Vikan - 13.02.1964, Qupperneq 46
•— Hvað veit Clare um heim-
sókn þína hjá mér í dag?
— Ekkert.
— En hún veit að Exeter-áætl-
unin er ekki annað en loft-
kastali?
—• Já, vitanlega.
Ég vil gjarnan fá sannanir
fyrir því.
Ralph skellihló. — Skelfingar
barn ertu, sagði hann. Vitanlega
þverneitar hún — eins og hún
neitaði að við værum trúlofuð.
En hún getur að minnsta kosti
ekki neitað undirskriftum sín-
um á ávísanirnar, sem hún hef-
ur greitt inn á reikning sinn fyr-
ir mína hönd. Til dæmis ávísun
Jocks. Þú getur auðvitað talað
við hana, en þá segir hún vafa-
laust Faith frá því. Hún er kona,
og kvenfólki er illa við að láta
afhjúpa sig. Ég hef engu að tapa
þegar hún á í hlut, og mér dett-
ur ekki í hug að giftast henni.
Ég hef fengið nóg. Þessa síð-
ustu mánuði hefur hún verið í
þingum við þig, og nú er það
Morgate.
- Þú getur ekki gabbað mig
aftur ,sagði Simon strax. — Þú
notar Clare til fjárþvingunar,
loks hef ég skilið það til fulls.
Ef það er svo að hún sé ekkert
við þetta riðin, og að þú sért að
ljúga, þá . . .
•—• Ég skil, ég skil — þá ætl-
ar þú að fleygja mér í Ijónagröf-
ina.
■— Miskunnarlaust.
•—• Af því að þú elskar hana.
— Láttu öll ástamál þessu
óviðkomandi, sagði Simon ákaf-
ur.
— Ég hef önnur vopn, sagði
Ralph kaldranalega.
— Til dæmis?
— Ég get fengið staðfestingu
á frásögn einkaritara þíns um
ástarævintýri ykkar Clare. Þó að
Faith tryði mér ekki mundi það
ekki gera henni auðveldara fyr-
ir . . . Gerðu eins og þú vilt,
kærðu mig fyrir lögreglunni. En
ég hugsa að þú iðrist eftir það.
Ég er miklu liprari lygari en þú
ert. Jæja, hvað segirðu? Eigum
við að gera hneykslismál úr
þessu — eða láta það vera
gleymt?
Simon var náfölur og afmynd-
aður af reiði: *—• Reyndu að
hypja þig burt áður en ég sparka
þér út!
Railph varp öndinni. — Ég
vissi að þú mundir vitkast áður
en lyki. Það er merkilegt þetta
með ástina . . .
Þegar Ralph var kominn út að
dyrunum sagði Simon hvasst: —
Augnablik! Það er bezt að þetta
vitnist ekki. Ég skal segja að
slitnað hafi upp úr samningun-
um og áð við séum hættir við
fyrirtækið. Og ég skal borga
Hamden peningana hans og segja
honum að þú hafir endurgreitt
peningana, sem við lögðum fram.
En í staðinn krefst ég þess, að
þú hverfir burt frá Cornwall. Ef
þú gerir það ekki, lofa ég engu
um hvað ég geri.
•— Það skal vera mér óbland-
in ánægja að íara, sagði Ralph.
— Ég skal skrifa Clare og
slíta trúlofuninni. Ég veit ekki
hvaða skýringar hún gefur á því,
— það veltur líklega á því, hvað
hún ætlar sér viðvíkjandi Morg-
ate.
Hann hafði opnað dyrnar þeg-
ar síminn hringdi. Simon svar-
aði. Það var Clare, sem hringdi
og henni var mikið niðri fyrir.
Simon, góði Simon — þú
verður að koma strax . . . Hér
hefur orðið slys. Faith . . .
Annað heftið er nýkomið út
með enn fleiri íslenzkum text-
um en í fyrsta heftinu. Sendið
kr. 25,00 og þið fáið heftið
sent um hæl burðargjaldsfrítt.
Fyrsta heftið fæst enn, en í
því eru m.a. textarnir „Heim-
ilisfriður“, „Ef þú giftist mér“
og fleiri. Kostar kr. 25,00.
Nýir danslagatextar
Box 1208 — Reykjavík
_____________________________1
Simon hlustaði ekki á meira.
Hann slengdi tækinu á kvíslina
og hljóp út, án þess að skeyta
um Ralph.
Clare stóð við rúmið og í því
lá Faith meðvitundarlaus. Gray
læknir hafði skoðað hana ítar-
lega, og var mjög alvarlegur á
svipinn. Clare skildi að það var
erfitt fyrir hann að spá nokkru
um horfurnar. Faith hafði rekið
sig á, dottið og rekið höfuðið í
hvassa brún á steini.
— Það var heppni að þér
skylduð vera hérna, systir, sagði
hann og hristi hfuðið áhyggju-
fullur. — Það er ekki vert að
við gerum foreldrana órólega,
enn sem komið er. Ég kem bráð-
um aftur, og þér gerið svo vel
og vakið yfir henni.
Ég skal ekki víkja frá
henni, sagði Clare.
— Biðjið Simon um að vera
hérna líka. Ef hún fær meðvit-
undina aftur, vill hún kannske
tala við hann.
Ef hún fær meðvitundina aft-
ur!
Gray læknir fór niður í stof-
una og þar biðu Meg og Jock
eftir honum. Þau virtust nærri
því rænulaus eftir þetta nýja,
alvarlega áfall. Skömmu síðar
kom Simon.
—- Hvað hefur komið fyrir?
