Vikan


Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 19

Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 19
o hvern kunningja, sem ekki er kominn lengra en aS lexiu VI., og iáta hann leggjast á hnén á svellið (því hann kann e'kki enn- þá að standa). Svo tekur kunn- inginn í annan endann á trefl- inum þínum og þú tekur í hinn endann á treflinum þinum, og svo æpir hann eins hátt og hann getur, og sveiflar þér i hring. Hraðinn í þessari æfingu getur orSið ævintýralegur, og vitað er til aS hann ihafi farið ailt upp í 3 m pr. mín. ■— en þá er um að gera að loka augunum vel og ^ vandlega. Bezta stillingin við þessa æfingu er að ýta aftur- hlutanum eins langt aftur oghægt er, því hann fer þá ekki eins hratt. (mynd 2). Lexía XVII. Nú kanntu, nemandi góður, að standa á skautum og mjaka þér áfram. En það er í raun og veru minnstur vandinn. Erfiðast er að læra að detta rétt. Það er kúnst útaf fyrir sig, og nauðsynleg öll- um, sem vilja fara á skauta og ikomast heim aftur án þess að panta sjúkrabíl. Vandinn er fyrst og íremst sá, að ef maður er að detta á rass- inn, þá á maður einfaldlega að snúa sér á magann og detta svo- leiðis. Ef maður ætlar að detta á magann, þá snýr maður sér við í loftinu, — og dettur á rassinn. Maður á sem sagt alltaf að gera eitthvað. Aldrei detta eins og maður ætlar að gera. Verst er, ef maður ætlar að detta á haus- inn, því þá þarf maður að snúa þvi við, og koma niður á lapp- irnar. Það hefur reynzt mijrgum erfitt. Myndirnar sýna snilldarlegar dettingar. Strákurinn i eloki rönd- óttu peysunni, hefur alveg verið að því koniinn að detta á mag- ann, og snúið sér við í loftinu og komið mjúkt og fallega nið- ur á hægri bossahelming, sem auðvitað er bólstraður, bæði frá náttúrunnar hendi, og svo púð- inn! Þið sjáið aðdáunarsvipinn lijá félaganum, sem sá fallið. Telpan í buxunum og röndóttu peysunni kemur einkar liðlega niður, eins og þið sjáið. Stilling- in er klassisk, og livaða mynda- stytta, sem væri, mundi verða Framhald á bls. 51. VIKAN 9. tbl. 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.