Vikan


Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 16

Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 16
iRIS - KLUKKAN NiU A / i Það voru margir hlutir, sem Al- gernon Swinsey hafði yfirleitt lít- inn áhuga á. Til dæmis þyngdar- lögmálið, geðsjúkdómafræðin, stjórnarskráin og krabbameinsrann- sóknirnar. Og svo voru aðrir hlutir, sem hann vildi helzt ekki af vita. Til dæmis dyrabjallan. Já, það var einver að hringja dyrabjöllunni. Hvað um það? Hann sem var önn- um kafinn við að rannsaka stíl- tengslin með leirmunagerð vatna- héraðsbúa að Plouhermel á fimmtu öld og thebisku grafhýsaskreyting- anna. Seivsmusterið kom þarna líka mjög til athugunar — en dyra- bjölluhringingin; ein, hún átti ekk- ert skylt við það . . . Og maðurinn, sem stóð þarna á dyraþrepinu, þegar Algernon svar- aði hringingunni, sennilega var hann bláókunnugur og hafði farið húsavillt. „Já?“ mælti Swinsey spyrjandi. Dyrabjölluhringjarinn tók ofan hatt sinn og hélt honum við barm sér. „Herra Swinsey?" Algernon kinkaði kolli. „Caesar Westclock heiti ég“. Það stóðu tvær ferðatöskur, allmiklar, sinn hvorum meginn við hann á dyraþrepinu. „Ég er húsþjónn, herra minn“, mælti Caesar Westclock brosandi, og um leið sneri hann hattinum nákvæmlega fjórðung hrings við barm sér. „Að vísu tel ég mig ekki neinn venjulegan húsþjón, ef ég má gera sjálfan mig að umræðuefni. Ég vel mér nefnilega sjálfur húsbænd- ur. Vinn einungis þeim, sem ég álít að hafi þess þörf“. Einmitt. Húsþjónar voru enn eitt af því, sem Algernon Swinsey hafði engan áhuga á. „Því miður“, mælti hann afsakandi um leið og hann steig skref aftur á bak, reiðubúinn að láta hurð falla að stöfum. Algernon til mikillar undrunar gerði náunginn sig ekki líklegan til neinna gagnráðstafana. Reyndi ekki að bregða fæti milli stafs og hurð- ar. Ekki heldur að hann hækkaði röddina eða setti upp bænarsvip. Það sanna var, að hann stóð þarna eins og steingervingur með bros um varir — og minnti Algernon allt í einu á líkneski nokkurt, sem hann hafði séð standa úti fyrir anddyri musterisins í Ibsamboul — nema hvað þessi náungi hélt hatti að barmi sér. Undarlegt. Jæja, það er svo margt undarlegt, hugsaði Algernon. Hon- um þótti fyrir því að skella hurð- inni, því að hann var hæverskur að eðlisfari. En hann gerði það nú samt. Dyrabj allan . . . Húsþjónninn enn . . . Það var ekki nema um eitt að velja — rjúfa bjöllusambandið. En Algernon fór enn til dyra, og enn stóð húsþjónninn á dyraþrep- inu með bros um varir. „Hús- þjónn“, sagði hann, „mundi ekki valda yður vandkvæðum, heldur verða yður ómetanleg aðstoð. Hús- þjónn, herra minn, mundi gera yður fært að einbeita yður að rannsókn- um yðar, sem mér er sagt að valda muni straumhvörfum í nútíma heimspekikenningum fyrir nýjan skilning á fornaldarlist. Húsþjónn, herra minn, mundi koma í veg fyrir að þér yrðuð truflaður í starfi yðar. Hann svaraði í símann, færi til dyra, tæki skilaboð, færi með handrit, héldi miður æskilegum náungum í hæfilegri fjarlægð, sæi um mat- reiðsluna — og fyrir bragðið gætuð þér varið öllum tíma yðar til hug- leiðinga og lesturs. Húsþjónn, herra minn, mundi halda öllu í röð og reglu innanstokks, kynda arineld- inn, svo yður liði notalega í vinnu- stofunni og að öðru leyti slá um yður einskonar