Vikan


Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 22

Vikan - 20.02.1964, Blaðsíða 22
Dag þann, sem Vandy tiltók, fór ég í skemmtigarðinn og sá Hollendingana, sem sátu í venjulegri eftir því, að hann sat mjög ókyrr, eins og hann klæjaSi um allan kroppinn. Hann sat með bók í hen Flöttinn frá Colditz Framhald af bls. 21 smíði á, þar sem hann lá undir. Þegar blásið var til brottfarar, gengu allir til hliðsins, en sá litli lá eftir í gryfju sinni, þar sem hann ætlaði að bíða myrkurs. Holllendingum tókst að leyna því við fyrstu talningu, að hann var ekki í hópnum, en til allrar óhamingju var leikur í öðrum Scháfer-hundinum, svo að hann fór að elta hinn. Hundurinn, sem eltur var, hljóp beint yfir „gröf- ina“, og hinn á hæla honum. Þegar síðari hundurinn kom að gröfinni, vakti eitthvað þar eftir- tekt hans, líklega laus mold eða þess konar, svo að hann fór að krafsa í jörðina, og eftir fáeinar sekúndur var hann búinn að grafa ofan af Hollendingnum. Vandy hafði enn einu sinni notazt við mannslíkan, það þriðja sem hann hafði búið til. En þegar tilkynnt var um flótta- tilraunina, notaði hann það ekki aftur. Hann vissi, að leitað mundi verða vandlega á mönnum, en vonaði, að hægt væri að leyna likaninu. Það tókst þó ekki. Þjóðverjar leituðu á hverjum manni, áður en þeim var hleypt inn í kastalann, og brúðan fannst. m. FLÓTTAMAÐUR. Andrúmsloftið 1942 í apríl 1942 óskaði ég eftir að vera leystur frá starfi sem flótta- foringi. Það var fyrir löngu orðið tímabært, að annar maður tæki starfið að sér. Ég gerði mér í hugarlund, að ég gæti látið líða úr taugum og vöðvum í mánað- artíma eða tvo mánuði, og síðan mundi ég sjálfur taka þátt í flóttatilraun. Af siðferðilegum ástæðum hafði verið girt fyrir, að ég gæti tekið þátt í tilraun til að komast undan, meðan ég var flóttaforingi. í byrjun árs 1942 tók Stayner ofursti við stöðunni sem elzti brezki foringinn, því að German var fluttur í aðrar fangabúðir. Eftir því sem ég hef komizt næst, var German eini hrezki foring- inn, sem sendur var frá Colditz. Og vitanlega sneri. hann aftur ári síðar vegna annarra „afbrota" gagnvart hinu þýzka ríki. Ég lagði til, að Dick Howe yrði eftirmaður minn sem flótta- foringi. Ég tók hins vegar við starfinu aftur í júlí, meðan hann sat mánuð í einangrun, en að því búnu varð hann aftur flóttafor- ingi um langt skeið. Ensku föngunum í Colditz hafði fjölgað smám saman árið 1941. Þeir voru aðeins 17 í árs- bryjun, en voru orðnir 45 í lok ársins. Þeim hélt áfram að fjölga árið 1942, unz þeir voru orðnir um 60. Meðal þeirra, sem bætt- ust síðast í hópinn voru Ronnie Littledale majór og Michael Sinclair liðsforingi, báðir frá Winchester, auk tíu sjóliðsfor- ingja, og flugkappans Douglas Baders. Littledale og Sinclair höfðu flúið í sameiningu úr fangabúð- um norðantil í Póllandi og haldið suður á bóginn. Þeir nutu að- stoðar Pólverja og voru um nokkurt skeið í einhverri stórri, pólskri borg. Þegar þeir höfðu verið búnir að koma útbúnaði sínum í lag, tóku þeir stefnuna til Sviss, en voru handsamaðir í Prag, þegar þar var gerð víð- tæk leit vegna morðsins á Heyd- rich. Þeir voru meira að segja pyndaðir í sambandi við yfir- heyrslur, áður en þeir voru send- ir til Colditz. Ronnie var mjög óvenjulegur maður í alla