Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 40
Látið hin eínföldustu áhöld
létta yður heimilisstörfin
SOOGtH
þvegillinn
er svo ótrúlega einfaldur í
notkun -—• og svo þægilegur.
Með einu handtaki vindið þér
hann — eða skolið — og
hendur yðar koma aldrei í
snertingu við þvottavatnið.
Heildsölubirgðir:
Erl. Blandon & Co. h.f.
Laugavegi 42 — Sími 12877
ÍRIS - KLUKKAN NÍU
Á MORGUN
FRAMHALD AF BLS. 17.
„Ég hef verið að spyrja sjálf-
an mig hvort allt væri í lagi?“
„Allt í lagi? Jú, vitanlega!
Hvers vegna skyldi ekki allt vera
í lagi?“
„Ég á við, hvað starfið snert-
ir, herra minn. Sækist það eins
og efni standa til? Eruð þér
ánægður með afköst og árangur,
herra minn?“
„Þér eigið við, hvað, Caesar?
Þarna kom það! Náunginn var
sennilega njósnari! Kannski
sæmilega frómur á hluti og eig-
ur en leitaði aftur á móti færis
til að stela vísindalegum árangri
og niðurstöðum.
„Það er alls ekki ætlun mín að
gerast hnýsinn, herra minn“,
mælti Caesar um leið og hann
setti bakkann með morgun-
sherryinu á borðið. „Nei, ég
spurði bara sjálfan mig hvort
andinn kynni ekki að þurfa
hressingar og endurnæringar
við?“
Algernon ætlaði ekki að trúa
sínum eigin eyrum.
„Ég á við það, herra minn“,
mælti húsþjónninn enn, „að ég
hef aldrei orðið þess var þennan
tíma, sem ég hef starfað hjá yður,
að þér hafið skvett yður upp,
herra minn“.
„Skvett mér upp?“ Þetta væg-
ast sagt ófræðilega orðalag lét
nánast sem guðlast í eyrum Al-
gernons.
„Já, ég hef mikla trú á því,
að menn skvetti sér upp öðru
hverju".
„Caesar — ég mundi vera yður
þakklátastur, ef þér létuð störf
mín með öllu afskiptalaus . . . ef
þér . . .“
„Fyrirgefið, herra minn, mér
þykir fyrir þessu. En ég hef ver-
ið í þjnóustu svo margra herra-
manna eins og yðar, herra minn,
og ég þykist hafa komizt að raun
um, að það sé yfirmáta örðugt
að komast af, eins og þér, án
þess að hressa og endurnýja and-
ann og ailt það, herra minn.
Hvíldin og tilbreytingin, herra
minn. Enginn er svo skörpum
gáfum gæddur, að hann geti ekki
staðnað. Það er líkt með sálar-
gluggann og venjulegan stofu-
glugga, herra minn, ef ég má
leyfa mér að gera slíka samlík-
ingu . . . maður verður að þurrka
hann og fága með vissu milli-
bili, eigi maður að sjá skýrt út,
herra minn“.
Algernon gat nú ekki varizt
því að hafa nokkurt gaman af
rökfærslum húsþjcjnsins. „Og þá
er það óbrigðult i'áð að skvetta
sér upp, að því er Þér álítið?“
„Ég mundi álíta það, herra
minn“.
„Og hvað eigið þér nákvæm-
lega við með því, að viðkomandi
skvetti sér upp, Caesar?“
í þetta skiptið kom svarið ekki
eins viðstöðulaust. Húsþjónninn
bar hendina fyrir munn sér og
hóstaði lágt áður en hann svar-
aði. „Ég vona að þér reiðist mér
ekki, herra minn, þó að ég eigi
þar við hluti, sem ekki verður
komið í framkvæmd án aðstoðar
hins kynsins, herra minn . . .“
„Hvað . . .“ Algernon gat nú
ekki varizt hlátri. Vissulega var
hvíld af kvenfólki, það er að
ssgja — innan vissra takmarka.
Aftur á móti var það svo tíma-
frekt, einkum hvað undirbúning-
inn og öil óhjákvæmileg forms-
atriði snerti, áður en hinu eigin-
lega takmarki varð náð . . . og
hann hafði engan tíma til að
strnda í þessu, ekki nokkurn
tíma. Maður varð að velja þar
á milli, þess og annars, sem mað-
ur taldi allt eins mikilvægt —
hvortveggja varð ekki sinnt.
„Já, herra minn“. Húsþjóninn
virti hann fyrir sér með áhyggju-
svip. „Ég viðurkenni það, að kon-
ur geta verið mestu gallagripir,
þegar starfstími manns er ann-
arsvegar. Engu að síður er ég
þess fullviss, að þér gerið yður
Ijósa grein fyrir töfrum þeirra,
herra minn, og gagnsemi þeirra,
þegar svo ber undir. Hvílíka end-
urnæringu, hvöt og hvíld þær
geta veitt manni. Ekki hvað sízt
andlega, heirra minn, eins og
manni opnist sýn af nýjum hóli
yfir ný svið. Maðurinn endur-
fæðist í rauninni, herra minn, í
hvert skipti, sem hann skvettir
sér upp“.
