Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 4
Kossinn einn . . .
Við erum hérna tvær stúlkur,
sem höfum aldrei verið kysstar
nema svokallaðan mömmukoss.
Við viljum gjarnan komast í
kynni við ykkur, sem auglýstuð
eftir stúlkum í póstinum hjá
VIKUNNI. Önnur okkar er ljós-
hærð en hin er skolhærð. Við
erum 16 og 17 ára. Og ef þið
hafið áhuga, þá biðjum við ykk-
ur að hitta okkur niðri í strætis-
vagnabiðskýlinu við Kalkofns-
veg, þegar þið getið. Viljið þið
þá biðja VIKUNA að birta hvaða
daga og klukkan hvað við eig-
um að hittast. Við verðum
klæddar í dökk-brúna rúskinns-
jakka og pils, með svart-
ar hliðartöskur. Þið verðið líka
að birta í VIKUNNI hvernig þið
verðið klæddir.
Ninna og Rúna.
Kæri Póstur!
Við lásum bréfið frá G. S. og
H. S. í 2. tbl. VIKUNNAR og
okkur langar til að kynnast þess-
um mönnum.
Við erum að flestra sögn, ekki
óhuggulegar og okkur finnst
reyndar skrítið að þeir þurfi að
auglýsa eftir „svoleiðis kven-
fólki“, eins og þeir segja.
En hér erum við, og bíðum í
eftirvæntingu, tvær, sem aldrei
hafa verið kysstar.
Ekki birta heimilisfang eða
nafn, þá yrði mamma alveg gal-
in.
R. J. og Á. A.
-------- Svona svona, engan
æsin.g stúlkur mínar. Ekkert
liggur nú svosem á. Við erum
bara hreint alls ekki í kossamiðl-
unarbransanum, og höfum aldrei
ætlað okkur slíkt. Satt að segja
þá datt okkur aldrei í hug að
til væru tvær ungar og fallegar
stúlkur, sem aldrei hefðu verið
kysstar — hvað þá heldur fjór-
ar.
Og svo langaði okkur líka til
að vita hvað þeir ætluðu að gera
við hlíkar stúlkur, eins og við
tókum fram. Kannske þið renn-
ið einhvern grun í það . . . ha?
Þið verðið einhvernveginn að
komast í slík sambönd án okkar
hjáSpar, og erfitt eigum við með
að trúa því að það takizt ekki,
ef viljinn er svona einlægur.
Digrir fætur . . .
Jæja Póstur minn!
Ég hef svo digra fætur að mér
stendur beinlínis stuggur af því.
Getur þú ekki gefið mér gott
ráð til að mjókka þá? Ég mundi
vera þér mjög þakklát.
Júdít.
--------Ég vil ekki hætta mér
út í það, kæra Júdít, að gefa þér
læknisráð, enda aðeins í verka-
hring lækna. Það er auðvitað
einfaldasta ráðið að leita Læknis
- og alveg sjálfsagt ef þú hefur
áhyggjur af þessu. Það eru vafa-
Iaust til einhver ráð, nudd, leik-
fimi eða eitthvað slíkt.
Klukkan hvað? . . .
Póstur, Póstur, segðu mér hvað
réttast er í landi hér!
Ég hefi tekið eftir því í mý-
mörgum auglýsingum um úr og
klukkur, að vísarnir eru oft sett-
ir á 18 mínútur yfir átta. Geturðu
nú sagt mér hver ástæðan er?
Er þetta einhver sérstakur tími,
sem ber að minnast, eða aðeins
auglýsingabrall af einhverju
tagi?
Klokki.
--------Já, ég get sagt þér það.
Bandaríkajmenn segja að þetta
sé nákvæmlega sá tími, þegar
Abraham Lincoln var skotinn —
eða þegar hann dó, en hvorugt
er rétt. Bretar segja að þetta sé
sú stuntþ er Guy Fawkes og
félagar hans ákváðu að sprengja
í Loft upp brezka Parlamentið.
Með sömu rökum segi ég að þetta
sé nákvæmlega sú stund, er
kristni var lögtekin á íslandi.
(Gissur hvíti var með armbands-
úr).
En satt bezt að segja, er ástæð-
an sú, að þá eru báðir vísarnir
jaínlangt frá 12 og 6 á skífunni,
og þar að auki byrgja þeir ekki
„útsýnið" á aðra skemmtilega
hluti, eins og sekúnduvísi, daga-
tal o.s.frv.
Ókey?
Reipafátækt eða . . .
Vikan, Reykjavík.