staði. Engan galla var hægt að finna í skapgerð hans. Hann var hljóðlátur í fram- komu og dálítið feiminn, hafði mjög ákveðnar skoðanir á öllum hlutum, og illska heimsins hrein ekki á honum frekar en vatn á gæs. Hann var alltof horaður, enda hafði hann orðið að þola margt misjafnt. Hann virtist mun eldri en hann var, og var hárið farið að þynnast. Forlögin komu því svo fyrir, að ið höfðum margt og mikið saman að sælda á þeim mánuð- um, sem í hönd fóru. Skömmu síðar átti Michael Sinclair, félagi hans, að koma fyrir herrétt vegna yfirsjónar, sem hann hafði gert sig sekan um í fangabúðum, sem hann var geymdur í áður. Við veifuðum til hans í kveðjuskyni, þegar hann var leiddur til réttarhald- anna undir umsjá varðmanna. Hann var fulkomlega búinn til flótta, því að fötum hans mátti breyta með lítilli fyrirhöfn, svo að þau yrðu eins og borgaraleg klæði. Herrétturinn átti fram að fara í Leipzig, en honum tókst að læðast frá vörðunum á sal- erni í herskála í borginni og tveim eða þrem dögum síðar skaut honum upp í Köln. Mikil loftárás hafði verið gerð á borg- ina, og þess vegna var liturinn á fötum Sinclairs mjög óheppi- legur. Hann var nefnilega klædd- ur flugmannsbúningi, sem breytt hafði verið, og mikil leit var gerð að flugmönnum, sem svifið höfðu til jarðar í falhlíf, þegar flugvélar þeirra voru skotnar niður. Sinclair náðist við þessa miklu leit og var fluttur til Cold- itz undir eftirliti þriggja varða. Það hafði slæm áhrif á sið- ferðisþrekið, þegar fangar sneru aftur eftir misheppnaðar tilraun- ir til flótta. Hver flótti, sem tókst, var mjög hressandi fyrir fángana, sem eftir voru, þótt hann táknaði venjulega, að möguleikarnir minnkuðu fyrir þá, sem eftir voru. Sinclair tók sér þetta mjög nærri, þótt eng- in ástæða væri til þess. Fortíð hans sýndi greinilega, að hann var einn þeirra manna, sem not- uðu hvern möguleika, þótt lík- urnar væru ein gegn hundraði, til að komast undan. Það var þó að renna upp fyrir mörgum, að þegar menn væru fyrst komnir út úr kastalanum, væri það æðsta skylda stroku- mannsins að leggja sig í hvaða hættu sem væri, frekar en að láta senda sig aftur til búðanna. Það var sumarið 1942, að ég afréð að snúa aldrei aftur til fangabúð- anna, ef mér auðnaðist að kom- ast undan, og ég vissi, að margir fleiri höfðu tekið sömu ákvörð- un, en mánuðir liðu. f hópi okk- ar var geðveikur fangi (hann náði sér eftir stríðið), en margir mánuðir liðu, áður en Þjóðverjar voru sannfærðir um, að hann væri ekki að gera sér upp. Við urðum að hafa sífelldar gætur á honUm og gæta þess, að hann fremdi ekki sjálfsmorð. Nokkru síðar urðum við að tvöfalda slík varðhöld, þegar annar fangi gerði tilraun til að skera sig á púlsinn með rakhníf, en tókst það svo óhönduglega, að við upp- götvuðum það í tæka tíð. Slíkt eftirlitsstarf hafði að sjálfsögðu slæm áhrif á siðferðisþrek fang- anna. Þá má geta um þriðja brezka foringjann, en hann var ekki eins vitlaus og hann virtist vera. Hann gerði mig einu sinni að trúnaðarmanni sínum á önd- verðu ári 1941, þegar hann var alveg með réttu ráði: „Pat, ég held, að eina ráðið til þess, að ég geti sloppið frá Cold- itz er að ég geri mér upp geð- veiki“. „Það er ekki svo vitlaus hug- 22 — VIKÁN 8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.