•— Hún var á gangi úti í garð-
inum, sagði Jock. Hún hlýtur að
hafa rekið fótinn í steinahrúg-
una. Hún datt á höfuðið ■— Clare
heyrði hana hljóða . . .
— Er þetta alvarlegt?
— Það er ómögulegt að segja.
Við verðum að bíða átekta . . .
- Farið þið upp á undan mér,
sagði Simon við Meg og Jock.
Hann vildi tala við lækninn und-
ir fjögur augu.
Þau fóru út, beygð og niður-
lút, án þess að segja orð.
— Nú getið þér sagt mér hve
alvarlegt það er, sagði Simon.
- Blóðstífla í heilanum, sagði
Gray læknir. — Því miður . . .
Simon stóð eins og steingerv-
ingur. — Verður þetta þjáninga-
fullt? spurði hann lágt.
- Ég veit ekki. Það getur orð-
ið það. Fólk liggur oft í algerðu
meðvitundarleysi . . . Ég er svo
ráðalaus . . . og hún var svo . . .
Hann andvarpaði djúpt. — Við
verðum að bíða átekta.
—- Bíða átekta, hvíslaði Simon.
í þessum svifum kom Clare
inn í stofuna. Hún hafði ekki séð
Simon síðan kvöldið sem hann
kom að henni og Morgate, og
varaðist að líta á hann en sneri
sér að Gray lækni.
— Ég lét þau vera ein hjá
henni augnablik, hvíslaði hún.
— Þá fer ég upp, sagði Sim-
on. — Á ég að verða hérná,
læknir?
-— Ég ræð eindregið til þess.
Eftir augnablik var Clare ein
í stofunni. — Ég get ekki trúað
þessu, kjökraði hún. — Ég get
ekki trúað þessu!
Eftir tvo daga fékk Faith ein-
hverja rænu og muldraði fyrst
í stað eitthvað, sem enginn skildi.
Svo heyrðu þau að hún nefndi
Simon. Simon grein um granna
hönd hennar. — Ég er hérna,
elskan mín, hvislaði hann. Clare
ýtti þegjandi fram stól handa
honum.
—- Hvar er ég . . . Er mig að
dreyma? Allt er svo biart . . . svo
létt . . . Simon . . . Clare . . .
Clare opnaði dvrnar hljóðlega
og lét Meg og Jock koma inn.
Þau lásu sannleikann úr augum
Clare.
Faith hélt áfram að muldra
nöfn ástvina sinna. Það var
bjarmi yfir andlitinu á henni. —
Liós . . . svo hamingjusöm . . .
Simon . . svo góð . . . Clare . . .
Svo komu smátt og smátt nöfn
foreldra hennar og bróður henn-
ar og annarlegt bros lék um and-
litið. — Ég . . . skurðurinn hef-
ur verið gerður . . . ó, Simon . . .
nú get ég séð þig, elskað þig . . .
Clare sá að andardrátturinn
varð slitróttari. Hún horfði á
Meg og Jock, sem grétu hljóð-
lega, og þau lásu það úr svip
hennar að hér var ekki meira að
gera . . .
Simon hrærði hvorki legg né
lið.
Andardrátturinn hætti, mjúkt
og hljóðlega eins og hægur blær
í skógi . . .
Og fyrir Faith þýddi þetta
ekki dauða, heldur líf.
Það féll dimmur skuggi yfir
húsið eftir að sólargeisli þess
var horfinn. Meg og Jock gengu
um, þögul eins og skuggar. Þau
gátu ekki skilið að Faith væri
horfin. Hún hafði verið þeim
meira en barnið þeirra. Hún
hafði verið trú þeirra og veröld
þeirra. Hún hafði verið svo nærri
þjáningunni, að hún hafði þrosk-
azt af henni og orðið foreldrum
sínum svo ómetanlega mikils
virði ...
Simon leit inn til Hamden einn
daginn síðdegis, eftir að dag-
legt líf þar á heimilinu fór að
komast í venjulegar skorður aft-
ur.
—Mig langar til að tala við
ykkur nokkur orð viðvíkjandi
Faith, sagði hann.
- Hvað er það? spurði Jock,
og ókyrrðist þegar í stað.
Rödd Simonar hafði verið svo
sjúk þegar hann nefndi nafnið
Faith, að Clare ætlaði að tár-
ast.
— Ég á við það, að dauðinn
var mjög — vægur við hana. Mér
liggur við að segja, að hann hafi
verið guðs gjöf.
— Hvernig geturðu sagt
þetta? sagði Meg í geðshræringu.
— Þó hún væri blind var hún
samt glöð og ánægð, og hún hafði
vonina um að uppskurðurinn
mundi . . . Hún þagnaði allt í
einu og horfði á Simon. — Áttu
við það að . . .
— Ég á við það að enginn
máttur á jarðriki hefði getað gert
það kraftaverk að gefa henni
sjónina aftur, hélt Simon áfram.
— Við vorum farnir að sjá að
sjúkdómurinn var illkynjaður.
Og ólæknandi. Það eina sem við
gátum vonað var að við gætum
hindrað að hann gripi um sig.
Við hefðum áreiðanlega þurft að
taka að minnsta kosti annað aug-
að.
Meg tók hendinni fyrir munn-
inn til að kæfa niðri í sér óp.
Simon hélt áfram, alvarlegur
sem áður: — Já, þannig var nú
ástatt um þetta. Ég reyndi að
hugga mig við, að kraftaverk
gæti skeð, en Margeton læknir
kvðaðst vera vonlaus um það.
- Veslings drengurinn minn,
sagði Jock hrærður.
-— Meðan hún lifði var hún
blind, sagði Clare lágt. — En
í dauðanum varð hún sjáandi.
— VIKAN 7. tbl.