Það situr kannske sízt á mér,
sem er yfirleitt heldur ánægður
með VIKUNA og les hana reglu-
lega, að senda nöldurbréf, enda
vænti ég þess, að aðfinnsla mín
verði fremur tekin sem vingjarn-
leg ábending. í grein eftir rit-
stjórann um heimsókn til Lúx-
emburg var talað um bónda þar-
lendan, sem ekki losaði töðu
sína úr böggum, heldur raðaði
þeim upp, og getur greinarhöf-
undur sér til, að þetta sé góð
aðferð til heygeymslu og furðar
sig á, hví þetta hafi aldrei verið
gert á íslandi, og getur sér til,
að það hafi verið vegna reipa-
fátæktar. Eflaust er það gullsatt,
en er þó ekki eina ástæðan. Önn-
ur ástæða er sú, að hey verkast
ekki nema að litlu leyti í bögg-
um. í Lúxemburg, þar sem heyið
er gróft og líkast hálmi, er varla
um neina verkun að ræða í
sama skilningi og hjá okkur, þar
sem það er fíngert og mjúkt. —
Að svo mæltu þakka ég þessa
grein og vil um leið benda því
fólki á að lesa hana, sem ein-
herra hluta vegna hefur fengið
þá firru í kollinn, að nýafstaðin
verkföll hér á landi hafi stafað
af því, að við bændurnir fengum
ofurlitla hagsbót — sem þó er
enn ekki nóg.
Með beztu kveðju.
„Bóndi“.
--------Meðan hlöðurými var
mjög af skomum skammti þóttu
það að sjáífsögðu hagkvæmir bú-
skaparhættir að láta hey „verk-
ast“ þ.e. hitna hæfilega í því,
vegna þess að þá komst verulega
aukið magn af heyi í hlöðuna.
Nú mun þetta hafa breytzt eitt-
hvað, bóndi sæll að því er mér
skilst. Hlöður eru rýmri og þyk-
ir góð latína, að hey sé grænt
og „óverkað". Súgþurrkun hef-
ur líka stuðtað að því, að ekkí
hitnar í heyi og ætti nú ekki að
þurfa að benda þér á þetta. Hins
vegar má það vel vera rétt, að
bændum í Lúxemburg gangi illa
að fá „verkun“ í töður sínar, en
mig grunar, að þeir kæri sig ekki
um það. Þeir vita vafalaust að
hey tapra hitaeiningum við að
hitna. Stundum er, eins og þú
veizt, látið hitna í níðhröktu heyi
til að fá í það „lykt“. En sunn-
lenzk rigningasumur ganga held-
ur ekki yfir Lúxemburg svo þeir
þurfa ekki einu sinni að „verka“
töður sínar af þeirri ástæðu.
GS.
Að bjóða pípuna sína . . .
Kæra Vika!
Ég er maður á bezta aldri,
ókvæntur, en enginn forpokaður
piparkarl. Ég hef yndi af sam-
kvæmum og félagsskap með
góðu fólki og nýt þess að vera
gestgjafi. Stundum er maður
ekki alveg viss í „edikettunni“
og nýlega lenti ég í deilum við
vin minn út af smáatriði sem er
þó ef til vill stórt atriði. Deilu-
efnið var pípur. Ég á stórt og gott
safn af pípum og vinur minn
hélt því fram, að ekkert væri at-
hugavert við bað að bjóða gest-
um pípu úr safninu fremur en
til dæmis að bjóða þeim sígar-
ettu. Ég var ekki viss en fannst
eins og af eðlishvöt, að það væri
ekki rétt. Hvor hafði rétt fyrir
sér? Kristján K.
—- — — Eðlishvötin brást þér
ekki Kristján. Þú hafðir tvímæla-
laust rétt fyrir þér. Tvennt er
það sem maður býður gestum
ekki til afnota af innanstokks-
munum og það er tannburstinn
og reykjarpípan. Sumstaðar hef-
ur tíðkast að nota sérstakar I'eir-
pípur til að bjóða gestum og síð-
an var þeim fleygt að notkun
lokinni. En hvorttveggja er, að
þessar leirpípur hafa ekki þótt
sérlega góðar og svo hitt, að lík-
lega hafa þær aldrei fengist hér.
Plötuspilarar . . .
Kæra Vika! Hæstvirti Póstur!
Ég þakka þér fyrir allt hið
fjölbreytta og skemmtilega efni
sem þú hefur birt.
Pósturinn hefur leyst vel úr
mörgum vanda, og nú langar mig
til að spyrja þig, hvar nálar í
plötuspilara fást (í nýjustu gerð
af plötuspilara) og hvað þær
kosta. Ég vona að þú svarir mér
fljótt.
Virðingarfyllst,
Óþreyjufullur tónlistaraðdáandi.
—--------Brauð fást í brauðsölu-
búðum, húsgögn í húsgagnaverzl-
unum, bækur í bókabúðum og
nálar í plötuspilara í plötuspil-
arabúðum.
Hvar, get ég ekki sagt þér, því
ég veit ekkert um þinn fína
plötuspilara, hvaða gerð né ann-
að. Um verð get ég þar af leið-
andi ekki heldur sagt þér af
sömu ástæðu. Það er mjög mis-
munandi, eftir því hvernig nálin
er, og ég mundi segja að það væri
einhvers staðar á milli 50 og 500
krónur.
^ — VIKAN 8. tbl.