skjaldborg gegn um- heiminum, sem — því miður — læt- ur aldrei af sínum dyrabjölluhring- ingum“. ,,Já-hm“, — annað svar hafði Al- gernon ekki á takteinum eins og á stóð. „Og svo er það að endingu eitt, sem ég vil leyfa mér að taka fram, herra minn“, hélt Caesar Westclock áfram máli sínu. „Eins og þér sjáið, er ég kominn af léttasta skeiði; ég er kominn á þann aldur og það vel fjáður orðinn, að flestir í mínum sporum myndu setjast í helgan stein. En mér finnst sem ég geti það ekki, samvizku minnar vegna, herra minn, á meðan menn eins og þér, herra minn, verða að eyða dýrmæt- um tíma sínum og kröftum frá mikilvægum störfum í einskisverða hluti. Ef ég má komast þannig að orði, herra minn, þá hef ég ákveðið að fórna framtíðinni því, sem ég á enn eftir af starfsþreki mínu, á þann hátt að koma í veg fyrir svo skaðlega tímasóun, að svo miklu leyti sem það stendur í mínu valdi. Skiljið þér hvað ég er að fara, herra minn? Launin skipta mig ekki neinu máli, svo að ég læt ýður um að ákveða þau, herra minn, eftir því sem yður kann að finnast sann- gjarnt, þegar til kemur“. MORGUN „Hvort þó í . . .“ var komið fram á varir Algernons. En hann hafði taumhald á tungu sinni. „Ég skil“, sagði hann. Annað ekki. „Fyrirtak, herra minn“. Caesar Westclock lyfti ferðatöskunum inn yfir þröskuldinn. „Dásamlegt, herra minn . . . ég skal sjá svo um að lífið verði yður eins þægilegt og unnt er“. Og það varð ekki annað sagt, en að hann stæði við það — að minnsta kosti í vissum Skilningi. „Segið mér eitt, Caesar", mælti Algcrnon við húsþjón sinn að nokkrum dögum liðnum, og gerði andartaks hlé á athugun sinni, varð- andi sigursæla innrás Núbíumanna í Egyptalandi og upphafi papýros- notkunarinnar — „hvernig stendur á því, að þér vissuð svo margt um mína hagi?“ Caesar setti frá sér strútsfjaðra- skreyttan hjálm, ævafornan, sem hann var að rykdusta. „Herra minn“, svaraði hann og ýfði strúts- fjaðrirnar hægri hendi, „vistráðn- ingar mínar hef ég alltaf undirbúið af vísindalegri nákvæmni, bæði hvað snerti viðkomandi húsbónda og sjálfan mig. Ég hef litið á þetta líkt og veðreiðar, herra minn; mað- ur aflar sér allra upplýsinga, sem unnt er, varðandi hvern ein- stakan hest áður en keppnin hefst, og veðjar svo á þann, sem maður telur sigurstranglegastan. Og þér eigið fjölda kunningja og þér eruð meðlimur í ýmsum félögum. Maður getur því aflað sér upplýsinga um yður að ýmsum leiðum, herra minn. Almenningsálitið, herra minn. Og auk þess, herra minn, megi ég ger- ast svo opinskár, hef ég mínar einkaheimildir um menn og málefni, sem ekki eru einungis furðu yfir- gripsmiklar, heldur og furðu áreið- anlegar“. Það voru einkum síðustu setn- ingarnar, sem urðu til þess að Al- gernon fór að brjóta heilann um þetta mál; ræddi það meira að segja við nokkra kunningja sína á næsta mánudagsfundi í sagnfræðilega end- urskoðunarfélaginu. „Ég mundi álíta að þessi náungi hefði eitthvert myrkraverk í und- irbúningi“, sagði Edward Dorn- field. Og sir Brighton-Hollyshire kink- aði kolli til samþykkis. „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar", sagði hann, ,,að þessir leynilögreglusagna- höfundar hafi eitthvað fyrir sér, þegar þeir láta húsþjóna fremja alla Jg — VIKAN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.