Vikan


Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 31

Vikan - 27.02.1964, Blaðsíða 31
r r PEUGEOT 404 Einu sinni komst ég yfir bækling, sem eingöngu var ætlaður sölumönnum ákveð- innar bifreiðategundar. Þetta var fjörlega skrifuð bók, með ótal kímnum dæmisögum um það, hvernig góður sölumaður hagar sér ekki. Þar á meðal var sagt frá sölumanni fyrir ónefnda, vestur-þýzka bílategund, sem var að sýna væntanlegum kaupanda vöru sína. Meðal annars skellti hann hurð bíls- ins rólega aftur og sagðu: — Sjáðu! Þetta er alveg eins og á Benz. Svo sagði bækling- urinn: Auðvitað fór kaupandinn og keypti sér Benz. Mér datt þessi saga í hug út af hurðunum á Peugeot 404. Þær lokast svo dæilega vel. Jafnvel betur en á Benz. Og allur er bíll- inn svo traustvekjandi, að ég hygg mér sé óhætt að telja hann með þeim beztu, sem ég hef ekið. Frágangur allur er með allra fallegasta móti, enda er ekki verið að reyna að gera dýran bíl ódýran, eins og svo margar bílaverksmiðjur hafa flaskað á, held- ur fyrst og fremst hugsað um að gera góð- an bíl, sem sé sinna peninga virði, þótt hann kunni að kosta talsvert af þeim. Mér varð að vísu ekki um sel, þegar ég var rétt kominn af stað í reynsluferðina. Bíllinn var svo óstöðugur á veginum, að það var líkast því, sem maður væri á reiðhjóli í lausamöl. Ég trúði því ekki um franskan bíl, að það væri hans eðli að láta svona, enda kom það á daginn, að ástæðan var sú, að hann var á snjódekkjum að aftan. Frá verksmiðjunnar hendi er Peugeot 404 hins vegar með dekkjum af gerðinni Micheline X, en þau eiga að vera mjög lin. Það er að vísu dálítið tafsamt fyrst í stað hér á landi að ferðast á slíkum dekkj- um, því annar hver hugulsamur ökumað- ur, sem mætir manni eða fer fram úr, legg- ur sig fram um að stöðva mann til að segja: — Það er að springa hjá þér góði — á öll- um hjólum! Því ökumenn hér kunna bezt við gömlu góðu harðpumpuðu dekkin, sem ekki sést neitt lát á, nema þau séu rétt að springa. Ég ætla síður en svo að segja illt um snjó- dekkin, svo vel sem þau hafa reynzt mér. En hitt er annað mál, að bílar þola þau misvel. Mörgum hættir til að verða nokkuð lausir á auðum vegum, séu þeir á snjódekkj- um. Peugeot 404 er vissulega einn þeirra. Loka-reynsluaksturinn var svo farinn á bíl, sem var með Micheline X á öllum hjól- um, og ég verð líklega að játa það, að ég þverbraut hraðalögin hvað eftir annað. En alls ekki viljandi, svei mér þá. Það var bara þannig, að þegar mér fannst ég vera á skikk- anlegum hraða, sýndi hraðamælirinn svona 100 til 120 km. hraða. Og það er allt of mikið. Samt sagði umboðsmaðurinn, að hraðamælirinn væri réttur. Og það hlýtur eiginlega að vera, því annars væri ekki normalt, hve allir aðrir óku hægt þessa morgunstund. Og það var reglulega gaman að aka þess- um bíl. Sætin eru í sérflokki, að framan aðskildir stólar, stillanlegir á ýmsa vegu, með sérlega háum og þægilegum bökum, að aftan sófi, en þó með stuðningi fyrir bök Framhald á bls. 40. SAGNFRÆÐIBÆKUR í STAÐ BLÓMA OG KONFEKTS Framhald af bls. 22. hverjum tíma. Systkinin voru kölluð til aðstoðar hvaðanæva úr Bandaríkjunum og send út í kosningabaráttuna. Faðir hans ræddi við útgefendur og peninga- menn. Kennedy-fjölskyldan sjálf lagði til kosningabaráttunnar eins mikið fé og hún mátti sam- kvæmt lögum, og voru bókstaf- ir laganna þá stundum teygðir til hins ýtrasta, að sumra dómi. Kosningavél Kennedys stækkaði til muna frá því sem hún var í kosningunum til fulltrúadeild- arinnar, enda