Vikan


Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 46

Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 46
ræddum aðskilnaðarmálið, en þegar liann talaði um það sem þjóðarnauðsyn, að lögreglunni hefði nú verið heimilað að stinga mönnum i tugthús í 90 daga, án þess að leiða þá fyrir dómara þá var mér öllum lokið. íg sagði honum, að á aðskiln- aðarpóiitik Verwoerds vildi ég engan dóm Jeggja að sinni. Ég væri kominn hér til þess eins að lilusta á það, seni mér væri sagt, en þessir 90 dagar væru þjóðarsmán, andstyggilegt uppá- tæki, sem verðskuldaði fyrirlitn- ingu allra siðaðra manna. Ég sagðist telja mér það mikinn sóma ef einhvör lögreglusnuðr- arinn vildi gera mig landrækan vegna jiessara ummæla. Hvers vegna 90 dagar- Þvi ekki 10 ár eins og hjá Nkrumah? Hvers vegna ekki dýrðarríki Stalins sáluga? Hvers vegna ekki Síber- ía eða gasklefar Hitlers? Sjálfum fannst mér að ég hefði kjaftað þennan ritstjóra í kút- inn. Ef til vill er j)að vitleysa tóm, og vel má vera, að þetta þvarg okkar leiði lil þess eins að Noord Traansvoler segi að úti á íslandi sé ekkert nema kommúnistapakk. Ég kæri mig alveg kollóttan. Um aðskilnað- arpólitíkina tala ég ekkert að sinni. En fari þessir 90 dagar til fjandans. Og Verwoerd sjálf- ur á eftir. Fari hann hgra til fjandans. „Ég er vanalega kominn út til þess að líta eftir piltunum um fimmleytið, en sé ég þreyttur þá fer ég stundum ekki á fætur fyrr en klukkan ö“ sagði Jósep hóndi og dró ýsur klukkan rúm- lega 9 í gærkvöldi. „En við förum líka snemma að sofa“ bætti Marta við. Þetta var mjög kurteisleg en þó ótvíræð bend- ing um það til okkar félaganna, að við ættum að mælast til þess að fara í háttinn. Það gerðum við líka og þess vegna sit ég nú klukkan sjö að morgni við skrifborð Jóseps og rita á minnisblöð mín með- an Denis rakar sig, Jósep lítur eftir gróðursetningu nýrra á- vaxtatrjáa og Marta tilreiðir morgunverð. Ilún hefir lofað að gefa mér að borða nákvæm- lega stms konar rétt og þann sem Svertingjarnir búa til úr korninu — „mealiemeal“. Það verður fróðlegt að borð^i hann. Við fórum snemma í gærmorg- un frá Potgieterus .Förinni var heitið til Pietersburg, þar sem Denis hitti einn af sínum um- hoðsmönnum að máli. Næst átti hann erindi vjð mann í Tzaneen, en við ákváðum að koma á leið- inni við i þeirri deild Háskóla Suður-Afríku, sem er ætluð 'Ban- tunegrum og staðsett er í héraði, sem er milli Pietersburg og Tza- neen. Við vorum óheppnir. Það var komið vetrarfrí i skólanum, — VIKAN 8. tbl. nemendurnir farnir heim og eini svarti prófessorinn, sem þar starfar, hafði farið í ferðalag. Hér virtust allar bjargir bannað- ar. Það hljóp illt í mig og ég sagði við livita ritarann, sem okkur liafði verið ráðlagt að tala við: „Eins og ég sagði yður er ég hingað kominn til þess að reyna að liitta að máli einlivern Svert- ingja, sem hefir notið þeirrar menntunar hvítra manna, sem þið segizt veita þeim, en ef það er svo, að í þessu myndarlega nýja háskólahverfi finnist eng- inn læs og skrifandi Bantumað- ur, þá er ekkert annað fyrir okk- ur að gera en að þakka móttök- urnar og aka á brott héðan.“ „Þér getið náttúrlega reynt að tala við skólastjóra gagnfræða- skólans.“ „Er það Bantumaður?“ „Já víst er hann það.“ Þetta voru tildrög þess að við gengum út að nýrri byggingu, sem raunar var ekki nema hálf- gerð. Það var verið að vinna við aðra aðalálmuna af tveim, sem fullgera á. Þetta er mjög vistlegur skóli, og myndi þykja mikil bæjarprýði hvar sem væri á íslandi. Peter D. Mashabela tók erindi okkar mjög ljúfmannlega. Hann bað afsökunar á að hér væri allt enn ekki komið i það horf sem vera ætti, eðlisfræðitækin ekki öll tilbúin, og enn vantaði ýmsar handbækur og hjálpar- gögn. En af þvi sem við sáum í skólatækjageymslunni var greinilegt, að hér var allt á réttri leið. Ég sagði Mashabela, að ég hefði lika einu sinni kennt við skóla, sem var í smíðum, og skildi þess vegna mætavel það, sem hér væri i deiglunni. Masha- bela er kannski ekki laglegur á kvarða okkar Evrópumanna, en liann er ekki með þennan of- boðslega stóra rnunn margra Bantumanna og nefið á honum er heldur ekki