Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 30
Ráðhúsið hans Sigurðar Karlssonar
Eins og venja er í lýðfjálsu
landi hafa menn verið ósparir á
að gagnrýna ráðhúsið okkar
væntanlega og margir fundið
staðnum og húsinu flest til for-
áttu. Flestum er þannig farið,
að þeir eiga auðveldara með að
rifa niður og benda á gallana en
segja til um, hvernig betur mætti
fara. Einn harður gagnrýnandi
ráðhúsbyggingarinnar, lét ekki
við það sitja að lýsa vanþóknun
sinni á staðnum og húsinu, held-
ur settist hann niður og setti á
blað sína eigin hugmynd um ráð-
hús handa Reykvíkingum.
Þessi maður heitir Sigurður
Karlsson og er lesendum VIK-
UNNAR kunnur af grein og for-
síðumynd í blaðinu. Hann hefur
sem sé lagt stund á húsgagna-
teikningar í Danmörku, en leið-
beinir nú um innréttingar og
húsgagnaval hjá húsgagnaverzl-
un einni hér í bæ.
VIKAN birtir hér tillögu Sig-
urðar, ekki vegna þess að líkur
séu fyrir því að nokkru verði
breytt um núverandi ákvarðanir,
heldur til að sýna álit manns,
sem lætur sér ekki nægja að rífa
niður. Sigurður gerir ráð fyrir
því að byggja þetta ráðhús þvert
yfir tjörnina, þar sem tjarnar-
brúin er nú. Meginbyggingin er
140 metra löng og tvær hæðir,
en upp úr henni fyrir miðju rís
tíu hæða bygging. Bæði norður
og suðurhlið hússins yrðu að
mestu leyti úr gleri.
Eins og sjá má af teikn-
ingunni liggur gatan undir
húsið og gert er ráð fyrir bíla-
stæðum við vestri enda tjarnar-
innar. Báðar hliðar hússins
verða nákvæmlega eins. Kostirn-
ir við þetta, segir Sigurður, eru
að hér er ráðhúsið dregið út úr
miðbæjarkösinni og nýtur sín til
fullnustu auk þess sem umferð-
in beinist meira frá miðbænum
og auðveldara verður með bíla-
stæði. Það sem mestu máli skipt-
ir er það, að hér þarf engar lóð-
ir að kaupa upp fyrir svimandi
fjárhæðir. Grunnurinn verður
að vísu dýr, en varla mikið dýr-
ari en hann verður við nyrðri
bakka tjarnarinnar. Umferðin
undir húsið, segir Sigurður, skap-
ar engan gný í húsinu, heldur
verður hávaðans minna vart
heldur en þar sem gata liggur
fyrir framan hús. Hann vill að
lokum taka það fram, að teikn-
ingin sé engan veginn nákvæm,
en fremur gerð til að skýra hug-
myndina.
STRÁKUR, SEM KOM
Á ÓVART
FRAMHALD AF BLS. 10.
spjalla við afann eða ömmuna,
eða þjónustufóikið, sem var að
iaga kaffi og raða kökum á diska.
Einkum þótti gamla fóikinu
vænt um að heyra nýjar fréttir
frá „Gamla heiminum", frá fæð-
ingarlandi sínu eða foreldra
þeirra. Þessum þætti kosninga-
baráttunnar lauk með stórkost-
legri veizlu í einu af hótelum
Bostonborgar, að frambjóðand-
anum fjarverandi, en með móður
hans og systrum í heiðurssætum.
Þær höfðu sumar eða allar, tek-
ið þátt í boðunum með Kennedy,
hjálpað honum til að kynnast
konum og stúlkum, og halda uppi
samræðum.
Enda þótt kosningabarátta
Kennedys yrði fræg fyrir þessi
kaffi- eða teboð, settu peningar
föðru hans einnig talsverðan svip
á kosningabaráttuna, svo að ekki
fór fram hjá mörgum. Auglýsing-
ar Kennedys í strætisvögnum og
neðanjarðarjárnbrautum voru
fleiri og stærri en áður höfðu
sézt frá einum og sama frambjóð-
andanum. Frásögn bandaríska
tímaritsins New Yorker, um
stríðsafrek Kennedys, var dreift
um allt kjördæmið. Fulltrúar og
starfsmenn Joseph Kennedy
eldra, störfuðu hér og þar í þágu
frambjóðandans og sá gamli not-
aði sambönd sín út í yztu æsar.
Útvarp og blöð auglýstu Kenn-
edy meira en aðra frambjóðend-
ur. Það var eflaust föður hans að
þakka.
Allt þetta skipti eflaust miklu
máli en að flestra dómi var það
eitt sem fleytti Kennedy lengst,
eða dugði honum bezt frá upp-
hafi til loka kosningabaráttunn-
ar: Hið alþekkta og virta nafn
föðurættar hans. Þar naut John
Kennedy minninganna um afa
hans Patrick Kennedy og þeirr-
ar frægðar, sem faðir hans hafði
getið sér með skörulegri fram-
komu og auðsæld.
En ekkert af þessu hefði dug-
að ef John Kennedy hefði ekki
vaxið með vandanum, lært af
reynslunni og aukið sjálfstraust
sitt í vaxandi velgengni. Bak við
þennan þroska var hin gamla
þrautsegja og þrjózka, baráttu-
vilji og keppnishugur, sem ein-
kennt hafði Kennedyfjölskyld-
una frá því hún steig á land í
Boston um 1850.
Undir lok kosningabaráttunn-
ar í prófkjörinu höfðu sumir
frambjóðenda oltið upp fyrir, en
aðrir börðust vonlausri baráttu.
Frambjóðendurnir, sem áður
höfðu hæðzt af Kennedy, ef þeir
á annað borð minntust á hann,
og kallað hann „veslings litla,
ríka strákinn“, rægt Kennedy og
fjölskyldu hans, svívirt hann í
kappræðum, lærðu smátt og
smátt að virða hinn unga og
óvenjulega andstæðing sinn.
Hann hafði sýnt að hann gat
goldið líku líkt í baráttunni, án
þess að leggja sig jafn lágt og
andstæðingarnir. Kosningavél
Kennedys var einnig augljóslega
kraftmeiri og betur smurð en
vélar andstæðinganna.
Þeir, sem gáfust upp fyrir sókn
Kennedys, byrjuðu að hjálpa
honum. Meðal annars tók einn
þeirra að sér að halda kjósend-
um á fundarstað ef frambjóðand-
inn varð of seinn.
Úrslitin urðu þau að Kennedy
gQ — VIKAN 8. tbl.