Vikan


Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 11

Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 11
Al^SSSlSSOfl prentari Fyrst datt mér í hug að ég vildi helzt vera bankastjóri hjá Seðlahankanum, því það virðist gefa gotl í vasann, en sízt vera forstjóri hjá Olíu- félaginu, þvi það gæti hafl hættulegar afleiðingar. En við nánari athugun komst ég að þeirri niður- stöðu, að það myndi einmitt vera mjög æskilegt að vera forstjóri olíufélags, eða einhver háttsettur starfsmaður þess, þvi maður getur ekki séð, að þeim verði nokkurn tíma fjár vant. Og pening- arnir eru aflið til alls, er það ekki? Og Iivað ég vildi sízl vera. Það get ág alveg sagt þér. Það er að vera slátrari. Ég féklc mér göngutúr niður að liöfn á góðviðrismorgni i haust, og þá var einmitt verið að reka lióp af sprækum og fallegum lömbum inn i sláturhúsið. Þá vissi ég það alveg fyrir vist; þetta gæti ég aldrei gert. ÞórapinnjÞórarinsson ritstjjóri Ég myndi lielzl kjósa að vera í því starfi, sem ég nú hef. Minn áhugi hefur frá fyrstu tið beinzt að blaðamennsku, og það hefur ekki breytzt. Á hinn bóginn vildi ég sízt vera bermaður. I fyrsta lagi myndi ég alls óhæfur i það starf, og í öðru lagi lmfa Islendingar hingað til verið lausir við her, og fer bezt á, að svo verði áfram. forstjóri Eins og kunnugt er, hefur starf mitt, síðan ég komst til fullorðins- ára, eða um 30 ára skeið, verið að byggja upp heildverzlunina Heklu h. f. ásamt dótturfyrirtækj- um. Ég hef, sem sagl, haslað mér völl á viðskiptasviðinu og vil taka fram, að frá minu sjónarmiði eru engin viðskipti góð, nema báðir aðilar hafi hag af. Eg er fæddur og uppalinn í sveit, og vann þar öll venjuleg sveita- störf ásamt vegavinnu og algengri verkamannavinnu, og fór eina ferð sem hjálþarkokkur á togara. Ég verð að segja, að ég hef fundið gleði og ánægju af öllum þessum störfum. Á hinn hóginn er þvi til að svara, að ég veil ekki um neitt þjóð- nýtt starf, sem ég væri ekki viljugur að vinna. Það er mín skoðun, að þótt menn geri vissa atvinnugrein að lífsstarfi sínu, eigum við íslendingar alltaf að vera reiðubúnir að vinna livaða starf sem er, annað væri neikvæð afstaða. VIKAN 9. tbl. —

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.