mjög flatt. Mesta andlitsprýði lians er tennurnar, sem brosmildi hans gerir svo athyglisverðar. Saga hans er á þessa leið. Hann fæddist árið 1920 að Zebediela í Norður-Transvaal, en það er um 00 km hér fyrir norð- an. Faðir hans var verkamaður. Ég bað ekki um nánari skilgrein- ingu á því, en vegna þess, sem síðar kom fram, geri ég ráð fyr- ir að hann hafi verið vinnu- maður á sveitabæ. Ólæs var hann og óskrifandi. íbúðin var „liut“ — kofi. Börnin voru 6. Þegar Peter var 9 ára gamall hóf hann nám í trúboðsskóla lútherskrar kirkjudeildar. Öll börn í ná- grenninu áttu þess kost að sækja skólann. Hann lauk barnaskóla- námi 10 ára gamall. Gagnfræða- skólanámi lauk hann tvitugur. Hann langaði fil að halda áfram námi vegna féleysis þurfti hann að vinna fyrir sér með kennslu- störfum i tvö ár. 25 ára gamall lauk hann svo kennaraprófi og hóf kennslu við skólann, þar sem hann útskrifaðist. Hann hóf háskólanám með kennslustörfum og stundaði á vixl nám og kennslu. Árið 1962 lauk hann háskólaprófi, B.A. i ensku. Þegar nýi gagnfræðaskólinn var opnaður liér í sl. marzmán- uði tók hann við skólastjórn. Kennararnir eru tveir, auk Mash- abelas. Nemendur eru nú 87 á aldrinum 14—19 ára. Námstím- inn er 3 ár. Þeir eru vitanlega allir Bantunegrar. Þeir eiga heima í nágrenninu, en hér er fjölmenn byggð Bantumanna, og er ráðgert að hér verði eitt af héruðum hinnar takmörkuðu sjálfstjórnar, svipað þeirri, sem nú er að komast á í Transkei. Mash'abela býr með konu sinni og börnum í skólastjóra- íbúð liér i grenndinni. Árskaup hans samsvarar 90 þúsundum íslenzkra króna. Aðspurður sagði hann, að hvitur kennari hefði miklu meira kaup, en hann gat þess lika, að vegna þess að hann er Bantumaður þá hefði hann ekki þurft að greiða nema sem samsvarar 10.800 krónum á ári fyrir fæði, húsnæði og kennslu í háskólanum, en fyrir það greiða nemendur sem svarar 60 þúsundum króna í liáskól- um hvítra. Ég spurði Mashabela, hvort hann teldi að stjórnin gerði nægjanlega mikið til þess að tryggja Bantumönnum möguleika til þess að afla sér menntunar. Hann sagði, að miðað við að- stæður þá væri engin ástæða til þess að kvarta, og þó að í ýmsu væri ábótavant, þá væri það áreiðanlegt, að hvergi i Afríku væri svörtum mönnpm jafn auðvelt að komast til mennta og hér í Suður-Afriku. Við skoðuðuin skólann. Hann var hinn prýðilegasti þegar frá eru dregin borðin. Þar var allt samvaxið, skáborð og bekkur, eins og við áttum að venjast heima. „Við höfum ekki ráð á að kaupa laus horð og stóla“ sagði hann. Ég nennti ekki að svara því, en auðvitað er það ekki dýrara. Á gönguferð okkar um skól- ann sá ég konu og karl sitjn sainan við borð. Þau voru að drekka te og borða brauð. „Þetta eru samkennarar mínir“ sagði Máshabela. Það var mikil hunda- heppni. Nú gat ég lika fengið æviágrip þeirra. En ég varð fyrir dálitlum vonbrigðum. Ég liafði vonað að Iiitta hér fyrir fólk, sem alið væri upp í leirkofum eins og skólastjórinn, en svo var ekki. 'Bæði voru þau komin af fólki, sem notið hafði menntunar. Um þau er þetta að segja: í fáum orðum: Frú B. N. Ntsanwisi fæddist í Transkei, árið 1923. Bæði voru foreldrar hennar kennarar. Börnin voru 8. Hún fór fyrst í skóla 5 ára gömul. Hún lauk prófi við kennaraskóla í Fort Ilare og síðan háskólaprófi i uppeldisfræði. Svo hóf hún kennslustörf og réðist hingað þegar skólinn var tilbúinn. Hún er gift manni, sem er fyrirlesari. Kaup hennar samsvarar 3600 krónum á mánuði. Hún hefir dvalið 6 mánuði við nám í Sviss- landi og spurði í upphafi, hvort við ættum heldur að spjalla saman á frönsku eða ensku. UNGFRU YNDISFRIÐ býður yður hið landsþekkta konfekt frá N Ó A. HVAR E R ORKIN HAHS N OA1 Það cr alltaf saml leikurlnn í hénni Ynd- isfríð okkar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar f blaðinu og heitlr góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af hezta konfekti, og framleiðandinn er au.ðvitað Sælgœtisgerð- In Nói. Nafn Heimili Örkin er á hls. • Síðast er dregið var hlaut verðlaunin: ÁSTA JÓNASDÓTTIR, Gunnarsbrcmt 28, Rvík. Vinninganna má vitja á skrifstofu Vikunnar.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.