Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 13.02.1964, Qupperneq 33

Vikan - 13.02.1964, Qupperneq 33
sínum. Ofan á þetta bættust sí- felldar umvandanir föður hans vegna frammistöðunnar í skóla. Kennedy snerist þó aldrei önd- verður gegn föður sínum á skóla- árunum, hann bar óttablandna virðingu fyrir honum, og þorði aðeins að setja fram fáfengileg- ar afsakanir, sem ekki voru tekn- ar gildar. „Ef ekki væri latín- an, væri ég sennilega efstur í yngri flokkunum“, skrifaði hann móður sinni eitt sinn. Faðir hans skrifaði honum síðar: „Ég vil ekki að þú álítir mig nöldrara, því, hjálpi mér, ekkert er verra í fari foreldra". Síðan hvatti hann son sinn, sem hann taldi geta miklu meira en hann hefði sýnt. Kennedy var aldrei ódæll og tók ekki upp á neinu því sem ýms'ir skólafélagar hans gerðu í námsleiða sínum. Hann lét sér nægja að stunda íþróttir og lesa skemmtilegar bækur, t.d. fvar Hlújárn, og skrifaði um hana stutta ritgerð. Og þó var áhugi hans ekki allur á þessum svið- um, ef marka má nokkur orð í einu af bréfum systur hans til Josephs eldra: „Jack var ansi óþægur meðan hann var heima“, skrifaði yngsta systirin hneyksl- uð, „hann kyssti Betty Younger við mistilteininn í anddyrinu. Hann hafði líka háan hita eina nóttina, en ungfrú Cahill gat ekki tjónkað við hann“. Systir- in lagði til að Kennedy yrði flengdur. Það var því eitthvað annað en leti og ómennska, sem dró úr námsframa Kennedys. Hann virðist aðeins ekki hafa gert sér Ijóst hvers virði námið var, fyrr en seint á skólaárum sínum. Hann ritaði föður sínum eitt árið eftir langa ferð um Evrópu, bað því sem næst afsökunar á hangsi sínu í skóla, kvaðst skilja um- vandanir föður síns og lofaði stórbættri frammistöðu. Hann stóð við loforðið og lauk prófi frá Harvard-háskóla með hæstu einkunum, eða magna cum laude, í aðal námsgrein sinni, alþjóðastjórnmálum. Þetta var meira en prófessorarnir höfðu búizt við og faðir hans sem var bæði hreykinn og ofsaglaður, sendi syni sínum skeyti frá Lundúnum: Tvennt vissi ég alltaf um þig, að þú ert snjall, að þú ert fyrirtaks náungi. — Kveðjur, Pabbi. Prófritgerðin, fjallaði um vanbúnað Breta í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún vakti þegar mikla athygli og var Kennedy hvattur til að auka við hana og fá hana síðan gefna út í bókarformi. Vinur Kennedy- fjölskyldunnar, blaðamaðurinn heimskunni, Arthur Krock, hjá New York Times, fann nafnið á bókina, „Why England Slept“, Hví svaf England, og annar vin- ur fjölskyldunnar, Henry Luce, útgefandi Time og Life, ritaði formálann. Bókin, sem var til- einkuð föður Kennedy og móður, varð þegar meðal mest seldu bóka í Bandaríkjunum. Fjörutíu þúsund eintök flugu út úr bóka- verzlunum á stuttum tíma, og gagnrýnendur fóru lofsamlegum orðum um verkið. Þá ar Kenn- edy 23 ára gamall. I þessari fyrstu bók sinni varpaði Kennedy ekki sökinni á vanbúnaði Englendinga svo mjög á herðar Chamberlains og Stan- ley Baldwin, líkt og almennt er gert, og á þeim tíma var algeng- ast. Hann benti réttilega á að ýms ópersónuleg öfl hefðu vald- ið miklu um ástandið, bæði efna- hagsleg og stjórnmálaleg öfl. Hann varpaði fram þeirri spurn- ingu hvort vestræn lýðræðisríki, með kapitaliskt efnahagskerfi, gætu staðizt einræðisríkjunum snúning. Hann svaraði þessari spurningu ekki beinlínis en taldi lýðræðisríkjunum sýnilega nauð- synlegt að eiga sér sterka for- ingja. Þetta sögðu gagnrýnend- ur auðveldara sagt en gert, og kváðust þrátt fyrir allt ekki sjá í bókinni lexíu fyrir Bandaríkja- menn. Hins vegar bæri bókin vott um óvenjulega skýra hugs- un og rökfestu, sem kæmi í ljós við skilgreiningu hans og lýsingu á ástandinu í Bretlandi fyrir síð- ari heimsstyrjöldina, og ýmsum ályktunum. í ánægju sinni sendi faðir hans bókina til Churchills, Breta- drottningar og brezka hagfræð- ingsins Harolds Laski, en hjá honum höfðu Joseph og John numið um tíma. Laski var einn helzti málsvari sósíalismans á þeim tíma í Bretlandi. Sú ákvörðun Josephs eldra að senda syni sína til þessa manns í skóla, bera vott um frjálslyndi hans í uppeldi barna sinna og traust á dómgreind sonanna. Hann vildi láta þá læra sem mest og mynda sér síðan skoðanir í þjóð- félagsmálum. Samskonar frjáls- lyndi birtist einnig í