„Þér segið það . . .“ Húsþjónn-
inn var svo sannarlega gaman-
samur náungi. „Og hvernig
munduð þér ráðleggja mér að
skvetta mér upp, Caesar?“
„Jú, herra minn . . . ef yður
væri það alvara, herra minn“.
Og enn hóstaði Caesar lágt.
„Mér þætti það mjög leitt, ef það
yrði til þess að ég félli í áliti hjá
yður, herra minn, þó að ég gæfi
það í skyn, að ég mundi ef til
vill kunna ráð til þess . . . Það
var stofuþerna þar, sem ég starf-
aði síðast, ung, fersk og hrein,
herra minn, iðandi af fjöri og
lífsgleði, siðprúð og vel gefin. Og
falleg, herra minn, bráðfalleg
hvar sem á hana er litið. Ég tel
alls ekki óhugsandi að hún
reyndist tilleiðanleg, herra minn.
Það er fimmtudagur í dag, og
hún á einmitt frí á fimmtudög-
um. Ég gæti náð sambandi við
hana, og þá kæmi hún áreiðan-
lega . . . segið bara hvenær,
herra minn ..."
Loksins . . . loksisn kom náung-
inn upp um sig. Þetta var þá
aðferðin, sem hann hafði hugsað
isér til tekjuöflunar! Algernon
virti hann fyrir sér; jú, því varð
að vísu ekki á móti mælt, að
hann hafði að vissu leyti rétt fyr-
ir sér, náunginn. Engu að síður
gat hér eingöngu verið um kæn-
lega dulið bragð hans að ræða
til þess að koma fram fjárkúg-
un síðar meir; geta haft í hótun-
um og komið manni í allskonar
vandræði. Hættulegt við að fást,
það — enda þó að Disquieu hefði
fullyrt, að Algernon gæti ekki
stafað nein hætta af honum. Dá-
lítið undarlegt allt saman.
„Ég þykist vita hugsanir yðar
. þessa stundina, herra minn“,
varð Caesar húsþjóni að orði,
áður en Algernon hafði gefizt
ráðrúm til að hugsa svarið til
hlítar. „Þér eruð að brjóta heil-
ann um það af hvaða manngerð
ég sé. Mér þykir mikið undir
því komið, að þér dæmið mig
ekki ranglega, herra minn. Og
ég er alls ekki sá, sem þér hald-
ið mig vera. Þetta er einungis
fórn mín . . . framlag, væri
kannski réttara að kalla það . . .
framlag mitt til mannsins og
framtíðarinnar. Ef þér, herra
minn, viljið leyfa mér að stuðla
á minn hátt að því að þér megið
njóta andlegrar endurnæringar
og hvíldar, kemur það menn-
ingu vorri og listum að ómetan-
legu gagni um alla framtíð. Ein-
mitt það tel ég köllun mína, herra
minn“.
Algernon varð sér þess þegar
meðvitandi, að hann hafði að
vissu leyti fjarlægzt assýrisku
skrímslmyndirnar og sassanisku
konungana. ímynd konunnar,
nakinn, heitur og mjúkur líkami
hennar, stóð honum fyrir hug-
skotsjónum og skyggði á allt
annað. Það var þessi gluggasam-
líking Caesar, sem reið bagga
muninn . . . hann mundi ekki
losna undan ásókn hennar nema
hann sannfærðist um ósam-
kvæmni hennar af eigin raun.
„Hvernig væri að við segðum
klukkan níu?“ spurði hann og
hugsaði sem svo, að kvöldinu
væri samt sem áður ekki að öllu
leyti sóað frá öðru og nytsamara.
„Ágætt, herra minn!“ Hús-
þjónninn hneygði sig. „Hún heit-
ir María. Og peninga er óþarft
að minnast á í þessu sambandi“.
„Hvað? Þér eruð þó ekki að
gefa í skyn, að hún hafi líka
fengið þá köllun að leggja sitt
af mörkum við menninguna?"
spurði Algernon.
En Caesar lét því ósvarað.
Laut einu sinni enn um leið og
hann hvarf út um dyr bókasafns-
ins.
María . . . Algernon var ekki
í minnsta vafa um það, að hún
hafði einhverntíma verið ein af
musterisgyðjum Aphrodite, eða
hefði að minnsta kosti átt að
vera það. Og það var ekki heldur
neinum vafa bundið, að Aphrod-
ite sjálf hafði tekið sér bústað í
henni og réði öllum hennar leik,
svo að hann varð guðdómleg
helgiathöfn.
Guðdómleg og ánægjuleg
helgiathöfn. Helgiathafnir eru
_ VIKAN 8. tbl.