Vikan


Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 12

Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 12
^Lr Það er stórt orð Hákot sagði karlinn og stórt orð ráðhús, getum við nú sagt. En ómissandi er það í hverri borg sem stjórnarfarslegur mið- punktur og dráttur í andliti borgarinnar. Það hefur verið kveinað og kvartað yfir því að skipulag Reykjavíkur væri afleitt og malbik- un gatna áratug á eftir tímanum. En við hverju er hægt að búast; við höfum ekki einu sinni átt ráðhús. Nú á að bæta úr því og eftir all- mikið jaml og japl og fuður hefur teningnum verið kastað. Og teningurinn kom niður við nyrðri enda tjarnarinnar. Þar á hann að sitja á lágri undirstöðu og horfa fram á tjörnina. Það er varla sá blettur til í borgarlandinu, að einhverjum hafi ekki þótt hann bera af öðrum fyrir ráðhúsið okkar væntanlega. En ráðamenn borgarinnar flestir hafa litið hýrum augum um bakka tjarnarinnar og þar var hús- inu endanlega valinn staður. Nú er það um þetta eins og flestöll stórmál, að menn eru ekki á eitt sáttir. Helgi Hjörvar hefur til dæm- is fagnað því, að ráðhúsinu skyldi loks val- inn staður í nánd við þær minjar fornar, sem hann telur að finna mætti undir húsi einu við Tjarnargötu. Þann stað telur hann að Ingólf- ur Arnarson hafi valið öðrum fremur fyrir sitt eigið ráðhús og bólstað. Helgi var líka ánægð- ur með húsið sjálft; hafði kviðið því, að tekin yrðu einhver ógurleg heljarstökk í listrænni sköpun svo að öll önnur hús í miðbænum féllu í skuggann. Mörgum virðist aftur á móti, að því sé sízt til að dreifa. Einn greinarhöfundur í Morgunblaðinu talar um „ráðkassann" og þá yfirþyrmandi andlegu fátækt sem birtist í arki- tektúr hússins. Hauki Clausen, tannlækni, fannst ráðhústeikningin og módelið minna einna helzt á „shoppingcenter í Bandaríkj- unum“ og þannig hafa menn tínt alla mögu- lega og ómögulega hluti til að líkja ráðhús- inu við. Einhvernveginn er það svo, að enginn þeirra er látið hafa skoðanir sínar í Ijós á prenti, hef- ur verið frá sér numinn af hrifningu. Að minnsta kosti ekki þegar þetta er skrifað. Ef til vill er það vegna þess, að menn hafa gert sér vonir um eitthvað stórfenglegt. Og sum- ir horfa í þessar tvö hundruð milljónir, sem sagt er að til þurfi til að kaupa upp lóðir á ráð- hússvæðinu. Þar fer margt útsvarið fyrir lítið. Ef til vill finnst komandi kynslóðum lítið til þess koma, hvað við höfum lagt á okkur til þess að kaupa lóðir fyrir ráðhúsið. Og óve- — VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.