Vikan - 13.02.1964, Síða 43
marki. En hún er áreiðanlega
ekki nein lausn á þessu mikla
vandamáli. Ég trúi því, að okk-
ur sé hyggilegast að nota bið-
tímann til þess að fá hingað sem
allra flesta hvíta menn svo að
við verðum nægilega margir um
að varðveita rétt okkar og
tryggja framtíð hvítra manna
eftir að allir borgarar landsins
eru búnir að fá sömu mannrétt-
indi. Suður-Afríka er land hinna
miklu möguleika. Við þurfum að
vekja á þeim athygli, fá þúsund-
ir, milljónir hvítra innflytjenda
og búa okkur þannig undir það,
sem koma skal.
Afkomendur Búanna líta
margir á þetta öðrum augum.
Þeir hafa aldrei getað beygt sig
fyrir neinum. Það sannar sagan.
Þeir hafa flúið ofbeldi eða bar-
izt gegn því, unz yfir lauk. Hér
munu þeir einnig halda áfram
að berjast. Búinn deyr með
sverðið í hendinni. En við hinir
erum raunsærri. Og þess vegna
greinir okkur á um leiðirnar, sem
skynsamlegast er að fara til
tryggingar framtíð þessa lands“.
Við opnuðum pakkann, sem
Frankie hafði skotið inn bak-
dyramegin. Þar var hangikjöt,
harðfiskur, hákarl og eitthvað
fleira — sitt lítið af hverju —
sem ég hafði tekið með að gamni
mínu utan af íslandi. Það er
áreiðanlega ekki ofmælt þó ég
segi að þessi litla gjöf hafi ver-
ið vel þegin. Tom sagði mér það,
að hér norður i landi þurrkuðu
þeir antiloputungur og ætu hrá-
ar eins og við íslendingar fisk.
Það myndu frændur vorir, Fær-
eyingar, sennilega kunna vel að
meta.
Svo leið dagur að kvöldi. Ég
ákvað að fara snemma í háttinn
til þess að hvíla mig eftir ferða-
lagið og vera vel búinn undir
þá langferð norður í land, sem
ég mun hefja að morgni.
Það hefir verið gaman að byrja
Suður-Afríkudvölina með þessu
yndislega hálf-íslenzka kvöldi á
heimili hinnar gömlu og góðu
kunningjakonu minnar norðan
úr Reykjavík. Það er gaman að
sjá að eini fslendingurinn, sem
ég veit um hér á þessum slóð-
um skuli eiga svona fagurt
heimili, en þó er skemmtlegast
að sjá hve hamingjusöm þau eru,
hve vel henni hefir tekizt að láta
blóm sín gróa í mold Afríku. En
þó að þær rósir, sem nú eru að
flýta sér út í sumarið í garðinum
hennar, séu fagrar, þá grunar
mig, að henni þyki vænzt um
vetrarblómin, íslenzku sumar-
jurtirnar, sem skarta bezt hér
að vetrarlagi, bera hið norræna
höfuð hæst, þegar vetrarsvalinn
leikur um garð Sigríðar Júlíus-
dóttur að Gimli við Jóhannesar-
borg.
Nafnið er alveg ómögulegt, —
POTGIETERSRUST. — Að öðru
leyti virðist mér þessi bær 3600
hvítra manna mjög vingjarnleg-
ur og Orinoco, gisti- og veitinga-
húsið, þar sem við erum nú setzt-
ir að, virðist í alla staði hið
prýðilegasta.
Klukkan 11 í morgun kvödd-
um við Denis Abraham kóng og
prest í Jóhannesarborg og þut-
um norður í land á svörtum
Mercedes-Benz. Við erum búnir
að aka 300 kílómetra og erum
staddir í Norður-Transvaal.
Það er rétt að ég segi strax
eitthvað um Denis. Hann er
sennilega um íertugt, dökkhærð-
ur, brúneygur, meðalmaður á
hæð, samsvarar sér vel, viðkunn-
anlegur, áreiðanlega vel greind-
ur og góður náungi. Að lokinni
þjónustu í flughernum gerðist
hann stórbóndi og í mörg ár lék
allt í lyndi. Hann ábyrgðist fé
fyrir bróður sinn, sem varð gjald-
þrota. Denis varð að láta allar
eigur sínar og flýja jörðina. Hann
gekk í þjónustu Trek Airways
fyrir tæpum þrem árum og varð
farandsölumaður félagsins. Hann
hóf ferðir um landið, fann um-
boðsmenn að máli og leitaði
nýrra. Nú á fyrirtæki hans um-
boðsmenn í öllum borgum lands-
ins. Dennis heimsækir þá a.m.k.
fjórum sinnum á ári. Hann er af
þeim sökum á sífelldum ferða-
lögum, kemur til Jóhannesar-
borgar rétt til þess að gefa yfir-
mönnum sínum skýrslur og svara
bréfum. Það þykir honum gott.
