Vikan


Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 6

Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 6
EFTIR G.K. SUMIR SEGJA AÐ EINKARITARAR SÉU EITTHVERT EINKALEIKFANG FORSTJÓRANS EFTIR VINNUTÍMA. EN SUMIR SEGJA EKKI ALLTAF SATT . . . Einu sinni var forstjóri, sem hafði engan einkaritara. Forstjórinn var orðinn Imeyttur á að skrifa bréfin sín sjálfur, og þegar iiann var orðinn nógu ríkur, þá ákvað hann þess- vegna að fá sér einkaritara. Forstjórinn auglýsti í stærsta dagblaði bæj- arins eftir stúlku til starfa sem einkaritari, og tók greinilega fram að hún yrði að bafa lært margt og mikið og kunna marga hluti, vegna þess að hann var ríkur og þurfti að fá góðan einkaritara, sem gæti leyst allar þær þrautir, sem hann legði fyrir hana. Forstjórinn var myndarlegur maður og vell- ríkur og iítið giftur, svo að allar ungar og fallegar stúlkur bæjarins flykktust til hans til að fá stöðuna, og hiðröðin náði alla leið neðan úr bæ íil skrifstofu forstjórans, og for- stjórinn varð að taka marga menn í vinnu til að velja þær beztu úr, en hinum sögðu þeir að fara aftur heim til sin aftur og elda mat- inn i'yrir eiginmenn sína. Eftir þrjá daga höfðu mennirnir valið 21 stúlku úr hópnum og sögðu þeim að fara og tala við deildarstjórann í skrifstofu forstjór- ans. Hann valdi sjö stúlkur úr hópnum og sagði þeim að fara og tala við skrifstofustjór- ann á skrifstofu forstjórans. Hann valdi tvær úr hópnum, og sagði þeim að koma aftur á morgun og tala við forstjórann sjálfan, þvi honum leizt bezt á þessar tvær. Vesalings stúlkurnar gátu ekkert sofið um nóttina, því þær voru svo nervösar og höfðu áhyggjur af því hvort þær fengju stöðuna! lijá forstjóranum, og í býtið morguninn eftir, klukk- an tiu, voru þær mættar á skrifstofunni, því þær vildu umfram allt ekki koma of seint. Svo biðu þær til klukkan ellefu, þegar for- stjórinn kom, en þá mátti hann ekki vera að þvi að tala við þær, því liann þurfti að fara

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.