Vikan


Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 10

Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 10
. A RETTRI HILLU ■ Guðlaugur þjóðleikriússtjóri Já, ég veit ekki livað skal segja — út frá þjóðfélagslegu sjónarmiði vildi ég helzt vera sjónhverfingamaður. Það virð- ist nú vera þann veg á íslandi, að sýndarmennskan er í mest- um heiðri liöfð og áhrifaríkust. Ef keppt er eftir vinsældum og áhrifum, mundi ég lialda, að bezta leiðin væri að vera sjónhverfingamaður. Sízt vildi ég líklega vera listdómari. Dóm er ekki hægt að dæma nema að byggja á óyggjandi staðreyndum, en það er ekki nein óyggjandi staðreynd um það, hvað er góð list og livað er slæm list. Skoðanir á list eru næstum jafn margar og mennirnir og þvi í rauninni ógerlegt að dæma um, hver muni hafa rétt fyrir sér. Agnar Koefoed Hansen flugmólastjópi Ég vildi ekki frekar gegna öðru starfi en þvi, sem ég gegni i dag. Það er síungt og sínýtt, maður er alltaf á harðahlaup- um til að reyna að fylgjast með og dugir varla til. Það er erfitt og kannske friðlaust, en það er skemmtilegt. Hitt er aftur erfiðara. Mér er ekki sérlega í nöp við neill slarf. Sum útheimta meira erfiði og ábyrgð en önnur, og eru samt ekki leiðinleg. En að öllu athuguðu held ég, að ég vildi sizt vera foringi í pólitískum flokki. Þá ábyrgð treysti ég mér sizt lil að axla. Sveinn Einarssort leikhússqðri Ég vldi helzt gegna því starfi, sem ég er fær um að gegna, en sízt því, sem ég er ekki fær um að gegna. _ VIKAN 9. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.