Síðan skaltu láta þau þorna af sjálfsdáðun — aldrei þurrka þau né snerta meira. Og bezt er að skola þau svo aftur að innan með köldu vatni, rétt áður en bjórnum er rennt í þau. Það skiptir raunverulega engu máli, hvort maður hellir beint ofan í glasið, plomp — plomp, eða rennir bjórnum hægt niður eftir glasbarminum. Þá kemur að vísu minni froða, ef hægt er farið, en ef bjórinn er góður og lifandi, þá Á AÐ VERA FROÐA. Það er svo smekksatriði, hvað maður vill. Lögun glassins er einnig aðeins smekksatriði, og hefur ekki eins mikið að segja eins og STÆRÐIN. Það er nefnilega frumskilyrði, að gl«*».sið sé ekki stærra en það, að þú getir rennt úr því á tiltölulega stuttum tíma, áður en blessaður bjórinn deyr úr leiðindum og hita. Súptu aldrei á bjór. Drekktu — teygaðu. Það er þveröfugt við létt vín, sem á að dreypa á. Bjórinn smakkast bezt og rennur bezt niður með því að taka drjúga teyga. í Guðs bænum . . . í Guðs bænum . . . drekktu bjórinn aldrei beint úr dósinni. Það er hreinasta bjórlast og má ekki ske. Þá missir þú bragðið og ánægjuna af að sjá bjórinn bylgjast í silfurtæru glasinu. Þá færðu í munn- inn andstyggilegt bragðið af málmi og lykt af prentsvertu og óhreinindum. Þá verður þér «alls ekki gott af bjórn- um á neinn hátt. Þú verður samt sem áður var áhrif- anna ?.f lijórnum, en missir alla ánægjuna af að drekka BJOR. Þá gætirðu alveg eins rennt úr glasi af kogara. Og þarna hafiö þið það. Þetta eru ekki flónkar reglur, og allir geta f?.rið eftir þeim, ef þeir vilja. Og sannið til, að þáð borgar sig — fyrir utan það hvað það er gaman að því að geta sýnt og sagt kunningjunum, hvernig vanir og lærðir menn eiga að drekka bjór, svo að vel fari. Sú saga er sögð af einum hörkuduglegum Sauðkrækling, sem hafði mikinn áhuga á fiskveiðum og athafnalífi kaup- staðarins, að hann fór á skip, sem sigldi til NEW YORK. Þegar þangað kom var þar blíðskaparveður og bjart til loftsins. Ilann hallaði sér upp að borðstokknum ásamt nokkrum félögum sínum þegar þeir komu að landi, leit íbygginn til norðurhiminsins og sagði svo hægt og rólega: „Mér sýnist þeir hljóti að róa á Króknum í dag . . VIKAN 7. tbl. — 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.