var kjördæmið nú margfalt stærra en áður. Loks barst Kennedy óvæntur liðsauki. Eisenhower og Robert Taft, foringi republikana í öld- ungadeild Bandaríkjaþings höfðu háð magnaða styrjöld um for- setaframboð republikana. Leið- togi stuðningsmanna Eisenhow- ers var Henry Cabot Lodge. Taft beið ósigur og fylgismenn hans ákváðu að hefna sín. Þeir sner- ust margir til fylgis við Kennedy, leynt eða ljóst, komu jafnvel úr öðrum ríkjum Bandaríkjanna til að starfa með honum. Dagblöð, sem undir venjulegum kringum- stæðum studdu republikana, snerust nú á sveif með Kennedy. Að minnsta kosti eitt þeirra fékk stuttu eftir kosninguna stórlán hjá Joseph Kennedy, þrátt fyrir bágan fjárhag blaðsins. Hann lýsti því síðar yfir að lánið hefði verið greitt eftir sex mánuði með fullum vöxtum. Allt þetta var ákaflega þýðingarmikið vegna þess að keppinautana greindi ekki sér- lega mikið á í stjórnmálum. Engu að síður virtist þetta ekki duga Kennedy, þegar á kosningabar- áttuna leið. Lodge sem ekki hafði getað sinnt framboði sínu fram- an af vegna framboðs Eisenhow- ers, lá ekki lengur á liði sínu. Smám saman vann hann upp mikið af því sem tapazt hafði og augljóst varð að Kennedy yrði að grípa til róttækra aðgerða. Kosningaskrifstofa hans hafði yfir meira fjármagni að ráða en skrifstofa Lodge, og gat Kennedy notað sjónvarp, útvarp og aug- lýsingar í ríkara mæli en and- stæðingurinn. Það dugði heldur ekki til. Kennedy komst að raun um þetta með smáheimsókn í kaffihús eitt á leið til Boston, einn daginn. Yfir veitingahús- inu var skilti af dýrustu gerð, áletrað „John F. Kennedy sem senator". Eftir að hafa greitt fyrir veitingar rétti Kennedy kaffihússeigandanum hendina og kynnti sig: „Sæll, ég er John Kennedy". Maðurinn horfði á hann. „Hver?“ „John F. Kennedy, frambjóð- andi til Öldungadeildarinnar". „John F. Kennedy. Fram- bjóðandi til hvers?“ Kennedy gekk út, leit upp á skiltið og ók síðan þegjandi á brott. Meðan þetta gerðist varð deg- inum ljósara að Eisenhower myndi vinna mikinn sigur í Massachusetts. Henry Cabot Lodge lýsti afdráttarlausum stuðningi við stefnu hans. Án stórkostlegrar viðleitni af hálfu Kennedys og stuðningsmanna hans var Cabot Lodge öruggur um sigur. Á tímabili skapaði þetta talsverða óvissu og ótta í herbúðum Kennedys. Ráðgjaf- ar hans deildu nú meira en áður um baráttuaðferðir. Kosninga- vélin, sem svo snemma hafði verið sett í gang og farið mynd- arlega af stað virtist vera að ganga sér ti! húðar, aðeins þrem mánuðum fyrir kosningarnar. Aðeins eitthvað nýtt og óvænt sýndist geta forðað Kennedy frá því að bíða algeran ósigur. Leynivopnið reyndist gott: Kaffiboð fyrir þúsundir kvenna í Massachusetts. Kennedy hafði sýnt oftar en einu sinni, að hann átti auðvelt með að vinna hylli kvenkjósenda. í nokkrar vikur streymdu boðskortin um allt rík- ið. í þeim var sagt, að boðið væri haldið til heiðurs frú Joseph P. Kennedy og syni henn- ar John F. Kennedy fulltrúa- deildarþingmanni. Það hafði lengi virzt erfitt að laða kjós- endur frá sjónvarpstækjum sín- um til funda með frambjóðend- um. En kaffiboðin reyndust ár- angursríkari aðferð en flesta hafði grunað. Varlega áætlað komu alls 50 þúsund konur í þessi kaffiboð, sem haldin voru í sölum hótela víðsvegar um Massachusetts. Stjarna kaffiboð- anna var Rose Kennedy. Kenn- edy-isysturnar hjálpuðu til við að veita kaffi eða te og frambjóð- andinn mælti nokkur orð, án VIKAN 9. tbl. — gj

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.