þeirri ákvörðun að senda börnin ekki eingöngu á skóla kaþólskra í Bandaríkjunum, enda taldi hann það of einhæfa viðkynningu á mönnum og tilfinningum þeirra. Kennedy hætti við þá fyrir- ætlun að hefja laganám eftir prófið frá Harvard, en var hálft ár við nám í viðskiptafræði í Stanford-háskóla. Síðan ferðað- ist hann talsvert um Suður- Ameríku, en sótti eftir það um upptöku í sjóherinn. Honum var vísað á bug vegna meiðslanna í baki. En þá réðust Japanir á Bandaríkin og slakað var á kröf- unum um inngöngu í herinn. Hann fékk þjálfun í sjóhernaði og var sendur á vígstöðvarnar snemma árs 1943. (Afrekssaga frá þessum tíma hefur áður ver- ið rakin í VIKUNNI 44. og 45. tbl. 1960 ,og er því sleppt hér). Eftir styrjöldina var Kennedy á báðum áttum. Hann sneri sér þó að blaðamennsku og vonað- ist til að gera hana að ævistarfi. Hann var sendur af Hearst- blaðahringnum til að rita um ráðstefnu þá í San Fransisco, sem átti að leggja grundvöllinn að Sameinuðu þjóðunum. Síð- ar ritaði hann frá Bretlandi um kosningarnar í sömu blöð. En þá hafði hann fengið sig full saddan af blaðamennskunni. Fað- ir hans, sem vildi að Kennedy sneri sér að stjórnmálastörfum varpaði öndinni léttar. Hann lagði að syni sínum að bjóða sig fram við fyrsta hentuga tæki- færi. Kennedy gekk erfiðlega að ákveða sig. Hann viðurkenndi að sér líkaði tilhugsunin um sjálft löggjafarstarfið ekki illa. En að þurfa að byrja með framboði: Taka í höndina á fólki, klappa því hjartanlega á bakið, eða kinnina, ef um konur var að ræða, kyssa börnin, lofa upp í ermina á sér og níða andstæð- ingana. Þannig leit kosningabar- áttan út í hans augum, og hon- um óaði við þessu. Feimni hans og hlédrægni voru á þessu tíma- bili sterkari en flest annað, i fari hans. Aðeins seigla og þrjózka höfðu bjargað honum fram til þessa, gegnum skóla og styrjöldina. Nú yrði hann að taka á öðrum eiginleikum sín- um jafnframt þessum, og þeir voru óþroskaðir með öllu. Og hvar átti hann að bjóða sig fram, spurði hann sjálfan sig. Hann átti raunverulega hvergi neitt pólitískt heimili. Hann hafði alla ævina verið á ferð og flugi, búið í Massachusetts, New York, London, verið í hinum og þessum skólum, barizt í stríð- inu, ferðazt mikið. Demokratar voru auk þess búnir að missa sín gömlu tök á írum í Massa- chusetts. En framboð virtist óhjákvæmi- legt. Það var beinlínis yfirlýst skylda hans. Og tækifærið gafst fyrr en nokkurn óraði. Ellefta kjördæmið í Boston losnaði. Ef Kennedy ynni prófkjörið kæm- ist hann í framboð til fulltrúa- deildarinnar, öruggur um sigur, vegna þess að Demokratar réðu í kjördæminu. En hér var engum væskli hent að bjóða sig fram. Eflaust hefur Kennedy líkzt einhverjum slík- um, horaður, drengjalegur, með fíngerðar hendur, með veika rödd, líkari pabbadreng en verð- andi stjórnmálaskörungi. Hátt- virtir kjósendur voru upp til hópa algerar andstæður hans, taldir harðvítugustu hafnar- verkamenn í Bandaríkjunum, fátækir, hryssingslegir, en dug- leg þrekmenni. Reyndar var Harvard-háskóli í einu horni kjördæmisins, en sú staðreynd gat ekki ráðið úrslitum. Vinum Kenneyds leizt ekki á að hann yrði sendur inn í jafn skugga- legt kjördæmi, og ráðlögðu hon- um að bjóða sig heldur fram til einhvers ríkisembættis, t.d. embættis vararíkisstjóra í Massa- chusetts. En Kennedy vísaði til- lögum þeirra á bug. Þar voru nógir um boðið, sem höfðu meiri möguleika en hann. Ellefta kjör- dæmið var eina vonin í þessum kosningum. í þessa von hélt Kennedy dauðahaldi, og háði með aðstoð fjölskyldunnar harða kosningabaráttu, þá einustu, sem vitað er til að hafi verið stjórn- að úr hótelherbergi. Framhald í næsta blaði. uHgfrú yndisfríð býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAK IÞaS er alltaf saml lelkurlnn f hénnt Ynd- Jsfríff okkar. Hún hefur íallS örktna hans Núa einhvers sfaSar £ hlaSInu or heltir góSum verSlaunum handa þelm, sem getur lundlS Srklna. YerSlaunln eru stór kon- lektkassl, fullur at hezta konfektl, og framleiSandlnn er au.SvItaS SælgætlsgcrB- In Nóí. Náfn HeimlU örkln er & hli. ■ SiSast er dregis var hlaut verSIauntn: Björk Sigdórsdóttir, Álftamýri 26, Rvík. Vlnningáima má vitja á .skrifstofn Vikuhnar. VIEAN 7. tbl. — 33

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.