Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 34
- Stillið á lit og saumið -
Það.er þessi einfalda nýjung, sem
kölluö er „Colormatic", sem á skömm-
um tíma hefur aukið vinsældir
HUSQVARNA 2000 til stórra muna.
Beinn saumur, hnappagöt, blindfaldur og úrval
mynztursauma er hægt að velja rneð einu hand-
taki. Þar sem það er sýnt á greinilegan hátt,
í litum, á „saumveljara".
HUSQVARNA heimilistæki, saumavélar o. fl.
eru þekkt hér á landi í yfir 60 ár. Hafa nafninu
hér sem annarstaðar stööugt vaxiö vinsældir.
Kynnið yður þessa nýjung á sviði sauma-
véla, og þér munuð komast að raun um aö
Husqvarnai er í fremstu röð enn. sem fyrr.
annai cVtyzevúMn h.f .
Suðurlandsbraut 16 - Reykjavík - Símnefni: »Volver« - Sími 35200
sér von um sættir? Að þau von-
uðust til að geta sætt Clare og
Ralph?
Ralph færði sig til Meg og
hún stóð við hliðina á honum er
hún sagði:
-—- Það var ég sem bað Ralph
um að koma hingað í kvöld,
sagði hún. — Og einhver kynni
kannske að velta fyrir sér hvað
mér gekk til þess.
— Þú? sagði Clare. Það var
þá rétt, þetta sem henni hafði
dottið í hug. Meg ætlaði að ger-
ast sáttasemjari.
-— Já, góða mín, sagði Meg.
— Ég hugsa að þér þyki vænt
um það.
Ralph kveikti í vindlingi og
horfði á þau á víxl áður en hann
tók til máls:
— Það var trúlofunarfregnin
þín sem kom vitinu fyrir mig,
Simon, og kom mér til að skilja
hve mikill erkifantur ég hef ver-
ið.
Joan færði sig nær Simoni og
sagði uppvæg: — Simon, held-
urðu ekki að . . .
— Ralph tók fram í fyrir
henni, napur: — Ég legg til að
þér hlustið á mig, ungfrú Lati-
mer . . .
Nú var það Clare sem ókyrrð-
ist, en Simon sagði byrstur: —•
Heyrðu, Ralph, ég ætla mér ekki
að leyfa að . . .
Ralph tók aftur fram í: —
Ég hugsa að þér þyki vænt um
að leyfa mér að segja það, sem
ég ætla að segja. Ég er kominn
hingað til þess að afplána dá-
lítið af öllu því illa, sem ég hef
gert þér. Og . . . hann sneri sér
að Clare: —- og þér, góða.
— Gert Clare! sagði Simon
forvitinn.
— Já, Clare, sagði Ralph.
Joan reyndi að þagga niðri
í honum, en hann leit fyrirlit-
lega til hennar. — Nú fara öll
þín áform og klækir út um þúf-
ur.
Hún var eins og hundelt
skepna, sem reynir að finna sér
afdrep, og nú sagði hún: — Dett-
ur yður í hug að nokkur mann-
eskja trúi öðrum eins bófa og
yður, byrjaði hún.
—■ Kannske þú lofir mér að
dæma um það, sagði Simon
kuldalega.
Ralph hélt áfram, eins og ekk-
ert hefði í skorizt: —- Allt þetta
byrjaði með því að Joan þekkti
mig þegar ég kom hingað fyrst.
Við höfðum kynnst í Broadstair
nokkrum árum áður, og hún
vissi að ég var í kröggum, og að
minnstu munaði að ég lenti í
fangelsi og að ég var raunveru-
lega öreigi . . . Hann andvarp-
aði. — Þegar hún varð þess vís-
ari að ég var að reyna að fá þig
til að leggja peninga í fyrirtæk-
ið mitt, Simon, hótaði hún að
fletta ofan af mér ef ég ekki
hjálpaði henni og auk þess gæfi
henni . . .
— Nei, nei, þetta er ekki satt!
hrópaði Joan í örvæntingu. -—
Það er ekki satt!
Ralph bandaði hendinni. —
Hverju hef ég að tapa eða hvað
að vinna, eins og nú er komið?
Já, ég gaf henni þrjú hundruð
og fimmtíu pund af peningun-
um, sem ég laug út úr þér, Sim-
on . . .
Auk þess varð ég að lofa henni
að rægja Clare og gera hana að
skítmenni í þínum augum.
— Hvað ertu að segja? greip
Simon fram í.
— Trúðu honum ekki! Trúðu
honum ekki! æpti Joan.
Clare var steini lostin. Hún
þorði varla að trúa því, sem
var að gerast. Magnlaus settist
hún á stól. Meg færði sig að
henni.
Ralph hélt áfram — án þess
að skeyta nokkru um Joan: —
Hvert einasta orð sem Clare hef-
ur sagt þér var sannleikur, Sim-
on. Við vorum í raun réttri
aldrei trúlofuð í þeim skilningi
sem þú leggur í það orð.
Clare varð hissa þegar Meg
tók fram í: — Þetta var allt gert
til þess að vernda Faith gegn
álygum og klögum yðar, Joan.
Það liggur við að ég haldi að
ég hafi vitað það frá öndverðu
. . . En ég vildi vita það með
vissu, og þess vegna náði ég sam-
bandi við Ralph, og það er þess
vegna sem hann er hérna í
kvöld ...
Simon sneri sér heiftarlega að
Joan, sem mændi biðjandi á
hann. — Hlustaðu á mig, Simon,
ég get útskýrt þetta . .
Hann virtist ekki heyra hvað
hún sagði, og nú varð þögn þang-
að til Clare sagði:
Þér munduð hafa gerspillt
lífi Faith og Simonar, að ég ekki
tali um mitt —• til þess eins að
koma vilja yðar fram. Þér rang-
hverfðuð staðreyndum, luguð —-
og voruð í þann veginn að spilla
trausti Hamden-hjónanna á mér
. . . Þér vonuðuð að geta spillt
trúlofun Faith og Simonar, og
komuð síðar Simoni til að fyrir-
líta mig, af því að þér vissuð
að þér gátuð logið upp sögu um
Ralph og mig . . .
— Og þér lékuð alltaf fórn-
fúsa píslarvottinn! urraði Joan.
Það var svipur á Meg þegar
hún svaraði fyrir Clare: — Clare
hefur verið meira en göfug, og
það munaði litlu að hún yrði
píslarvottur. Hún var fús til að
fórna meiru en lífinu fyrir Faith
— hún fórnaði ástinni fyrir hana.
— Nú förum við að nálgast
sannleikann! sagði Joan kaldr-
analega. — Það var Clare sem
var ástfangin af Simoni og ætl-
aði að stela honum frá Faith...
Hún þagnaði og fann að hún
hafði talað af sér. Hún hafði sí
og æ fullyrt við Simon, að Clare
elskaði hann alls ekki. Ef nokk-
34
VIKAN 8. tbl.