Hann kann bezt við sig úti í
sveit, en þar ólst hann upp. Hon-
um er illa við erilinn í Jóhannes-
arborg og er strax feginn þegar
hann er kominn til höfuðborg-
arinnar, Pretoriu, þar sem við
vorum í gær, en engum liggur
þar jafn mikið á og í Jóhannes-
arborg. Þar einkennist allt af
amerískum hraða, og í rauninni
finnst mér, að ég sé kominn til
einhverrar amerískrar borgar,
þegar ég er þar, og þess vegna
skil ég Denis mætavel. Nú ætlar
hann að heimsækja umboðsmenn
sína hér norður í landi og ég hef
slegizt í för með honum.
Denis kann góð skil á Loft-
leiðum vegna þess, að hann hef-
ir margan farmiðann selt þeim,
sem fara með Trek til Evrópu
og þaðan um ísland með Loftleið-
um til Ameríku, en hann veit
enn sem komið er sáralítið um
ísland, og það er honum til óþæg-
inda í sölustarfinu. Ég hef lofað,
að hann muni fróðari um ísland
eftir að komið verður til Jóhann-
esarborgar en áður en við fórum
þaðan.
Við förum um Pretoriu og
stefnum norður til Warmbad, en
þar þarf Denis að hitta umboðs-
mann. Fyrst í stað skiptist á slétt-
lendi og hæðir, en eftir að við
erum komnir norður fyri'r Pret-
oriu verður landið mjög flatt alla
leið að Warmbad, en ofan bæj-
arins rísa miklar hæðir og stend-
ur bærinn í skjóli þeirra. Úti
við sjóndeildarhring rísa fjöll,
og þegar komið er svo nærri, að
blámi þeirra er horfinn sjáum við
að þau eru vaxin þéttum skógi
upp í miðjar hlíðar, en hið efra
verður hann grisjóttari og sums
staðar virðast efstu brúnirnar
naktar.
Við sjáum bændabýli, kvik-
fénað á beit, stráklinga svarta
standa yfir kúm eða 'geitum.
Sums staðar sjáum við asna
draga kerrur, annars staðar
plægt með nýtízku dráttarvélum,
einnig sjást uxar fyrir plógum.
Hér eru reisuleg bændabýli,
einnig frumstæðir leirkofar með
stráþökum. Við mætum á breið-
vegum bifreiðum, sem þjóta með
ofsahraða fram hjá okkur. All-
víða við vegarbrúnirnar liggja
svertingjar og sofa í sólskininu.
Sumir hafa slegið upp söluskýl-
um og bjóða þar ávexti, egg eða
glingur. Við sjáum fótgangandi
fólk, næstum allt svart, konur
oftast með einhverja byrði á
höfði. Þær ganga þráðbeinar með
fyrirferðamiklar óg stundum ef-
laust, þungar byrðar. En það lít-
ur út fyrir að byrðin sé þessu
fólki alveg óviðkomandi. Hún
situr bara þarna meðan það bað-
ar út höndum í ákafa samræð-
unnar eða tekur skyndileg hlið-
arspor. Sumt er klætt að okkar
hætti, en annað í hinum litríka
skikkjulaga búnaði sína. Þetta
fólk er í góðum holdum og margt
glaðlegt. Annað vitum við nátt-
úrlega ekki um það.
Við sjáum unga menn, nakta
að beltisstað, sólbrennda, vera
að líkamsæfingum í herbúðum.
Það eru menn, sem eru að hefja
herþjónustu sína. Skyldutíminn
er 9 mánuðir á tveggja ára fresti.
Suður-Afríkanar segjast hafa
meiri herstyrk en öll önnur
Afríkulönd sameinuð.
Ég spurði Denis, hvort þeir
þyrftu á erlendum vopnum að
halda, þar sem landið hefði sjálft
allt það, er þarf til vopnasmíða.
Hann sagði, að sumt væri hent-
ugra að fá frá útlöndum og stað-
festi hann það, sem ég hafði ný-
lega lesið í amerísku tímariti, að
vopnasalar fyndu alltaf einhver
ráð til að koma varningi sínum
til Suður-Afríkustjórnar, en
hann taldi líka, að bráðum
myndu sumar tegundir suður-
afríkanskra vopna finna örugga
markaði erlendis, ef skynsamlegt
þætti að leita þeirra. Ég les í
bæklingi, að hér séu hinar þrjár
hefðbundnu deildir þjóðvarna,
landher, flugher og floti, en auk
þess heimavarnarlið og áhlaupa-
sveitir sjálfboðaliða. Svartir lög-
reglumenn bera ekki vopn og
allir eru hermenn landsins hvít-
ir. Þær rúmlega þrjár milljónir,
sem hér búa meðal þeirra 13
milljóna sem enn hafa ekki feng-
ið kosningarétt, eru því bersýni-
Feiler
er fyrirferðaminnsta
strimil-reiknivélin á
markaðinum.
Vestur-þýzk úrvals
vara, traust og auðveld
í meðförum.
Mjög ódýr.
Við bjóðum yður uessa litlu
reiknivél bæði rafknúna og
handdrifna.
OTTÓ A. MICHELSEN
KLAPPARSTÍG 25-27 — SÍMI 20560
VIKAN 7. tbl. —