Vikan


Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 21

Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 21
fata — meira að segja siikisokka. Ljóst hárið var meistaralega gerð hárkolla. Hún var gerð úr raunverulegu mannshári, sem safnað hafði verið saman, lýst, bylgjað og saumað saman. Hár- kollunni var safnað saman í Colditz. Stráhatturinn stóri var framleiddur í fangabúðunum, en hann var gerður samkvæmt frnaskri fyrirmynd. Dulargervið hafði verið æft og prófað vikum saman, en bar því miður ekki árangur. Bouley liðs- foringi hafði þrjá hjálparmenn, auk venjulegrar tölu aðstoðar- manna, sem áttu að draga að sér athygli varðmannsins, þegar hann beygði fyrir hornið við inn- keyrsluna, sem vissi niður að skemmtigarðinum. Á þessu svæði gat hann reiknað með ,,dauðu horni“, sem gæti jafnvel dregizt í tíu eða tólf sekúndur, ef hjálparmaðurinn tók næsta varðmann að baki nógu vel að sér. Varðmennirnir gengu með fram báðum hliðum fangafylk- ingarinnar með tíu metra milli- bili. Menn ættu að taka eftir því, sem hægt er að læra á þessari sögu. Ég hafði ekkert fengið að vita um þessa væntanlegu til- raun, og ég skildi mætavel löng- un Frakka til að láta þetta koma öllum á óvart Það bezta væri vitanlega, ef enginn fanganna í fylkingunni hefði minnstu hug- mynd um það, sem ætti að ger- ast. Þá mundu þeir vera fullkom- lega eðlilegir í framkomu, en menn fóru að hvíslast á eða góna, gátu þeir eyðilagt allt á svip- stundu. En margt hefði samt far- ið öðruvísi, ef mér hefði verið gert aðvart. En nú komum við að lærdómnum, sem af þessu má draga. Sú ráðstöfun örlaganna, sem skipaði mér beint fyrir aft- an Paddon í röðinni á göngunni, hefði getað bjargað þessari flóttatilraun, því að ég hefði get- að girt fyrir óhappið með úrið, ef ég hefði vitað, hvað til stóð. Þessi flóttatilraun varð til þess, að föngum var bannað að fara í skemmtigarðinn um nokk- urt skeið. En ferðir þangað voru ekki fyrr hafnar á ný en Vandy tilkynnti, að ménn hans mundu gera enn eina tilraun. Ég spurði, hvar tilraunin mundi gerð, og hann svaraði: „Vitanlega í skemmtigarðin- um!“ Þjóðverjar sviftu okkur alltaf þeim forréttindum að vera tvo tíma í skemmtigarðinum innan gaddavírsgirðingarinnar, í dal- botninum, þegar við gerðum til- raun til að strjúka, vorum uppi- vöðslusamir eða Þjóðverjar vildu bara koma okkur í slæmt skap. Á þeim tímabilum vorið 1942, þegar við vorum ekki sváftir þessum forréttindum, höfðu Hol- lendingar fyrir sið að sitja sam- an á grasinu í miðri girðingunni, meðan einn las fyrir allan hóp- inn. Dag þann, sem Vandy tiltók, fór ég í skemmtigarðinn og sá Hollendingana, sem sátu í venju- legri hvirfingu, meðan risavax- inn, svarskeggjaður maður í her- mannafrakka las upphátt. Ég tók einnig eftir því, að hann sat mjög ókyrr, eins og hann klæjaði um allan kroppinn. Hann sat með bók í hendi og las upphátt úr henni í hálfa aðra klukkustund hvíldarlaust. Opinberlega áttum við að vera tvo tíma í garðinum, en reiknað var með því, að 15 mínútur þyrfti til að kasta tölu á fangana í upphafi ferðar og þegar haldið yrði aftur til kast- alans. Blásið var í blístru, og fangam- ir söfnuðust hægt saman við garðshliðið til talningar vegna heimferðarinnar. Allt fór eins og venjulega og við lögðum af stað til kastalans. Jafnskjótt og fang- arnir voru komnir út úr garð- inum, slepptu Þjóðverjar hund- um sínum þar. Allt í einu heyrð- um við hávær köll að baki okk- ur. Okkur var skipað að nema staðar og við vorum taldir aftur. Að þessu sinni uppgötvuðu Þjóð- verjar, að einn mann vantaði í hópinn. Það, sem fyrir hafði komið, var að Hollendingurinn stóri hafði setið ofan á litlum landa sínum, sem hafði verið næstum alveg falinn undir hermanna- frakka hans, og tók sjálfum sér gröf. Aðrir í hópnum voru hjálplegir við að koma mold og grjóti undan, og síðan höfðu þeir hulið Hollendinginn litla með grasi, svo að ekki sá mis- Framhald á næstu síðu. VIKAN 8. tbl. 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.