Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 12
SYSHR
HELENA
Enciurminning ffrát Róm efftir
í Holti /í
Þetta höfðu verið mjög
skemmtilegir dagar. Við vorum
orðin æði vel samstilltur hópur,
þó að við værum sitt úr hverri
áttinni, norrænn námshópur á
kynnisför um löndin umhverfis
Miðjarðarhaf. Síðast höfðum við
verið í Grikklandi. Nú vorum við
komin til Rómar, áttum fyrir
höndum að eyða þar tíu dögum,
kynnast borginni, fornmenjum
hennar og kirkjum. Líta inn á
listasöfnin. Og skemmta okkur,
kynnast fólkinu, þjóðlífinu og
andrúmslofti borgarinnar að svo
miklu leyti, sem það mætti tak-
ast á svo sorglega skömmum
tíma. Ég huggaði mig ofurlítið
við það, að ég hafði verið í Róm
áður, að vísu alltof stutt þá, eins
og nú. Eitt var að minnsta kosti
víst: Það var engin hætta á, að
ekki yrði nóg við tímann að
gera.
Þetta var á bezta tíma árs.
Snemma í október. Aldrei kalt,
aldrei of heitt. Sólmettað loftið
lék um hörund manns á daginn,
næturmyrkrið féll snögglega
yfir, varmt og vingjarnlega um
sólarlag. — Og kvöldin í Róm
eru unaðsleg. Hvar, sem þú ferð,
flæðir um þig iðandi líf viðskipta
og anna, náttúrleg glaðværð,
sjálfsögð, brotalaus alúð án
feimni og búraháttar. Og hvar-
vetna eru litlar, elskulegar veit-
ingastofur, þar sem fjölskyldan
gengur sjálf um beina. Þú get-
ur setzt inn dauðþreyttur, fengið
þægilegan stól, brauð, ávexjti,
glas af köldu víni, eða jafnvel
grænmeti og ilmandi steik. Og
þú spjallar við fólkið af alúð
og trúnaði, án þess að það krefj-
ist neinna heimilda um þig, eða
þú um það. Og kveður og ert
boðinn velkominn næsta dag.
— VIKAN 9. tbl.